Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 33
þúsund konur og karlar komin saman til að skiptast á hugmyndum og upp- lýsingum um jafnréttismál. Þama tókst að koma fötluðum kon- um á dagskrá, með eigið málþing þar sem fjallað var um jafnrétti fatlaðra almennt. Það var sérkennileg og ný reynsla að sitja þar með konum og körlum frá Eystrasaltsríkjunum og hlusta á túlk flytja allt á rússnesku sem flutt var á ensku og öfugt. Opinber mál þingsins voru þrjú, það er enska, lettneska og rússneska. Við fjórar, norsk, dönsk, sænsk og íslensk vorum þarna með efni til kynningar á starfi kvennahópanna á Norðurlöndum, ég hafði með lesefni um Öryrkjabandalagið. Sú sænska Anneli Joneken, sem er frumkvöðull og óformlegur framkvæmdastjóri okkar í þessu samstarfi, flutti kynn- ingu á þeim samningum og sam- þykktum sem konur Eystrasalts- ríkjanna og fatlað fólk almennt getur nýtt sér til framdráttar sínum málstað. Auk CEDAW samningsins kynnti hún meginreglur Sameinuðu þjóð- anna frá 1993. Umræður urðu líflegar, en eins og svo oft gerist þá hljóp tíminn frá okkur, þó við hefðurn fjóra klukku- tíma til umráða. En heimilisföng og nöfn gengu milli manna og lesefni var dreift þannig að tengslin komust á eða styrktust.. Aukagjald fyrir hjólastólinn Ung litháisk stúlka, Margit Ros- ental flutti erindi um jafnrétti fyrir fatlað fólk. Hún fjallaði einkum um réttinn til sjálfstæðs lífs, vinnu og menntunar. Jafnrétti var í hennar huga jafn réttur til að stjórna lífi sínu. Hún trúir því að hver einstök mann- eskja eigi að geta mótað líf sitt eftir sínum huginyndum/óskum svo fremi að það skerði ekki rétt annarra til sama frelsis. Fatlað fólk á ekki að fá for- réttindi heldur þarf að laga aðstæður svo þeir standi jafnfætis öðrum ! “Ef fötlun veldur takmörkunum eða aukakostnaði, er það mismunun. Til dæmis var mér mismunað nú í júlí af lettneskum rútubílstjórum sem kröfðu mig um 20 DEM ( um 140 dollara) aukagjald fyrir að flytja hjóla- stólinn minn. Mér fannst það alvarleg mismunun því ég fer hvergi án hjóla- stóls.” Sjónvarpsfréttaritari og blaða- menn flykktust um hana að erindinu loknu svo þessi boðskapur komst til skila. Margit vildi gjarnan að ég vitnaði til hennar í pistli mínum hér á íslandi. Lykilorðin þátttaka og jafnrétti voru meginstofninn í okkar framlagi og ég held það hafi ekki farið fram hjá mörgum að við vorum þarna, sýni- legar með hækjur og hjólastóla. Lettar sáu okkur fyrir afskaplega góðri aðstoð, heilar fjórar aðstoðar- manneskjur gáfu sig fram og sögðust vinna með okkur þessa daga. Inara hét sú sem stjórnaði og með henni voru tvær menntaskólastúlkur og ung kona sem einnig ók bíl. Raunar ók maður Inara okkur líka og smátt og smátt vorum við búnar að heilsa upp á fjöldann allan af vinum og fjölskyldu hennar. Opnunarhátíðin var afar glæsileg, með dansi fjölmargra barna og ung- menna þannig að þessi stóra ráðstefna hefur vafalaust snert að einhverju leyti tilveru flestra bæjarbúa, en þeir munu vera um 24 þúsund. Hátíðin varð löng með allt of mörgum ræðum, því þrengdi verulega að næsta dagskrár- lið. Eftir þessa hátíð hélt séra Auður Eir guðsþjónustu utandyra, en ég sat því ntiður föst frammi við svið á stórum íþróttavelli og gat ekki komist frá nema vekja athygli og uppistand með brottför minni og aðstoðarfólks. Það er hin hliðin á því að vilja vekja athygli á fjölbreytileika mannlífsflór- unnar með hjólastólnum sínum, það verður erfiðara að laumast hljóðlega frá ef maður stillir sér í sviðsljósið ! Eg hafði mætt á tvær æfingar “kirkjukórsins” heima á Islandi, en missti svo af messunni! Lokahátíðin var jafnvel enn glæsi- legri, en þar dönsuðu smábörn og unglingar klædd glæsilegum þjóðbún- ingum. Allir blönduðust svo í rokk- hátíð sem ungar lettneskar rokk- stjörnur leiddu, með söng og dansi á sviði. Aðstoðarmenn, sem voru lítt eða ekki launaðir gengu um í bláum bol- um svo allir gætu þekkt þá úr. Við kvöddum með söknuði hjálparliðið okkar, en fórum heim ríkari af kynn- um við hjálpsamt og elskulegt fólk. Það var gaman að halda svo heim með hátt í 50 Islendingum sem fengu að taka þátt í þessari ráðstefnu, því hún var mikil og góð lífsreynsla. Vonandi skilar hún bræðrum okkar og systrum í Eystrasaltsríkj- unum góðum hugmyndum um jafnari stöðu kynjanna. Umræðan er í gangi og orð eru til alls fyrst. Hafdís Hannesdóttir, félagsráðgjafi og fulltrúi Öryrkjabandalagsins í jafnréttisumræðu. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.