Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 12
“Knapinn á hestbaki er kóngur um stund” Og þá er verið að leggja í'ann Ritstjóri hefur nokkrum sinn- um dvalist á Reykjalundi sér til hressingar og heilsu- bótar, og haft af erfiðinu árangur góðan. í eitt slfkt skipti varð hann þess var á daglegri göngu sinni að mikið var um að vera bak við byggingarnar á Reykjalundi, mikið hlegið og greini- lega gleði í lofti. Hann rann eðlilega á hljóðið og varð þess þá áskynja að þar voru fatlaðir vistmenn að fara á hestbak, hressir og kátir, undir leið- sögn tveggja ungra kvenna sem greinilega kunnu vel til verka, því innan skarnms voru allir á bak komnir. Greinilegt var að hugsun þeirra var áþekk því sem skáldið Einar Ben. orti eitt sinn í ljóði sínu Fákar: “Knapinn á hestbaki er kóngur um stund kórónulaus á hann ríki og álfur" Svo leið tíminn og góður ásetn- ingur ritstjóra um að greina nú frá þessu í Fréttabréfi ÖBÍ greinilega dofnað, ef ekki þurrkast út. En nú fyrir skömmu kom sá sívakandi áhugamaður um allt sem fatlaða varð- ar, Helgi Hróðmarsson, til fundar við ritstjóra og reifaði við hann þá áhuga- verðu hugmynd að hann tæki viðtal við þær eðalkvinnur sem fyrir þessari merku starfsemi standa. Það rifjaðist upp fyrir ritstjóra að hér væri ein af mörgun vanrækslu- syndum hans dregin í dagsljós fram, en ekki dygði annað en betrun ein og því voru þær stöllur mættar til hans eina morgunstund, albúnar þess að segja allt af létta. Og er þá inngang- urinn ekki orðinn fulllangur og best að vinda sér í viðtalið. ær ungu eðalkvinnur sem reka þarna á Reykjalundi fjölsótta starfsemi heita Berglind Inga Árna- dóttir og Anna Sigurveig Magnús- dóttir, Sigurveig segist hafa verið í þessu frá því hún var 10 ára, en þá var starfsemin á vegum Reykjalundar, og Berglind hefur verið þarna í 10 sumur. Þetta eru því engir nýgræðing- ar í þessari grein, en þær segjast reka þetta saman í mikilli sátt og samlyndi. Það eru sumarmánuðurnir júní, júlí og ágúst sem nýttir eru til þessarar starfsemi þeirra, kemur hvoru tveggja til að beitiland þolir ekki meira álag, dugir einfaldlega ekki lengur og svo hitt að úthald hestanna er tæpast meira en þetta og að því verður ekki síður að gæta. Hins vegar segja þær að maímánuður fari svo allur í þetta, auglýsa þarf eftir hestum til leigu (þær leigja hestana af ýmsum aðilum, eiga þá ekki), auglýsa almennu námskeið- in og skipuleggja þau svo, nú og auð- vitað þarf að þjálfa nýja hesta við þessar óvenjulegu aðstæður. Alls eru þær þarna með 12-14 hesta, oft fá þær sömu hestana aftur og aftur og það er mikill kostur eðli- lega, raunar hafa tveir hestanna lengi verið í dyggri þjónustu hjá þeim og það er afar dýrmætt gagnvart erfiðustu einstaklingunum. Undir kvið þeirra má renna hjólastól án þess þeim bregði hið minnsta, hvað þá að þeir kippi sér upp við miklar óvæntar hreyfingar eða hróp hinna spastísku, svo dæmi séu tekin. Ekki eru þær Berglind og Sigur- veig þarna einar að verki, enda yrði það þeim ofraun, þær hafa þarna 3 vana unglinga sér til aðstoðar allan tímann og veitir ekki af. Það er enda auðskilið að þarna þurfi þennan mannskap til, þegar til þess er horft að ofurfatlaður, sem erfitt á um allar hreyfingar hvað þá jafn- vægi, þarf að hafa 4 með sér, einn teymir, tveir eru sinn til hvorrar hliðar og svo er einn á baki með þeim fatlaða til að styðja hann þar. essi reiðnámskeið eru afar vinsæl hvort sem um fatlaða eða ófatl- aða er að ræða, enda leggja þær sig greinilega fram um það að árangur verði sem allra bestur. Það er reiknað með að hver reiðtími sé klukkustund og þar í er auðvitað falið að bursta og leggja á þannig að viðkomandi sé virkur í öllu ferlinu. Nú sumir eru styttri tíma, allt niður í svona tíu mínútur, allt fer þetta eftir möguleikum og getu viðkomandi þá og þá. Verðið fyrir tímann hafa þær miðað við bíóferð en hafa víst ekki alveg haldið í við hið almenna verð þar, en nálægt því. Þær segjast í raun skipta starfseminni fyrir fatlaða í þrennt. Almenna hestamennsku - almenn tilsögn. Reiðþjálfun - skipulagðar útreiðar. Sjúkraþjálfun á hesti. 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.