Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 21
Heyrnar- og talmeinastöð íslands, en hún hefur starfað frá árinu 1979. Heimsóknir á sl. ári voru 13.300 og 19.000 aðgerðir framkvæmdar. Nýir einstaklingar voru um 5000. Fjárskortur hefur háð starfseminni m.a. komið niður á þjónustu við landsbyggðina. Sömuleiðis erbiðlisti eftir heyrnartækjum allt of langur. Hann kveður mjög vel fylgst með allri nýrri tækni. Birgir As leggur áherslu á að Heyrnar- og talmeinastöðin verði áfram sjálfstæð stofnun. Hinn heyrnarskerti hefur alltaf átt undir högg að sækja, segir Birgir Ás í lokin. Þrjár ungar konur: Kolbrún Hulda, Anna Guðlaug og Margrét Gýgja segja frá ferð í sumarbúðir í Dan- mörku á ráðstefnu heyrnarskertra. Saman voru komin 71 ungmenni frá 14 löndum. Þar var margt sér til gam- ans gert og þær stöllur skora á ungt heyrnarskert fólk hérlendis að halda hópinn og hittast oftar. Gylfi Baldursson heyrnar- og talmeinafræðingur skrifar snöf- urlega grein: Sjálfsköpuð heyrnar- skerðing. Gylfi segir að með viðeig- andi forvörnum mætti koma í veg fyrir meira en 90% alls heyrnarskaða af völdum hávaða. Hann minnir á notkun heyrnarhlífa og hlutverk Vinnueftirlits ríkisins í hávaðavörnum. Endar svo á að segja það hörmulegt ef inn í sjúkraskýrslur þúsunda landsmanna þurfi að færa: “Orsök heyrnarskerðingar: trassa- skapur.” Leysiefni geta valdið heyrnar- skemmdum er fyrirsögn á þýddri grein. Með rannsókn á tilraunadýrum er þetta fullsannað. Þarna er mikil hætta á ferðum fyrir þá sem umgang- ast þurfa ákveðin leysiefni og fullrar varúðar þörf. Hjörtþór Ágústsson segir frá ígræddu heyrnartæki sínu. Örsmáum rafskautum er komið fyrir inni í kuðungi eyrans sem tengjast svo hljóðnema og magnara, umbreytir svo rödduðum hljóðum í rafboð sem heyrnartaugin skilar upp í eyra, hluta búnaðar er komið fyrir undir húð aftan við eyra, sannkallaðir tæknigaldrar. Hjörtþór hafði algerlega misst alla heyrn en með tækinu ígrædda er hún aftur komin og lætur hann afar vel af sér. Að lokum er svo sagt frá NNS, Samtökum heyrnarskertra á Norður- löndum sem Heymarhjálp er aðili að og er skemmst að minnast ágætra þemadaga á vegum samtakanna hérlendis haustið 1996. Afmælisritið er hin ágætasta lesning og hamingju- óskir hlýjar eru héðan sendar í tilefni tímamótanna H.S. SKYGGNST í SKÝRSLU VINJAR Eins og lesendum þessa blaðs er vel kunnugt þá rekur Rauði kross íslands athvarf fyrir geðfatlaða að Hverfisgötu 47 í Reykjavík, sem heitir því hlýlega nafni Vin og hefur fengið verðuga kynningu hér í blaðinu. Vin er opin alla virka daga frá 9.30 - 16.30 og hefur nú verið rekið í allnokkuð á fimmta ár. Skýrsla barst hingað um starfið 1996. Meginmark- miðin eru skilgreind svo: 1) að rjúfa félagslega einangrun geð- fatlaðra á höfðuborgarsvæðinu, 2) að fyrirbyggja endurinnlagnir á geðdeildir, 3) að skapa umhverfi þar sem gagn- kvæm virðing og traust er ríkjandi og tekið er tillit til hvers og eins. Starfsmenn Vinjar eru 3 í fullu starfi, 1 í hálfu starfi og starfsmaður við ræstingar að auki. Gestir athvarfs- ins koma á eigin forsendum, engrar tilvísunar er þörf. Húsfundir eru öðru hvoru með fullri þátttöku gesta. Heit- ur matur eldaður í hádegi daglega, einn gestur og einn starfsmaður skipt- ast á um að elda. Fjölmargt er sér til gamans gert, farið á sýningar, á kaffihús, myndlist er gert hátt undir höfði, farið í dagsferðir, garðrækt stunduð o.s.frv. Vin átti góðan hlut að samkomunni 10. október, alþjóð- lega geðheilbrigðisdaginn, m.a. með myndlistarsýningu gesta Vinjar. Vinahópur er sjálfboðaliðshópur frá URKÍ, að meðaltali 8 yfir árið, skilaði 160 vinnustundum. Góð tengsl eru við þá aðila er starfa að málefnum geðfatlaðra, einkum þó Geðhjálp. Gestakomur voru samtals 5909 á móti 5179 árið áður. Matar- gestir voru 3054 á móti 2084 árið áður. Að baki þessum tölum eru 300 einstaklingar, 30% konur, en voru 14% árið áður. Mikil fjölgun gesta sannar mikil- vægi Vinjar. Mikil fjölgun er á gesta- komum yfir sumarið í beinu samhengi við lokanir á geðdeildum. Það er gott andrúmsloft í Vin og góður andi svífur greinilega yfir vötnum þar. Megi starfsemin blómgast og bera ávöxt fyrir alla þá er þangað leita athvarfs - athvarfs sem er svo ótalmörgum ofur- dýrmætt. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.