Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 29
lagið) hyggst halda ráðstefnu um ástandið í málefnum fatlaðra í norrænu jaðarbyggðunum. Norska heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytið mun styrkja þessaráðstefnu. Sænsku og finnsku fulltrúarnir sögðu báðir að málefni Sama hefðu ekki borið á góma í þeirra samtökum en sænski fulltrúinn sagðist myndi taka málið upp í sínum samtökum. Grænlenski fulltrúinn sagði Grænlendinga hafa mikinn áhuga á þessu og vildu gjarnan fá dagskrána tímanlega svo þeir gætu undirbúið sig vel. Grænlenska heima- stjórnin hefur verið jákvæð og lofað stuðningi. Þá var aftur rætt nokkuð um Inter- netmál fatlaðra á Norðurlöndum og tengsl þess við EU. Að lokum voru svo rædd innan- hússmál, fjárhagur, næstu fundir sem verða í Kaupmannahöfn þar sem fólki (nema kannski okkur) þótti dýrt að fara til Færeyja.Næsta formennska var lítillega rædd en það mál bíður betri tíma enda verður núverandi for- maðurtil 1999. Þegar fundinum lauk uppgötvuð- um við að komið var blíðasta og besta veður og höfðum við þá mikla löngun til að ganga heim á hótelið. Við lögð- um því af stað niður brekkurnar og það hefur ábyggilega verið dálítið spaugileg sjón. Olöfhéltíbremsumar á stólnum og undirrituð hékk í til þess við færum nú ekki á hundrað niður. Þetta var hin besta skemmtun og við skoðuðum fallega garða við húsin og niður komumst við án þess að slys hlytist af. Um kvöldið snæddum við kvöld- verð í boði landsstjórnarinnar og var félagsmálaráðherra Færeyja þar gest- gjafinn. Sá kvöldverður var á nýju hóteli. Hótel Föroyar er rétt utan og ofan við bæinn og er afskaplega fallegt útsýni yfir Þórshöfn og nágrenni. Við höfðum ákveðið að verja einum degi til þess að skoða okkur urn og daginn eftir sóttu okkur tvær ungar konur frá samtökum foreldrafélags barna með vöðvarýrnunarsjúkdóma og óku okkar um alla Þórshöfn. Við skoðuðum þar myndastyttur unnar af Ríkarði Jónssyni, föður Olafar, en hann dvaldi í Færeyjum í þeim til- gangi að móta nokkra framámenn þar á meðal Johannes Patursson, Hans Djuurhus, Símon af Skarði o.fl. Síðan skoðuðum við listasafnið, sem er nýlegt og fallegt hús og þar var mikið af fallegum málverkum og högg- myndum mest eftir færeyska lista- menn en þeir eiga marga góða lista- menn. Síðan fóru þessar ágætu konur með okkur að Kirkjubæ og ég fór þar inn á safnið, sem því miður var ófært fötluðum. Yeðrið var okkur einna óhagstæð- ast þennan dag. Veðurfar í Fær- eyjum er óstöðugt eins og á Islandi en þó er áreiðanlega meira um þoku þar en hér a.m.k. sunnanlands. Eitt korterið sástu kannski ekki yfir á næstu húsaþök en svo eftir smástund var glampandi sól og síðan þyngdi að aftur. Það er áberandi hvað margir Færeyingar höfðu verið á Islandi eða áttu ættingja sína þar. Það voru eig- inlega allir eins og þeir ættu í okkur hvert bein. Daginn eftir stóð til að halda heim en örlögin höguðu því svo til að fyrir allskonar misvísandi upplýsingar og fjarlægð milli staða urðum við strandaglópar og komumst við ekki heim fyrr en á laugardag. Við dvöld- um á hóteli nálægt flugvellinum og var það hótel mjög vel aðgengilegt fyrir fatlaða enda hittum við þar okkar ágætu vinkonu frá deginum áður en hún og fleiri foreldrar voru þar með námskeið og voru með börn sín með sér. En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó. Heim komumst við að lok- um. Upp úr stendur fegurð eyjanna, gestrisni íbúanna og ágætur stjórnar- fundur HNR. Ásgerður Ingimarsdóttir. Minning: BALDUR BRAGASON Fallinn er svo skyndilega einn helzti forystumaður Sjálfsbjargar, bæði í heimahéraði sem á landsvísu. Ekki er svo ýkja langt frá því kunnugleg rödd hljómaði í símanum, spyrjandi frétta hversu fram gengi í sameiginlegum baráttumálum. Hann hafði oft samband, hann Baldur Braga, og hann var ekki bara að spyrja, hitt var oftar að hann reifaði hugmyndir sínar eða bæði mig athuga nánar fyrir sig eitthvert mál, sem allrar athugunar var vert. Kynni okkar rek ég til sameiginlegs vinar, Þorbjöms Magnússonar, sem fyrir margt löngu hringdi í mig á þingfundartíma og bað mig heimsækja sig eftir fund upp í Sjálfsbjargarheimili, það væri hjá sér Norðlendingur, sem hann tryði að væri hollt fyrir mig að hitta. Norðlendingurinn hans Þorbjarnar var Baldur Braga og sameiginlega kynntu þeir fyrir mér hugmynd sína, sem síðar varð svo að þingmáli, sem fékk farsæla afgreiðslu. Baldur Braga var ætíð að hugsa um á hvern veg mætti breyta lífskjörum fatlaðra til hins betra, bæta heildarhag fatlaðs fólks á landi hér. Honum sviðu mjög atlögur síðustu ára að lífskjörum fatlaðs fólks og vildi snúa vörn í sókn og sækja fram til nýrra sigra, ekkert annað væri sæmandi. Honum var eðlilega falinn margs konar trúnaður, hann var í forystu Sjálfsbjargar á Akureyri og stjórn Sjálfsbjargar - landssambands og sat m.a. um skeið í svæðisstjórn um málefni fatlaðra á Norðurlandi eystra fyrir Öryrkjabandalagið. Hann var einstaklega duglegur að sækja fundi og ráðstefnur hingað suður, lá ekki á liði sínu þar fremur en annars staðar, lagði þar jafnan gott til mála. Hann var skýr í máli, glöggur á aðalatriði og gætinn í mikilli einurð sinni. Eg sakna sannarlega hinna mörgu góðu og fræðandi samtala við Baldur. Öryrkjabandalag Islands þakkar Baldri hans góðu störf að sameiginlegum hugsjónamálum og hið ágætasta samstarf. Genginn er góður drengur sem hvergi lét erfiða fötlun aftra sér til ætlunarverka góðra. Að honum er sjónarsviptir. Helgi Seljan FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.