Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Blaðsíða 42
Gluggað í glögg rit Aðfararorð: ins og athuglir lesendur hafa eflaust eftir tekið var þessi efnisþáttur ekki inni í síðasta blaði. Af tveim ástæðum var þetta svo: Annars vegar höfðu fá rit borist þegar blaðið fór í prentun, hins vegar vildi ég kanna viðbrögð við því að niður félli með öllu. Sem betur fer fyrir ritstjóra voru þau viðbrögð þó að fólk kvaðst sakna þessa þ.e. þeir sem inntir voru álits eða létu annars í sér heyra. Sumir hafa þó sagt að of nákvæm efnislýsing eigi varla heima í slíkri samantekt, aðeins ætti á því allra helsta að grípa, fólk ætti svo alla möguleika á því að útvega sér það efni sem áhuga þess hefði kveikt. Með tilliti til þessa er nú aftur upp tekinn þráðurinn og því er færra um hvaðeina rætt en áður var í þessum þáttum. 1. tbl. Velferðar málgagns Lands- samtaka hjartasjúklinga kom út í mars sl. Þar var aðeins um eitt málefni fjall- að - landssöfnun Neistans á Bylgjunni og Stöð 2 14. mars. Elín Viðarsdóttir form. Neistans á þarna góða grein, m.a. fjallar hún um aukin útgjöld heimila svo og tekju- missi þegar langvarandi veikindi barna steðja að. Styrktarsjóður hjart- veikra barna er einnig kynntur. l.tbl. FréttabréfsUmsjónarfélags einhverfra birtir m.a. mjög glöggan útdrátt úr rannsókn á einhverfu hjá börnum og snemmbærum kennslum á henni þar sem aðaláherslan er á að greina einhverfu sem allra fyrst. Það er Sigrún Hjartardóttir sem kynnir þessa rannsóknaraðferð. Vakin er athygli á bókinni: Það er drengur hér inni, sem kom út í árs- byrjun í íslenskri þýðingu. Kynnt er fræðsluefni sem félagið ræður yfir svo og tímarit og fréttabréf um einhverfu. Umsjónarfélag ein- hverfra verður 20 ára á þessu ári. Febrúarblað Klifurs - fréttablaðs Sjálfsbjargar- landssambandsins hefst á því að R. María Þorsteinsdóttir félagsmálafulltrúi leggur orð í belg, en hún leysti Lilju Þorgeirs. af í því starfi. Það er Valey Jónasdóttir for- maður Sjálfsbjargar á Siglufirði sem er í yfirheyrslu blaðsins. Þar segir hún að nú fari allur félagslegur máttur í varnaraðgerðir. Elsti félagi Sjálfsbjargar á Siglu- firðí, Kristín Margrét Konráðsdóttir er þarna í ágætu viðtali, sem ber yfir- skriftina: Lömuð frá 15 ára aldri og kvartaði aldrei. Hún hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, ofið, hannað og saumað út, stykkin svo þúsundum skiptir farið um hennar hendur. Hressileiki hennar hrífur mann. Varað er við reynslu frá Bandaríkjunum af heimilishjálp eftirlitslausra einka- aðila. Og svo þessi brandari einn af mörgum: Eva litla kom háskælandi heim úr sunnudagaskólanum. “Hvað kom fyrir Eva mín?” spurði mamma hennar áhyggjufull. “Sunnudaga- skólakennarinn talaði meira um Adam en mig”. Ritstjóri Klifurs er Ingólfur Örn Birgisson. s Imaí sl. kom út vandað fréttablað Styrktarfélags vangefinna í rit- stjórn Halldóru Sigurgeirsdóttur sem ritar leiðara sem endar svo í hvatningu og áeggjan: Foreldrar. Látum ekki deigan síga. Fatlaðir verða að fá tæki- færi í því samfélagi sem við öll til- heyrum, segir Halldóra. Óvissan var verst, nefnist viðtal Elísabetar Þorgeirsdóttur við foreldra 5 ára fjölfatlaðs drengs, Björns Frið- riks. Þar segja þau frá lífi hans allt frá fæðingu og þeirri þjónustu sem hann hefur notið og um leið þeirri baráttu sem háð hefur verið fyrir því. Guðrún móðir hans segir: “Ég vildi að allur kostnaðurinn sem fer í papp- írsvinnuna nýttist í málefnum fatl- aðra”. Mætti mjög að því huga. Rit- stjóri fjallar um bók Dóru S. Bjarna- son - Undir huliðshjálmi - SAGAN AF BENEDIKT. Hún bendir á hið víða sögusvið og í tilefni spurnarinnar um hversu bókin getur nýst foreldrum fékk hún í spjall við sig tvær mæður mikið fatlaðra barna og þroskaþjálfa, en sjálf á ritstjóri fatlaðan son. Spjall- ið er forvitnilegt og allar sammála um að fengur sé að bókinni og fyrirsögn umfjöllunar er: Notar reiðina og það hvað hún elskar son sinn sem aflgjafa. Björgvin Kristbergsson segir frá ferð sinni fyrir Atak, félag þroska- heftra á ráðstefnu í Noregi og endar á lauslegri þýðingu ljóðs sem byrjar svo: Við skulum lifa hvert fyrir annað Og fara vel með þann tíma sem við höfum. Rætt er við Maríu Jónsdóttur félagsráðgjafa hjá Styrktarfélagi vangefinna, sem einmitt fór í þetta nám vegna þess að hún var áður liðs- maður ungrar fatlaðrar stúlku. Hún greinir þar frá fjölbreyttu starfi Styrkt- arfélags vangefinna. Sagt er frá aðal- fundi félagsins þar sem fram kom í máli framkvæmdastjóra, Tómasar Sturlaugssonar, að mikið tap á reglu- Trimmklúbbur Eddu 10 ára Hinn ð.sept. sl. varð Trimmklúbbur Eddu 10 ára en á daga hans hefur margt drifið og fátt eitt fram talið hér. Driffjöður þessarar starfsemi og formaður er Edda Bergmann, en ómetanlegir hafa þjálfararnir verið, þær Astbjörg Gunnarsdóttir og Erla Tryggvadóttir, sem unnið hafa alla tíð endurgjaldslaust fyrir klúbbinn. Fyrst var þetta eingöngu jóga og þó einkum útivera, en síðan hafa ýmsir aðrir þættir komið til s.s vatnsleikfimin er gott dæmi um. í klúbbnum eru 80 manns og áhersla er einnig lögð á félagslegu hliðina. I tilefni afmælisins var gefið út skemmtilegt og fróðlegt afmælisrit og laugardaginn 30. ágúst var vegleg hátíð með líflegri dagskrá og góðum veitingum. Við óskum klúbbnum alls hins besta og blómgunar góðrar um ókomin ár. H.S. 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.