Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 7
Guðmundur og Rannveig með Sigrúnu og Leó Eirík. Sigrún er sérkennari í Flataskóla. Leó er lögfræðingur. matartímum sátum við saman, en vorið og sumarið voru tími einkalífs. Þá gengum við saman út í hraunið. Guðmundur var lágvaxinn eins og ég. Eitt sinn er við leiddumst út í vorið, heyrði ég sagt: “Nei, sko litlu syst- kinin, ósköp eru þau sæt!” Vináttan sást svo greinilega á milli okkar. Við áttum svo mikið sameiginlegt. Hraunið var gleðigjafi sjúkling- anna, leikvöllur á vorin og sumrin. Hvað við nutum þess að liggja þar í sólinni. Stundum tókum við gítara með okkur, sátum í lautu og sungum. Oft fórum við í gönguferðir með nesti eða löguðum okkur kaffi í tjaldi. Vináttan var svo djúp og falleg, tengslin svo sterk á milli þjáningar- félaga á Vífilsstöðum. Flest okkar voru svo ung. Berklar urðu krónískur sjúkdómur hjá eldra fólki. Börn voru yfirleitt fljót að jafna sig, eins og litlu systur mínar. En við sem fengum berkla á aldrinum 15-30 ára, gátum átt í löngu veikindastríði - þau okkar sem fengu að lifa. Margir dóu. ✓ Eg ætlaði aldrei að deyja. Ekki heldur hinir sem voru deyjandi. Við vorum alltaf á batavegi á leiðinni heim. Hver sjúklingur fór í rannsókn mánaðarlega. “Fékkstu góða skoð- un?” spurðum við hvort annað. Góð skoðun þýddi útskrift. Við sem vorum þarna ár eftir ár, fengum greinilega ekki góða skoðun, en svarið varalltaf: “Það verður ábyggilega betra næst.” Alltaf þessi von. Berklar eru ekki þjáning, aðallega þreyta, hiti og máttleysi. Meðferðin fólst í hreinlæti, borða góðan mat, sofa reglulega og stunda útivist. Þarna var hvorki iðjuþjálfi né félagsráðgjafi, en við vorum ráðgjafar og sálfræðingar hvert fyrir annað. Mikið var lesið. Bókaútgefendur sáu um að ekki var skortur á lesefni og eitt besta bókasafn landsins varð til. Handavinna var geysilega mikið iðkuð. Athvarf var byggt til að sauma og gera við föt. Saumavélin var svo vinsæl að panta þurfti aðgang. Þarna lærði ég fyrst að sauma og varð mjög fær saumakona. A kvöldvökum færðum við upp leikrit og bíóin okkar voru filmubútar.” - Það á að höggva konuna mína! Rannveig var höggvin. Sætti lækningu þess tíma, þegar sjúklingur með lungnaberkla tók ekki blásningu. “Þetta var hrossalækning, en ég vildi allt til vinna að komast heim til litlu dóttur minnar,” segir Rannveig. “Guðmundur Karl læknir á Akur- eyri var sérfræðingur í rifjaskurði og sá um höggninguna. Hann sneri sér fyrst að manninum mínum og spurði: “Á að höggva yður?” “Nei, það á að höggva konuna mína,” svaraði Guðmundur að bragði. Það má því segja: Guðmundur fór norður með konuna sína til að láta höggva hana!” Rannveig hlær dátt, þegar hún rifjar þetta upp. “Höggning var framkvæmd, ef blásning tókst ekki. Rifin voru tínd í burtu og stórri kúlu úr sáratrefjum stungið undir handarkrikann. Síðan var tveggja manna verk að styðja við og vefja sjúklinginn. Umbúðirnar gekk maður með í hálft ár. Þannig var lunganu þrýst saman og gat losað sig við uppgang og náð að gróa. - Heilsulaus? Nei, ég vil ekki kalla mig heilsulausa. Ég hef alltaf unnið fullan vinnudag. Var kennari í 30 ár, síðan á fræðsluskrifstofu Reykjaness til 76 ára aldurs.” Rannveig er þögul um stund, segir síðan: “Allir sem hafa gengið undir slíka aðgerð, taka út afleiðingar síðar á ævinni. Ég er með mikla lungna- þembu. Ég reykti því miður, en hætti því fyrir tólf árum. Vissi of seint að reykingar eru það versta sem maður getur gert sjálfum sér.” Rannveig er hörð við sjálfa sig. Sex rif og hálft herðablað var fjarlægt. Afleiðingar: Hryggurinn eins og S. Álagið á vöðva alltaf rangt. “Ef ég verð lasin, fæ ég alltaf lungnateppu. Þess vegna er ég svo mæðin.” Rannveig getur ekki gengið upp stiga eða brekkur, þolir hvorki kalt loft né rok. Getur ekki lyft hlutum. “Stoðkerfi mitt leyfir það ekki,” segir hún. Samt segist hún ekki vera heilsu- laus. Rjúfa einsemd - finna samkennd Rannveig tók við formannsstöðu í Reykjavíkurdeild SÍBS fyrir fjórum árum. “Flestir eru fyrrverandi berklasjúklingar, mjög fullorðið fólk. Reykjavíkurdeildin er til að halda þessu fólki saman, láta það finna hvað það er vel metið og hver ábyrgð þess er gagnvart samtökunum. Við fáum allar fundargerðir frá aðalstjórninni og getum gert athugasemdir. Oddur Ólafsson, læknir á Reykjalundi ákvað að auka samstarfið. Áframhaldandi samstaða sýnir okkur, að við eigum hvort annað að, ef á reynir. Gamla samkenndin blossar upp, þegar við hittumst til skrafs og ráðagerða, á góðu kaffi- eða spila- kvöldi eða til að grisja í gróðurreitnum okkar uppi í Heiðmörk. Árleg Jóns- messuferð er vel sótt. Jólakaffið er líka vinsælt - og friðsælt - við viljum alltaf hafa næði til að tala saman. Bandaríski sálfræðingurinn Glass- er sagði: “Enginn getur lifað nema FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.