Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 10

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Qupperneq 10
Dagvist Sjálfsbjargar - dýrmæt mörgum Gengið við hjá Guðmundi s hlýjum júnídegi á liðnu vori var haldin sýning í Dagvist Sjálfsbjargar á munum þeirra sem þar höfðu átt góða vist og kenndi þarmargvíslegragrasa. Greinilegt var að ákveðin fjöl- breytni var í fyr- irrúmi höfð og mátti þarna sjá hina margbreyti- legustu muni, púða, slæður, myndir, útsaum, klukkur, málverk, leirmuni, smíðis- gripi og er þá fátt eitt talið. Ritstjóri leit þarna inn og hreifst sannarlega af handverki snjöllu og af því hann er vel kunnugur ýmsum alvarlegum annmörkum sem dagvist- arfólk býr við og ættu að hindra það nokkuð í gerð slíkra listmuna var honum enn ljósara en ella hver alúð og vandvirkni nákvæmninnar hafði verið lögð hér að. Sýningin var ein- faldlega mikið augnayndi og bar sýn- endum fallegt vitni. Eins og menn vita sem lesa þetta blað urðu forstöðu- mannaskipti á síðasta ári hjá Dagvist Sjálfsbjargar, Steinunn Finnboga- dóttir lét þar af sinni styrku stjórn til margra ára, en við tók Guðmundur Magnússon og hefur vel famast. Guð- mundur leit hér inn í fram- haldi af sýningunni góðu og ritstjóri ræddi við hann yfir rjúkandi tebolla og vínarbrauði. Guðmundur segist hafa verið ráðinn frá 1. feb. 1996 en hafið störf sem forstöðumaður 1. mars, eina viku hafi þau Stein- unn og hann verið bæði, honum til aðlögunar. Á starfið er því komin nokkur reynsla og Guð- mundur er ánægður með hana og það veit ritstjóri vel að gestir dagvistar eru ánægðir með hann. Hvað um rekstur dagvistar - hvaðan kemur fjármagnið - afl þeirra hluta sem gera skal? Dagvist Sjálfsbjargar er í raun sem ein deild Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfsbjargar, stjórn heimilisins er um leið stjórn dagvistar, framkvæmda- stjórinn, Tryggvi Friðjónsson æðsti yfirmaður dagvistar. Eins og þú veist væntanlega er Sjálfsbjargarheimilið í einum pakka á fjárlögum, er sem sagt á föstum fjárlögum, en áður á daggjöldum og þá voru sérdaggjöld fyrir dagvist. Það má því segja nú að Þórdís skrifstofu- stjóri hafi tögl og hagldir hvað varðar fjármálalegan þátt rekstrarins. Leyfi til dagvistar eru bundin tölunni 30 og þá í heilsdagsvist og því eru þarna alltaf mun fleiri innritaðir í einu, allt að 70. Sannleikurinn auðvit- að sá að Vinnu- og dvalarheimilinu hefur verið og er naumt skammtað fé eins og fleirum á undangengnum og viðvarandi samdráttartímum. Hverjir sækja dagvist heim? Það er nú sem betur fer hvergi nærri einsleitur eða einlitur hópur. Þegar ég kom hér til starfa setti ég mér það mark að ná meir og betur til yngra fólksins, hreyfihamlaðs fólks þó fyrst og fremst. Staðreyndin er nefnilega sú að aldraðir hafa bæði meiri og fleiri möguleika til dagvistar, þó eflaust sé þar ekki nóg að gert. Fatlaðir hafa í fá hús að venda hvað dagvist varðar. Hreyfihamlaðir hvergi nema í dagvist MS félagsins sem meir er byggð upp fyrir beina sjúkraþjálfun, og eðlilega byggð upp í kringum MS sjúklinga og Parkisonsfólk þá, sinnir því öllu mjög vel, en fullnægir hvergi nærri félagslegri þörf hreyfihamlaðra fyrir dagvist. Sannleikurinn er sá að ungt fólk sem hyggur á dagvist og kemur svo þar sem eingöngu er eldra fólk, það fælir nokkuð frá og er fráhrindandi, því líkur sækir líkan heim. Ég ákvað því fljótt að vinna að opnun með skipulögðum hætti fyrir yngra fólk og hef unnið markvisst að því. Og hvernig hefur gengið og hvað gerst? Dagvistin hefur verið opnuð fyrir hópa þar sem aðaláherslan er lögð á sjálfstyrkingu. Þetta er tilraunaverk- efni þar sem ætlunin er að taka inn þrjá hópa og er unnið með styrk frá Reykjavíkurborg, en nú styttist einmitt í það að málefni fatlaðra fari al- farið yfir til sveitar- félaganna. Inn í þetta samhengi má ég til með að skjóta því að Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs- bjargar hefur sótt það allfast að færast yfir til félagsmálaráðuneytis frá heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneyti, en alltaf fengið neitun, þar til nú, en þá verður líka aðeins eitt ár í flutninginn til sveitarfélaganna. Segðu mér svo meira af þessum 10

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.