Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Side 47
komu heila þökk. Annað baráttumál okkar þok- aðist í áttina, en það varðar heimild til frekari uppbótar fyrir þá sem eru með sérstaka heimilis- uppbót. Sú heimild var í 40% en var færð nú í 50% og mun geta skilað mörgum nokkrum kjara- legum ávinningi. Enn sannast það að hin stöðuga, hljóðláta barátta getur skilað meiru en þó í bumbur sé barið og hátt haft. Þá tóku gildi nýjar reglur um umönnunar- greiðslur vegna fatlaðra og langveikra barna, þar sem megin- breyting, mjög til batnaðar, er sú að greiðslur skerðast ekki af almennri leikskóla- eða skólaþjónustu, sem þýðir verulega hækkun vegna þeirra barna sem mesta umönnun þurfa. Hins vegar óttumst við að of margir falli brott af þeim sem við teljum að eigi rétt, þar sem greinilegt er af öllu að úrbót á einum stað á að skuldfærast annars staðar í sama málaflokknum. Það sem miður var hins vegar í þessum breytingum varðaði nýjar reglur um greiðsluþátttöku í þjálfun - sjúkraþjálfun. Að vísu gilda nú sömu reglur um tal- og iðjuþjálfun sem og sjúkraþjálfun og er það til bóta. En meginatriðið það að nú fær enginn ókeypis sjúkraþjálfun lengur, hverjar sem aðstæður kunna að vera. Fyrir fyrstu 15 skiptin skulu börn og unglingar, aldraðir og örorkulíf- eyrisþegar greiða 25% eða sem svarar um 7000 kr. Aðrir þ.á m. örorkustyrkþegar skulu greiða 50% fyrstu 24 þjálfun- arskipti og svo 25%. Á móti á það að koma að sjúkraþjálfun er felld inn í endurgreiðslu vegna sjúkrakostnaðar (eðlilega) og tekjumörkum þar nokk- uð breytt svo og á hækkun frekari uppbótar einnig að koma þarna inn í. Reynslan af reglugerð um endur- greiðslu vegna sjúkrakostnaðar hefur ekki verið slík að við bindum of mikl- ar vonir þar við, en vonandi að fólk átti sig á rétti sínum til þessarar end- urgreiðslu. Það er hins vegar býsna broslegt þegar sagt er að þetta muni draga úr skriffinnsku, því enn hefur það ekki gerst að tvöföldun eða þre- földun einhvers kerfis hafi skilað minni skriffinnsku. Hitt stendur eftir og er okkar áhyggjuefni að einmitt það að nú skuli allir verða að greiða eitthvað, hversu illa sem þeir eru komnir, getur hrein- lega orðið til þess að fólk veigri sér við að fara í bráðnauðsynlega sjúkra- þjálfun. Því þó menn segi blákalt að 7000 krónur séu enginn peningur þá eru þetta verulegir fjármunir fyrir þá til viðbótar öllu öðru sem hafa 60 þúsundir eða minna sér til allrar fram- færslu á mánuði. Tæpast held ég að á því leiki hinn minnsti vafi að hin stöðuga og vökula varnarbarátta Öryrkjabanda- lagsins hefur að undanförnu skilað allnokkrum árangri, segja má að ávinningar séu nokkrir, því um allt munar sem til betra horfs er fært. En baráttan heldur vissulega áfram, því gnótt góðra baráttumála bíður úr- lausnar og nú verður því ekki haldið fram með nokkrum rétti að þjóðarbúið þoli ekki bráðbrýnar og réttlátar leið- réttingar til handa þeim er lökust hafa kjörin. Meðal þess sem helst bíður nú er að rétta hlut hjóna og sambúðarfólks, sem geta hæst fengið í dag innan við 45 þús. kr. á mánuði og réttarstaða þeirra í tryggingakerfinu sem sjálf- stæðra einstaklinga er vægast sagt af skornum skammti. Enginn heldur því fram að ein- staklingur sem býr einn sé alsæll af sínum bótakjörum, enda ærið langt frá lágmarkslaunum sam- félagsins, en þá fyrst kast- ar nú tólfunum þegar að þeim kemur sem eru í hjónabandi eða sambúð. En þegar talað er um réttarstöðu fólks sem sjálfstæðra einstaklinga þá er þar of víða pottur brotinn. Réttur fólks til hjálpartækja ýmiss konar með ákveðinni og oft ágætri þátttöku hins opinbera í kostnaði er ótvíræður lögum sam- kvæmt, en sá réttur sem slíkur er annar og oft lak- ari þegar viðkomandi vistast á heimili eða stofnun. Þá fær sú eða sá ekki lengur hjálpartæki gegnum Tryggingastofn- un ríkisins sem aðrir heldur ber við- komandi stofnun að sjá hér um. Stofnanirnar telja sig svo oft enga fjármuni fá til þessara kaupa og af skapast vandi sem ekki fer fram hjá þeim sem á þurfa að halda. Öryrkja- bandalagið á einmitt nú í viðræðum við stjórnvöld um einhverja þá breyt- ingu til batnaðar, sem bætt fái réttar- stöðu þessa fólks. Þannig mætti utan enda telja mál sem á þarf að taka og verið er að vinna að. Við höfum hins vegar kosið það að fara ekki fram með gný eða gassa, en reyna með öllum tiltækum ráðum að fá góðum málum framgengt. En eitt er alveg ljóst: Verkefnaleysið hrjáir Öryrkjabandalagið ekki. Aðalfundur Öryrkjabandalagsins verður haldinn 18. okt. nk. og daginn áður, þann 17. okt. verður haldin kjaramálaráðstefna á vegum bandalagsins. Næg eru efni hennar og eins aðalfundarins, en þar ber það þó hæst tíðinda að kosinn verður nýr formaður í stað Ólafar Ríkarðsdóttur sem tilkynnt hefur að hún gefi ekki lengur kost á sér. Þar með lýkur fjög- urra ára fjarska farsælu formanns- starfi og sannarlega eftirsjá að svo hæfum og vel gerðum formanni, sem jafnvíg hefur verið fremst í farar- broddi baráttunnar sem og ekki síður í öllum mannlegum samskiptum. Gæfa bandalagsins hefur verið sú að þar hafa valist til formennsku hæfir og vel hugsandi einstaklingar og svo mun ugglaust enn verða. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.