Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 45
þess og mun myndbandinu víða dreift. Jón Júlíusson varaformaður LHS í 4 ár var sæmdur gullmerki LHS. Starf Neistans er kynnt rækilega en svo hefur einnig verið gert hér. Að lokum er bent á að lýsið okkar blessað sé gott fyrir hjartað og kemur vonandi engum á óvart. Megin Stoð - blað MS félagsins kom út á sumardögum í rit- stjórn Páls Pálssonar á ábyrgð Odd- nýjar F. Lámsdóttur. Fögur er forsíðu- myndin sem Kristján E. Einarsson fyrrum stjórnarmaður í MS hefur tekið. Gyða J. Ólafsdóttir formaður þakkar Kristjáni einmitt vel unnin störf fyrir MS félagið og fagnar lið- sinni Garðars Sverrissonar sem nú er fulltrúi MS félagsins í stjórn Öryrkja- bandalagsins. Gyða minnir á vel- heppnaða ráðstefnu evrópsku MS félaganna hér á landi. Hlerað í hornum Georg litli fékk trommu í jólagjöf og æfði sig óspart á henni. Þegar faðir hans kom heim frá vinnu einn daginn sagðist móðirin vera orðin hrædd um að nágranninn á efri hæðinni væri heldur lítið hrifinn af trommuleiknum. Hann hefði nefnilega gefið Georg litla hníf og spurt um leið hvort hann vildi ekki vita hvað væri innan trommunni. Nemandinn hafði ekki mætt í menntaskólann í viku, en lét vita á hverjum degi að hann væri veikur. Skólastjórinn frétti hins vegar af nemandanum fullum dag eftir dag og þegar hann mætti seint og um síðir í skólann tók skólastjórinn hann á beinið og las honum pistilinn þar sem hann sagði nemandanum m.a. frá þeim fregnum sem hann hafði af honum haft. Hann endaði þrumuræðu sína á því að spyrja nemandann hvort hann héldi því enn ffam að hann hefði verið veikur. Þá ansaði nemandinn býsna borubrattur: “Víst var ég veikur. Fyrst var ég veikur í vín og svo varð ég veikur af víni”. Það fór svo að hún Anna sleit trú- lofuninni við hann Adda, en nokkru seinna sagði hún þó: “O, ég sakna nú bara hans Adda. Það var svo notalegt að hafa hann um helgar”. Hallgrímur Magnússon er í viðtali blaðsins en hafði áður flutt erindi og setið fyrir svörum á fundi félagsins. Hann er einn helsti boðberi náttúru- læknisfræðinnar - er m.a. á því að mjólk sé óholl. Hann segir t.d. að í 99% tilfella sé lyflæknisfræðin enda- leysa, lækni einkenni en ekki orsök. Hann mælir með föstu, rétt matreiðsla skipti miklu máli o.s.frv. Jákvætt hugarfar skiptir einnig mjög miklu. Svipmyndir eru frá Evrópuþinginu 16.-18. maí sl. Margrét Sigurðardóttir félagsráð- gjafi hjá MS félaginu skrifar um MS og fjölskylduna. Hún segir frá áhrif- um MS á samband hjóna en nokkuð algengt sé að fólk með MS lendi í hjónaskilnaði og þá þarf að ýmsu að hyggja til að styrkja og bæta hjóna- bandið m.a. horfast í augu við stað- reyndir, slíta ekki maka út með enda- lausu sífri og kvörtunum, sinna áhugamálum þrátt fyrir sjúkdóminn og viðhalda kynlífsþættinum. Ofverndun er mjög slæm, virkni hins MS sjúka nauðsyn. Muna þarf eftir börnunum, hjálpaþeim til að aðlagast breyttum aðstæðum, ekki íþyngja þeim með ábyrgð of mikilli t.d. með því að vera hjálparhellur. Gyða skrifar svo um norrænan MS fund í Helsinki þar sem m.a. var fróðleikur fluttur um lyfið Inter- feron beta. Ég þarf alltaf að vera að gera eitt- hvað - nefnist ljómandi viðtal við Sig- rúnu Þórarinsdóttur. Hún er kennari að mennt og hefur verið með MS frá 1985 a.m.k. og trúlega miklu fyrr. Sigrún er fjögurra barna móðir, tvö þeirra ennþá á hennar framfæri. Hún lýsir á glöggan og ljósan hátt innri baráttu sinni, er greinilega ekkert á því að gefast upp samt. Hún er á sínum lágu bótum og lága lífeyri en lætur samt enda ná saman með því að vera alltaf að spara. Sig- rún segist hafa verið í sjálfshjálpar- hópi á vegum MS félagsins sem hún segir hafa styrkt sig mjög mikið. Sigurbjörg Armannsdóttir á grein um síðasta aðalfund MS félagsins, þar sem hún segir að fram hafi farið ítar- legar umræður og málefnaleg skoð- anaskipti. Vitnar Sigurbjörg til stefnu- skrárvinnunnar hjá ÖBI þar sem hún tók virkan og vakandi þátt og vill fá hliðstæðu þeirrar vinnu í gang með haustinu hjá MS félaginu. Blaði MS félagsins lýkur svo með ljóðinu Græðarinn eftir Gyrði Elíasson. Framhald í næsta blaði Frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Avordögum síðla kom hingað tvíblöðungur, mjög snotur frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sem fjallar um breytingar á skipuriti og starfsháttum stöðvarinnar, en þær gengu að fullu í gildi 1. júní sl. Breytingarnar endurspegla m.a. að þjónustuúrræði hafa eflst utan stofnunarinnar sem og þá stefnu stjórnvalda að þjónusta við fatlaða verði felld að félagsþjónustu sveitarfélaga. Þess er vænst að nýir starfshættir skapi meiri sveigjanleika í þjónustu, öflugra samstarf við aðra og skjótari viðbrögð við tilvísunum fyrst og síðast. Starfsemi Greiningarstöðvar mun skiptast í fjögur fötlunarsvið, auk inntöku- og sameiningarsviðs, en þangað berast allar tilvísanir og þaðan svo vísað til viðkomandi sviðs. Þau eru: Fötlunarsvið I: Almennar þroskaraskanir, yngri börn. Fötl- unarsviðll: Almennar þroskaraskanir. Fötlunarsvið III: Hreyfihamlanir. Fötlunarsvið IV: Tengslahamlanir og málhamlanir. Nánar er svo rakið í tvíblöðungnum í hverju hvert fötlunarsvið er fólgið og skal ekki frekar út í það farið. Eins og menn eflaust vita heyrir Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins undir félagsmálaráðuneytið. Forstöðumaður er Stefán Hreiðarsson og Ásgeir Sigurgestsson er framkvæmdastjóri. Um leið og þessari litlu kynningu er hér á framfæri komið er Greiningarstöðinni árnað árangurs góðs af þessari skipulagsbreytingu svo og velfarnaðar í mikilvægu starfi. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.