Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.1997, Page 36
Magnús Einarsson: HUGARBURÐUR Tileinkað bjartri minningu Þórðar Möller fv. yfirlæknis á Kleppi Lítill drengur sat í fangi gamla mannsins og þeir hlustuðu saman á tónlist í herberginu. Plötusafnið var mikið og antikhús- gögnin ásamt gömlum bókum í viðar- hillum áttu vel við barokktónlistina. Fyrir utan var Kleppur og falleg tré. Gamli maður- inn sagði sögur sem spönnuðu all- an heiminn og drengurinn spurði látlaust spurninga sem vöktu ánægju gamla mannsins svo það kurraði í honum. Hann hafði djúpa fallega rödd. Drengurinnstóðupptilaðsnúa við plötu og spurði um leið hvort þeir gætu flogið til Mars. Gamli maðurinn tók til við að setja saman geimskutlu í orðum og drengurinn bætti ýmsu við og settist aftur íkjöltu hans. Þeir tlugu um undirheima sem báðir voru sann- færðir um að væru jafn lifandi þeim og orðin sem streymdu fram í leik þeirra. “Komdu strákur”; hjarta stráksins tók kipp og hann hljóp til mömmu sinnar. “Ætlarðu ekki að kveðja með kossi?” spurði mamma brosandi. Drengurinn hljóp til þess gamla og kyssti hann bless. Hann vissi að hugir þeirra héldu áfram að starfa saman og oft fannst honum eins og þeir hugsuðu alltaf í takt; þrátt fyrir fjarlægðina. Allan tímann á leiðinni heim velti strákurinn fyrir sér geimskutl- unni og foreldrar hans voru hissa á honum. “Þetta er nú meira hugarflug- ið”, tautaði mamma hans. Drengurinn átti ekki svona herbergi heima hjá sér og var alltaf úti að leika sér með félög- um sínum. Hann vissi að hann og gamli maðurinn voru þeir einu sem skildu hugarburðinn og að kannski var allt satt sem til var í huganum. Dreng- urinn var glaður og hann vissi að hugsun sem var lifandi og tautaði “kúturinn" varkannski gamli maður- inn þó hann væri langt í burtu. Dagar og ár liðu en ferðum hans að Kleppi til gamla mannsins fækkaði og eitthvað hvísl og laumuspil fór vaxandi, honum fór að líða illa. Þor- lákur er veikur, hann fer bráðum að deyja, sagði mamma hans honum. Drengurinn hafði séð fyrir sér eitt- hvert ský í huga gamla mannsins. Hann vildi fara til hans. Foreldrar hans fóru með hann. Hann gekk til hans að rúminu og gamli maðurinn brosti og tók báðum höndum um útrétta hönd hans. “Þú verður mikill maður”; sagði Þorlákur en strákurinn gat ekkert sagt og þagði. Þegar Þorlákur dó og var jarðsettur sat drengurinn einn heima hjá sér og hlustaði á Bach í stofunni og hugsaði grátandi að nú ætti hann ekkert her- bergi. Sársaukinn var aldrei raunveruleg- ur en sveið hægt og eiginlega var einsog ekkert hefði skeð eða einsog hver annar þröstur hefði dáið. Það komu stundir þegar sársaukinn sveið drenginn þegar hann var einn. En alltaf lifði hugsunin. Hún gerði vart við sig einsog úr öðrum heimi: “kút- urinn” og það var svo mikil dýpt. Drengurinn lifði lífinu einsog sofandi. Hann hætti t.a.m. að vera góður í skóla og brosið á andliti hans fölnaði með árunum. Hann saknaði gamla manns- ins og herbergisins. Kannski kæmi hann einsog vinur að handan í nýtt herbergiefhannhlustaðiáBach. Það hvfldi alltaf sofandaháttur yfir drengn- um rétt einsog skýið sem hann sá fyrir sér yfir höfði þess gamla. Hann glímdi við bækur, konur, tónlist þó ekki væri nema til að vakna en þá var einsog alltaf væri veggur sem mætti honum; gamli maðurinn var dáinn. Kannski er hann ekki alveg dáinn; kannski vakir ára hans yfir mér, samt er einsog ég hafi sofnað við dauða hans? hugsaði hann en fannst samt einsog þetta væri bæði skrítið og svolítið óraunverulegt. Ungi maðurinn fékk loks herbergi með klassískri tónlist og honum leið mun betur og drakk í sig tónlist og hugsanirnar flugu hratt um heila hans. Kannski væri hægt að ímynda sér geimskutlu sem færi hraðar en allt stjarnkerfið og þá mundi gamli mað- urinn vakna. Hann vissi að þesskonar hugarburður yrði dásamlegur. Magnús Einarsson er rithöfundur og býr hér í Hátúnshúsunum. Aðalfundur og kjararáðstefna Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands verður haldinn laugardaginn 18. okt. og að vanda munu þar mörg mál til umfjöllunar verða m.a. skipulagsmál bandalagsins sem nú eru til sérstakrar skoðunar. Þá eru kjaramál sem fyrr í brennidepli og tryggingamálin almennt í leiðinni, en nú virðist enn einu sinni borin von að nokkuð gerist í endurskoðun almannatryggingalaga svo bráðbrýn sem hún óneitanlega er. En kjaramálin verða einnig krufin til mergjar á sérstakri ráðstefnu sem haldin verður daginn fyrir aðalfund, föstudaginn 17.okt. þar sem fengnir verða hinir fróðustu framsögumenn til að reifa og ræða kjaramálin í víðastri merking. Aherslan á þessi mál nú er eðlileg, enda kjara- og réttindabaráttan ævarandi viðfangsefni hjá örorkulífeyrisþegum sem öðrum hópum samfélagsins. Er vonandi að af þessum tveim samkomum bandalagsins verði árangur sem erfiði. H.S. Magnús Einarsson. 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.