Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 4
Mér finnst þörf á að
taka alvarlega á
þessu máli og sérstakt að
það hafi ekki verið gert
löngu, löngu fyrr.
Sveinn Óskar
Sigurðsson,
bæjarfulltrúi
Miðflokksins
Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra
tók sæti í ráð-
gjafaráði
sem nefnist
Progressive
International.
Um er að ræða
nýtt alþjóðlegt
bandalag vinstri
hreyfinga um allan heim. Í
ráðinu sitja stjórnmálamenn,
aðgerðasinnar og fræðimenn
frá öllum heimshornum. Meðal
þeirra eru Noam Chomsky,
Naomi Klein, Arundhati Roy,
Yanis Varoufakis og Fernando
Haddad.
Daði Freyr
tónlistarmaður og
Eurovision-fari
vann Euro-
vision-keppni
Svía sem haldin
var í vikunni.
Söngvakeppnin
átti að fara fram á
laugardag en var blásin af vegna
COVID-19. Daði hlaut milljón
atkvæði sem er þó nokkur sárabót
fyrir að fá ekki að stíga á svið í
Rotterdam eins og til stóð.
Sigurður Tómas
Magnússon
dómari við Landsrétt
hefur verið skip-
aður dómari
við Hæstarétt
Íslands frá 18.
maí næstkom-
andi. Hann var
metinn hæfastur
umsækjenda um
embætti dómara við
Hæstarétt að mati dómnefndar
sem skilaði niðurstöðu sinni í
síðustu viku.
Þrjú í fréttum
Ráðgjafarráð,
Hæstiréttur og
Eurovision
TÖLUR VIKUNNAR 10.05.2020 TIL 16.05.2020
38%
Íslendinga ætla að versla meira
við íslensk fyrirtæki en áður,
samkvæmt könnun Zenter.
4,5
trilljónum Bandaríkjadala
hafa þjóðir heims varið í
aðgerðapakka.
39
milljónir króna er kostnaður
Ísafjarðarbæjar af snjóflóðunum
sem féllu á Flateyri.
96%
afgreiddra umsókna frá
fyrirtækjum um greiðslufrest
á lánum hafa verið samþykkt.
25
prósenta aukning á að verða á
innlendri framleiðslu á grænmeti
á næstu þremur árum.
ÁRA5ÁBYRGÐUMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.FIATPROFESSIONAL.IS • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
FIAT HÚSBÍLAEIGENDUR
ER HÚSBÍLLINN ÞINN KLÁR FYRIR SUMARIÐ?
BJÓÐUM UPP Á SMURÞJÓNUSTU OG LÉTTA ÁSTANDSSKOÐUN FYRIR SUMARIÐ:
• SJÓNSKOÐUN Á BREMSUKERFI OG UNDIRVAGNI
• LJÓS YFIRFARIN
• ÁSTAND HJÓLBARÐA METIÐ OG LOFTÞRÝSTINGUR MÆLDUR
• ÞURRKUR OG RÚÐUSPRAUTUR YFIRFARNAR
• ÁSTAND KÆLIKERFIS METIÐ
• HLEÐSLA RAFKERFIS MÆLD.
ALLIR VINNA – ENDURGREIÐSLA Á VSK Á VINNULIÐ AÐ LÁGMARKSUPPHÆÐ 25.000 KR. ÁN VSK.
HEILBRIGÐISMÁL Asbest fannst á
þremur stöðum í Varmárskóla í
Mosfellsbæ við athugun í vetur.
Annars vegar í tveimur sólbekkjum
í gluggum og hins vegar í ysta lagi
gólfklæðningar. Samkvæmt skýrslu
Skimu, sem skoðaði skólann, er
ekki talin þörf á að fjarlægja gólf-
klæðninguna þar sem hún sé ekki
aðgengileg að utan, en mælst er til
þess að sólbekkirnir verði fjarlægðir.
Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjar-
fulltrúi Miðf lokksins, fór þess á
leit að könnun yrði gerð á asbesti
í opinberum byggingum, sérstak-
lega leik- og grunnskólum. En bor-
ist hafði erindi frá íbúa um asbest í
Varmárskóla, þegar þar voru nýlega
gerðar framkvæmdir vegna myglu.
Skima skoðaði húsnæði í alls níu
byggingum. Asbest fannst á þremur
stöðum í Varmárskóla. Hinar bygg-
ingarnar voru asbestlausar, til
dæmis leikskólarnir Hlíð og Hlað-
hamrar, íþróttamiðstöðin að Varmá
og Bæjarleikhúsið.
Asbest, sem er samheiti yfir
nokkrar steintegundir sem mynda
þráðkennda kristalla, var bannað á
íslandi árið 1983, með undantekn-
ingum, vegna þess að það telst afar
heilsuspillandi.
Asbest brotnar auðveldlega niður,
og myndar ryk í nálaformi sem fest-
ist í lungum við innöndun. Skaðinn
kemur oft fram áratugum síðar,
meðal annars sem lungnakrabba-
mein, f leiðrukrabbamein eða stein-
lunga, og getur leitt til dauða.
Ástæða erindis íbúans var dóms-
mál er varðaði asbest í Varmár-
skóla. Ekkja manns sem lést árið
2006 krafðist 7 milljóna króna
bóta frá Mosfellsbæ, Kjósarhreppi
og íslenska ríkinu fyrir dómstólum,
vegna þess að hann hafði verið lát-
inn saga og sníða asbestplötur fyrir
skólann sem lærlingur árið 1975.
Árið 2009 úrskurðaði héraðs-
dómur og taldi að vissulega hefði
hinn látni þarna komist í tæri við
asbest og að það hefði leitt hann
til dauða. En sýknaði sveitar-
félögin og ríkið á grundvelli þess
að hættan hafi ekki verið mönnum
kunn á þeim tíma. Hæstiréttur
taldi hins vegar vitnisburð læknis
ekki næga ástæðu til að sýna fram
á orsakasamhengi þessarar til-
teknu vinnu og sjúkdómsins sem
leiddi umræddan mann til dauða,
og sýknaði einnig.
Sveinn telur mikilvægt að kort-
leggja nákvæmlega hvar asbest sé
og að allir séu upplýstir. „Mér finnst
þörf á að taka alvarlega á þessu máli
og sérstakt að það hafi ekki verið
gert löngu, löngu fyrr,“ segir hann.
„Starfsfólk þarf að vera vel upplýst
um þetta því eins og mér skilst þá
má ekki einu sinni negla nagla í
veggi með asbesti.“
En samkvæmt skýrslu Skimu var
hoggið upp úr sólbekkjum á tveim-
ur eða þremur stöðum. Ekki er vitað
hvenær það gerðist en við loft- og
stroksýnatökur fundust ekki merki
um asbest í starfsmannarými. Telur
Sveinn eðlilegt að heilbrigðiseftir-
litið hafi aðkomu að málinu.
„Samkvæmt þeim leiðbeiningum
sem bæði Vinnueftirlitið og Skima
hafa veitt Mosfellsbæ er óhreyft eða
innpakkað asbest ekki hættulegt og
notkun á húsnæði þar sem þannig
háttar til óhætt,” segir Haraldur
Sverrisson bæjarstjóri.
„Umhverfissvið Mosfellsbæjar
hefur hins vegar lagt til, og bæjar-
ráð staðfest þá tillögu, að umrætt
byggingarefni verði fjarlægt af verk-
tökum sem uppfylla skilyrði Vinnu-
eftirlitsins til þess háttar vinnu og
verður verkið unnið nú í sumar.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Asbest fannst í sólbekkjum
og klæðningu í Varmárskóla
Við athugun á níu byggingum Mosfellsbæjar í vetur fannst asbest á þremur stöðum í Varmárskóla, í
gólfklæðningu og sólbekkjum. Bekkirnir verða fjarlægðir í sumar, en högg sást á þeim á stöku stað. Árið
2009 var rekið dómsmál um hvort asbestvinna í skólanum hefði valdið dauða manns áratugum síðar.
Asbest fannst í sólbekkjum og í gólfklæðningu skólans. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð