Fréttablaðið - 16.05.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 16.05.2020, Síða 8
Ég er alveg sann- færð um að ráð- herra vilji leysa þessi mál. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar AKUREYRI Ágreiningurinn um rekstur hjúkrunarheimila á Akur­ eyri heldur áfram. Ríkið krefst þess af bænum að hann ábyrgist rekstur hjúkrunarheimilis í Lögmannshlíð sem stendur til að byggja, ellegar verði það ekki byggt. Bæjarstjórn stendur fast á kröfu sinni um að ríkið beri ábyrgð á rekstrinum, sem og öðrum hjúkrunarheimilum, sem bærinn hyggst hætta að koma að. Ásthildur Sturludóttir bæjar­ stjóri segir ríkið setja þessi skilyrði í alla nýja samninga. Í yfirlýsingu bæjarráðs er ríkið því sagt mismuna íbúum, því ef sveitarfélög fallist ekki á að taka á sig reksturinn falli þjónustan niður. Mikill hallarekstur hefur verið á hjúkrunarheimilum bæjarins, þrátt fyrir að ekki sé verið að veita þjónustu umfram þjónustulýsingu. Nægt fjármagn berist ekki frá rík­ inu, sem lagalega beri ábyrgð á rekstrinum. Samkvæmt Ásthildi er ennþá samtal í gangi á milli ráðuneytisins, framkvæmdasýslunnar og Akur­ eyrarbæjar um þetta mál. Segir hún best að þetta mál leysist f ljótlega svo hægt sé að koma hjúkrunar­ heimilinu í hönnunarsamkeppni og útboð. Engin tímamörk hafi þó verið ákveðin. „Þetta er okkar afstaða og við erum stíf á henni,“ segir Ásthildur. „Ég er alveg sannfærð um að ráð­ herra vilji leysa þessi mál.“ – khg Gera kröfu um að Akureyri ábyrgist rekstur nýs heimilis Ásthildur Sturludóttir segir ríkið bera ábyrgð á rekstri hjúkrunarheimila. Forsetaefni með víðtæka reynslu Ég býð mig fram til forseta Íslands sem forseti allra Íslendinga, en ekki sem hagsmunaaðili stórfyrirtækja eða stjórnmálaflokka. Er það mín ósk að þetta embætti sé notað á þann hátt að forseti geti fært valdið til þín í umdeildum málum. Framboðið mitt er kostað af mér og þigg ég enga styrki en þarf nauðsynlega á meðmælum að halda svo það geti orðið af því. Nú þarf ég að safna meðmælendum hratt og hef til þess nokkra daga, fram að miðnætti 19. maí. Það er gert í gegnum kosningakerfi á www.skra.is. Notast er við rafræn skilríki eða Íslykil. Magnús Ingberg Jónsson Skráðu þig sem meðmælandi á skra.is VESTMANNAEYJAR Bæjarráð Vest­ mannaeyja skorar á stjórn Heil­ brigðis stofnunar Suðurlands, HSU, að draga áform sín um að segja upp fólki og nota aðkeypta ræstingu, til baka. Framkvæmdastjórn HSU, að und­ an skildum forstjóra, mætti á fund bæjarráðs á fimmtudag til að gera grein fyrir málefnum stofnunarinn­ ar og sér í lagi áhrifum af ákvörðun yfir stjórnarinnar um aðkeypta ræstingu. „Það er nöturlegt til þess að hugsa að á sama tíma og atvinnuleysi eykst á Íslandi í kjölfar heimsfarald­ urs Covid, skuli forsvarsmenn HSU áforma að segja upp starfs­ fólki í ræst ingu við stofnunina í Vestmanna eyjum, sem unnið hefur undir miklu álagi á undanförnum mán uðum. Það eru kaldar kveðjur í ástandinu sem ríkir í samfélaginu á sama tíma og sveitarfélagið hefur markvisst unnið að því að tryggja störf og koma til móts við bæjarbúa, t.a.m. með frestun gjaldheimtu. Þar að auki hafa aðgerðapakkar ríkis­ stjórnarinnar miðað að því að verja störf, einkum og sér í lagi kvenna­ störf,“ segir í niðurstöðu bæjarráðs. – bb HSU segir upp ræstingafólki Vestmannaeyjar í góðu veðri. Þetta myndi hafa bein áhrif á ferða- þjónustu og tekjuflæði inn í landið. Leifur B. Dagfinnsson, framkvæmda- stjóri True North COVID -19 Íslenskir kvikmynda­ f ramleiðendur leg g ja t il v ið atvinnuvega­ og nýsköpunarráðu­ neytið að endurgreiðsla vegna kvik­ myndagerðar hækki tímabundið úr 25 prósentum í 35 prósent vegna COVID­19. Þórdís Kolbrún R. Gylfa­ dóttir, iðnaðar­ og nýsköpunarráð­ herra, segir forgangsatriði að geta svarað eftirspurn. Leifur B. Dagfinnsson, fram­ kvæmdastjóri True North, segir að hækkun á endurgreiðslum myndi bæði f lýta fyrir ákvörðunum erlendra framleiðenda um að koma með verkefni til Íslands og hafa bein áhrif á ferðaþjónustu á Íslandi. „Hækkun á endurgreiðslum myndi auka samkeppnishæfi okkar og við værum að markaðssetja land­ ið á mjög góðan og öflugan hátt, án þess að leggja í beinan kostnað.“ Laufey Guðjónsdóttir, forstöðu­ maður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, segir að hækkun yrði grein­ inni tvímælalaust til framdráttar. „Erlendir aðilar vita af mikilli fagmennsku íslensks kvikmynda­ gerðarfólks, innviðir eru góðir og auðvelt að nálgast stórkostlega tökustaði, auk þess sem nú er starf­ rækt kvikmyndastúdíó sem upp­ fyllir alþjóðlegar kröfur,“ segir hún. Leifur segir áhuga erlendra fram­ leiðenda á að koma til Íslands og taka upp kvikmyndir í stúdíói vera að aukast. „Þá myndi hópurinn koma og vera hér við tökur í kannski sjö vikur, í stað þess að dvelja í eina viku. Þetta myndi hafa bein áhrif á ferðaþjónustu og tekjuflæði inn í landið,“ segir Leifur. „Það er allt búið að vera stopp í framleiðsluvélinni, svo það er farið að vanta efni á veiturnar þannig að öll stúdíó í nágrannalöndum okkar eru yfirfull og framleiðendur þurfa að komast einhvers staðar að þar sem er góð þjónusta, fagfólk og góð endurgreiðsla. Þannig getum við stækkað þennan iðnað hérna á Íslandi,“ segir Leifur. Í svari ráðherra við fyrirspurn Frétt ablaðsins um mög u lega hækkun endurgreiðslna, segir að ívilnunarkerfið hér sé vel sam­ keppnishæft. „Besta sönnun þess er sú gífurlega eftirspurn sem er eftir þátttöku í því. Síðasta ár var þann­ ig algjört metár og sá áhugi virðist ekkert vera að dvína, nema síður sé. Öf lug innlend þjónustufyrirtæki hafa leikið þarna lykilatriði,“ segir Þórdís Kolbrún. „Opnun okkar á landinu þrátt fyrir Covid og lækkun á gengi krónunnar eru svo tveir þættir til viðbótar sem styrkja samkeppnis­ stöðu okkar enn frekar. Við erum því í sterkri stöðu til að nýta þessi dýrmætu tækifæri.“ Laufey segir að þrátt fyrir áhuga erlendra framleiðenda á Íslandi sé mikilvægt að vera samkeppnishæf. „Við mat á hvar á að taka upp er litið til kostnaðar og fyrirgreiðslu, samanber endurgreiðslur, og mjög víða eru lönd að bjóða hærri, og jafnvel mun hærra en 25 prósent, svo þetta myndi bæta samkeppnis­ stöðuna mjög mikið. Þótt krónan sígi þessar vikurnar er landið alltaf tiltölulega dýrt í samanburði við flest önnur lönd,“ segir Laufey Guð­ jónsdóttir. birnadrofn@frettabladid.is Auki fjárstyrki til kvikmynda Kvikmyndaframleiðendur vilja hækkun endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar til að auka samkeppnis- hæfi Íslands. Ráðherra segir landið samkeppnishæft og að forgangsatriði sé að geta svarað eftirspurninni. Kvikmyndagerðarmenn vilja nú fá 35 prósenta endurgreiðslu frá ríkinu. 1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.