Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 26
RÉTT FYRIR JÓL GREIND-
IST PABBI MINN MEÐ
ALVARLEGT KRABBAMEIN,
EN HANN ER AÐEINS 57
ÁRA GAMALL OG ÞVÍ VAR
ÞAÐ MIKIÐ ÁFALL.
Þau Ása Berglind og sambýlismaður hennar Tómas Jónsson tón-l i st a r m aðu r höf ðu ákveðið að gifta sig nú í sumar og halda enn í
vonina, þrátt fyrir að fjölmörg pör
hafi frestað stóra deginum. Þau ætla
aðeins að sjá hvernig mál þróast og
hafa sínar ástæður fyrir því.
„Rétt fyrir jól greindist pabbi
minn með alvarlegt krabbamein,
aðeins 57 ára gamall. Það ýtti við
okkur, því lífið er jú bara akkúrat
núna. Þar að auki get ég ekki hugsað
mér að gifta mig án þess að hafa
pabba minn með og eins og þetta
leit út til að byrja með, þá vorum
við ekki sérlega bjartsýn. En það er
gaman að segja frá því að við feng-
um stórkostlegar fréttir í lok apríl,
þegar niðurstöður úr rannsóknum
sýndu að hann er að svara lyfja-
meðferð mjög vel, svo nú horfum
við bjartari augum fram á veginn,“
segir Ása einlæg.
En það er skammt stórra högga
á milli og í lok mars missti Ása
vinnuna.
„Það má segja að ég og maður
minn höfum strax fundið fyrir
efnahagslegum áhrifum COVID.
Hann er sjálfstætt starfandi tón-
listarmaður og missti öll sín verk-
efni strax í lok febrúar og sér ekki
fyrir endann á því. Ég var að vinna
á fallegum veitingastað í Þorláks-
höfn við markaðsmál og tónleika-
hald, en var sagt upp í lok mars. Það
er alveg sérstök tilfinning að missa
vinnuna og vondur staður að vera á,
sérstaklega þegar ástandið er eins
og það er.“
Auðvitað græja ég þetta bara
Ása Berglind Hjálmarsdóttir sneri vörn í sókn þegar hún missti vinnuna í mars og hefur sett í loftið vefsíðuna
tofrandibrudkaup.is þar sem hún býður upp á þjónustu fyrir þá sem eru í brúðkaupshugleiðingum.
Ása Berglind og sambýlismaður hennar ákváðu að bíða ekki með brúðkaupið, þegar faðir Ásu greindist með alvarlegt krabbamein rétt fyrir síðustu jól. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
10 ráð frá Ásu fyrir verðandi brúðhjón
n Það er æskilegt (ekki
lífsnauðsynlegt
þó) að gefa sér að
minnsta kosti 6-12
mánuði í undirbún-
ingstíma.
n Búið til kostnaðar-
áætlun og fylgist með
því sem þið eruð að
eyða. Þetta safnast
fljótt saman.
n Brúðarkjóla og sér-
hannaðan fatnað þarf
oft að panta með
að minnsta kosti 6
mánaða fyrirvara,
stundum fyrr, til að
vera 100% örugg um
að fá það sem ykkur
langar mest í.
n Nýtið ykkur íslenska
þjónustuaðila. Oft er
ekkert mikið ódýrara
að panta á erlendum
síðum þegar öll gjöld
eru komin ofan á.
n Kaupið notað eins og
hægt er.
n Matur er manns gam-
an. Matur getur verið
alls konar og engin
ein leið er rétt, bara
hafa nóg af honum
og passa að það séu
góðir valmöguleikar
fyrir vegan fólk.
n Fáið aðstoð! Og ekki
gleyma að undirbúa
niðurtekt í veislusal
ef hún er á ykkar
vegum.
n Munið að njóta
ferðalagsins. Undir-
búningurinn er líka
skemmtilegt ferli og
stór hluti af þessum
tímamótum, verið
saman í því ferli og
hafið gaman að því.
n Bókið tíma fyrir
ykkur saman í spa
eða eitthvert dekur í
vikunni fyrir brúð-
kaupið. Andið, njótið
og leyfið ykkur að
hlakka til.
n Sama hvernig allt
fer þá verður þetta
töfrandi og ógleym-
anlegur brúðkaups-
dagur, treystið því og
þá þarf enginn að fara
yfir um.
Umboðsmennska og tónleikar
Ása stundar mastersnám í menn-
ingarstjórnun við Háskólann á Bif-
röst, en áður hafði hún lokið tón-
listarnámi frá Listaháskólanum
og hefur mestmegnis starfað á því
sviði. „Ég hef frá árinu 2012 verið
umboðsmaður og tónleikahaldari
og unnið með frábæru fólki við að
setja upp metnaðarfulla viðburði,
sem er með því skemmtilegra sem
ég geri.“
En að brúðkaupsskipulaginu,
hugmyndina að þjónustunni segir
Ása hafa komið upp þegar þau
hjónaleysin ákváðu að gifta sig.
„Ég fór þá á internetið í leit að
upplýsingum. Ég var að vonast til
að finna síðu sem myndi leiðbeina
og veita mér innblástur, því brúð-
kaup er alveg sérstakur viðburður.
Okkur langar að fagna þessum
degi með stórum hópi vina og ætt-
ingja og það er í virkilega mörg
horn að líta í undirbúningnum. Ég
fann margar erlendar síður með
skemmtilegum sögum, prakt-
ískum upplýsingum, gullfallegum
myndum sem veittu mér mikinn
innblástur og hugsaði oft: Af hverju
í ósköpunum er enginn búinn að
gera þetta á Íslandi?
Svo bara kviknaði á perunni –
auðvitað græja ég þetta bara og býð
þá að auki upp á eigin þjónustu.
Þegar ég svo missti vinnuna mynd-
aðist tími og rými til að hrinda
þessu í framkvæmd.“
Vefurinn tofrandibrudkaup.is er
nú kominn í loftið en þar er að finna
praktískar og skemmtilegar upp-
lýsingar sem tengjast brúðkaupum
og undirbúningnum öllum, bæði í
bloggi og hlaðvarpi. „Í hlaðvarpið
fæ ég til mín fagaðila sem munu
fræða, gefa góð ráð og segja sögur
úr brúðkaupsbransanum, og á
blogginu verða ýmsar praktískar
upplýsingar og sögur frá íslenskum
brúðhjónum, svo eitthvað sé nefnt.“
Ása ætlar jafnframt að gefa
þjónustuaðilum; ljósmyndurum,
veisluþjónustum, verslunum, tón-
listarfólki og f leirum, kost á að
koma sér á framfæri. „Síðast en
ekki síst er ég með ólíkar þjónustu-
leiðir fyrir tilvonandi brúðhjón, allt
frá litlum skipulagspakka fyrir þau
sem vilja gera allt sjálf og upp í það
að sjá alfarið um skipulag og fram-
kvæmd brúðkaupsins. Þar að auki
býð ég upp á að útbúa heimasíður
sem margir nota orðið í staðinn
fyrir, eða með fram, boðskortum.“
Mikilvægt að
halda geðheilsunni
Ása viðurkennir að það sé sérstök
tilfinning að opna viðburðaþjón-
ustu í miðju samkomubanni. „Fyrir
mig persónulega gefur það mér til-
gang, jafnvel þó ég viti að það muni
örugglega líða svolítill tími þar til
ég fer að fá tekjur úr þessu verkefni.
Auðvitað er þetta gríðarlega erfiður
tími fyrir fyrirtæki sem veita þjón-
ustu á viðburðum, en á sama tíma
má vonandi reikna með því að það
verði tvöfalt meira að gera næsta
sumar. Eins er rétt að hafa í huga
að þau sem ætla að gifta sig næsta
sumar eru farin, eða fara mjög fljót-
lega, af stað í að undirbúa sig og
bóka hitt og þetta. Svo það er von.“
Aðspurð um algengustu mis-
tökin sem brúðhjón geri segir Ása
það vera að ætla sér að gera allt sjálf.
„Það er virkilega mikilvægt að halda
geðheilsunni og vera ekki farin yfir
um af stressi þegar dagurinn kemur
loks, svo það er nauðsynlegt að fá
aðstoð. Að virkja fjölskyldu og vini
og ráða inn fagaðila í ólík verkefni
og gæta þess að úthluta verkefnum
á skipulagðan hátt.“
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð