Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 36
Sótt er um rafrænt á www.slipp.is
Umsóknarfrestur er til 25. maí 2020
Nánari upplýsingar veitir:
Kristján Heiðar Kristjánsson
Netfang: khk@slipp.is
eða í síma: 460 2900
Stálsmiðir
Starfssvið stálsmiða:
· Nýsmíði
· Stálviðgerðir skipa
· Almenn plötu-, stál- og rörasmíði
Vélvirki
Starfssvið vélvirkja:
· Vélaviðgerðir skipa
· Þrýsti- og vökvalagnir
· Uppsetning vélbúnaðar
· Aðrar tilfallandi vélaviðgerðir
Við óskum eftir að ráða til starfa vélvirkja og stálsmiði
Við erum að leita!
Slippurinn Akureyri er leiðandi fyrirtæki á sviði málmiðnaðar á Íslandi og býður hei-
ldarlausnir í málmiðnaði og véltækni með sérhæfingu í endurnýjun og viðhaldi á
skipum, ásamt hönnun og framleiðslu á vinnslubúnaði fyrir sjávarútveg.
Slippurinn leitast við að vera eftirsóknarverður vinnustaður, þar sem fyrsta flokks
fagleg þekking og þjónustuvilji fara saman.
Markmið mannauðsstefnu fyrirtækisins er að starfsmenn njóti jafnréttis og öðlist
faglegan þroska í starfi þar sem styrkleikar hvers og eins fái notið sín.
Menntunar- og hæfniskröfur:
· Sveins- eða meistarabréf í viðkomandi iðngrein
· A.m.k. 5 ára reynsla í greininni
· Faglegur metnaður og öguð vinnubrögð
· Stundvísi og áreiðanleiki
· Frumkvæði, sjálfstæði og útsjónarsemi í vinnubrögðum
· Sterk öryggisvitund
· Lipurð í mannlegum samskiptum
Naustatanga 2 600 Akureyri Sími 460 2900 slipp@slipp.is www.slipp.is
Við leitum að öflugum einstaklingi og traustum liðsfélaga í starf fjármálastjóra Daga.
Fjármálastjóri ber ábyrgð á stjórnun og rekstri fjármálasviðs, þjónustu þess og virkni. Fjármálastjóri heyrir
undir forstjóra, situr í framkvæmdastjórn og tekur virkan þátt í að þróa þjónustuna að þörfum viðskiptavina
og félagið að nýjum viðskiptatækifærum.
Fjármálasvið heldur utan um fjármál og fjármálagerninga félagsins. Greinir og miðlar upplýsingum til
stjórnenda sem gefa glögga mynd af rekstri, fjárhag og horfum félagsins á hverjum tíma og framvindu lykil
áhersluþátta og verkefna.
Fjármálastjóri (CFO)
Meginverkefni fjármálasviðs
• Reikningshald – Stýring og eftirlit með færslu
bókhalds, skattaskilum, mánaðarlegum uppgjörum,
árshluta uppgjörum og gerð ársreikninga.
• Fjárstýring – Reikningagerð, innheimtur, greiðslur,
dagleg lausafjárstýring og samskipti við lánastofnanir
vegna fjármögnunar. Umsjón með rekstrar- og
fjármögnunarleigusamningum, samningum við birgja
og samræmdum innkaupum.
• Launavinnsla – Launavinnsla, útgreiðsla launa, skil á
sköttum, gjöldum og lífeyrissjóðsgreiðslum. Greining
og yfirlit á launum, veikindum, frítöku ásamt vöktun,
greiningu og eftirliti vegna jafnlaunastefnu.
• Leiðsögn og miðlun – Greining og miðlun rekstrar-
tengdra upplýsinga, áætlanagerð, eftirlit og vöktun á
mælikvörðum og skýrslugjöf til stjórnar og stjórnenda.
Greining, umbætur og eftirlit með helstu ferlum
er varða rekstur og fjármál. Rekstur, viðhald og
framþróun grunn upplýsingakerfa til samræmi við þarfir
starfseminnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Viðskipta- eða rekstrarmenntun á háskólastigi
• Góð samskiptafærni og leiðtogahæfileikar
• Yfirsýn, greiningarhæfni og nákvæmni
• Stjórnunar- og rekstrarreynsla
• Framsýni, skipulagshæfileikar, drifkraftur og seigla
• Haldgóð þekking og reynsla af reikningshaldi og fjárstýringu
• Brennandi áhugi og metnaður fyrir umbótum og starfrænni
umbreytingu í starfseminni
Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.
Sótt er um starfið á vef Capacent,
capacent.com/s/25353
Umsóknarfrestur er til og með 25. maí 2020.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar
sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Hjaltason
(hilmar.hjaltason@capacent.is)
VIRÐING - FRUMKVÆÐI - ÁBYRGÐ - GÆÐI
Starfsfólk Daga telur um 800 einstaklinga og nemur ársvelta félagsins um 5 milljörðum kr.
Dagar eru leiðandi fyrirtæki í ræstingaþjónustu, fasteignaumsjón og tengdri þjónustu við fyrirtæki
og stofnanir. Starfsemin teygir anga sína víða um land. Dagar eru með starfsstöðvar á Akureyri,
Selfossi og í Reykjanesbæ auk höfuðstöðva í Garðabæ. Hjá Dögum starfar öflugur
hópur fólks sem nýtir hugvit sitt og verkvit til að létta viðskiptavinum sínum lífið.
Gildin okkar eru virðing, frumkvæði, ábyrgð og gæði.