Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 71

Fréttablaðið - 16.05.2020, Page 71
Minjasafn Austurlands á Egilsstöðum, Tækni-minjasafn Austurlands á Seyðisfirði og Sjóminjasafn Austurlands á Eskifirði ásamt Gunnarsstofnun, menningar- og fræðasetri á Skriðuklaustri í Fljóts- dal, leiddu samstarfsverkefnið Austfirskt fullveldi – sjálf bært fullveldi í tilefni af 100 ára afmæli fullveldis Íslands. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safnstjóri Minjasafns Austurlands, segir hugmyndina að sýningunni hafa kviknað þegar Austurbrú, þverfagleg stofnun í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, rannsókna og menntunar í fjórðungnum, kallaði saman fólk úr menningargeir- anum til að ræða hvernig ætti að halda upp á tímamótin á Austur- landi. „Söfnin á svæðinu voru áhuga- söm um að standa fyrir við- burði í tengslum við tímamótin. Niðurstaðan varð sú að þau, ásamt Gunnarsstofnun, myndu samein- ast um sýningu í tilefni afmælisins en Austurbrú myndi sjá um verk- efnastjórn og halda í alla þræði,“ segir Elsa. Á sýningunni var frumlegum aðferðum beitt til að skoða og skapa umræðu um hugtökin full- veldi og sjálf bærni út frá aðstæð- um barna. Kjarninn var fjórskipt sýning, sem sett var upp á þessum söfnum og Gunnarsstofnun. Á hverjum stað voru tvö börn í forgrunni, annars vegar barn frá árinu 1918 og hins vegar barn af sama kyni og á sama aldri árið 2018. Aðstæðum barnanna var lýst í fyrstu persónu frásögnum þar sem komið var inn á mismunandi málefni sem tengjast heimsmark- miðum Sameinuðu þjóðanna um sjálf bæra þróun, svo sem fátækt, hungur, heilsu, menntun, jafnrétti, aðgang að vatni, sjálf bæra orku, atvinnumöguleika og nýsköpun. Sýningin var opnuð þann 17. júní árið 2018 og stóð yfir fram á haustið. Þann 1. desember sama ár var hún sameinuð á einum stað í Menntaskólanum á Egilsstöðum í tengslum við fullveldishátíðar- höldin fyrir austan. „Sögurnar voru frumsamdar en byggðar á heimildum á aðstæðum barna þá og nú. Þær voru mynd- skreyttar með ljósmyndum sem voru annars vegar af barni í nútím- Sjálfbærni með augum barna Í tilefni fullveldisafmælisins 2018 skoðuðu Austfirðingar líf barna nú og fyrir 100 árum út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á frumlegri og fróðlegri sýningu. Elsa Guðný Björgvinsdóttir, safn- stjóri Minjasafns Austurlands. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ískalt grunnvatn, funheitir hverir, stöðuvötn og straumvötn, mýr-lendi og urmull fossa og flúða. Á fullveldisdaginn 2018 opnaði Náttúruminjasafnið stórglæsilega sýningu í Perlunni sem ber heitið „Vatnið í náttúru Íslands.“ Sýningin miðlar þeirri fjölbreyttu ásýnd sem vatnið tekur sér hér á landi og fjallar um það frá ýmsum hliðum, allt frá margvíslegum eiginleikum vatnsauðlindarinnar til fjölbreyti- leika vatnalífríkisins. Sýningin hefur vakið verð- skuldaða athygli fyrir skýr og skemmtileg efnistök sem höfða til fólks á öllum aldri. „Það getur verið snúið að miðla upplýsingum um sama efni til ólíkra hópa, en að sýningunni kemur kunnáttufólk úr öllum áttum – náttúrufræðingar, safnkennarar, tungumálasnill- ingar, hönnuðir, teiknarar, lista- og iðnaðarmenn,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands. Stað- setningin er heldur engin tilviljun, en Perlan hvílir á sex tönkum sem í dag rúma alls um 24 milljónir lítra af heitu vatni. „Fyrst kom staður- inn og svo efnistök sýningarinnar, ferskvatnið, sem jafnframt er á rannsóknasviði Náttúruminja- safnsins,“ segir Hilmar. Einkennisdýrið er lirfa Einkennisdýr sýningarinnar er vatnsköttur, sem er ungviði eða lirfustig vatnabjalla, og leiðir hann unga gesti í gegnum sýninguna. „Okkur fannst hann viðeigandi. Vatnskettir eru fallegir í laginu, minna á dreka, þrífast við mismun- andi aðstæður og eru mjög lífseigir og knáir þrátt fyrir að vera smáir.“ Alþjóðleg verðlaun Á sýningunni er margmiðlunar- tækni töluvert notuð í miðlun á efni og vann Náttúruminjasafnið með tveimur leiðandi fyrirtækjum á því sviði, Gagarín hér heima og hinu þýska ART+COM studios. Gagarín hlaut í fyrra eftirsótt hönnunarverðlaun í Evrópu fyrir þrjár margmiðlunarstöðvar á sýningunni: Fossar, sem er mynd- rænn hljóðskúlptúr, Rennslis- mæla, gagnvirka stöð sem sýnir rauntímarennsli í 18 íslenskum ám og Vistrýni, gagnvirka stöð þar sem gestir kanna lífríki í votlendi Íslands. „Verðlaunin hafa veru- lega þýðingu fyrir Náttúruminja- safnið og íslenskt safnastarf og við hömpum þeim með stolti og auglýsum þannig sýninguna. Þessi sýningaratriði eru snilldarlega útfærð og meðal þeirra allra vin- sælustu á sýningunni.“ Langþráð framtíðarlausn Náttúruminjasafnsins Frá stofnun Náttúruminjasafnsins 2007 hefur það lengst af glímt við takmarkaðar fjárheimildir og aðstöðuleysi. En við opnun sýn- ingarinnar í Perlunni, sem er fyrsta sjálfstæða sýning safnsins síðan það var stofnað, varð ákveðinn viðsnúningur í starfseminni. Safnið býr þó ekki enn yfir eigin húsakosti heldur leigir allt húsnæði undir starfsemina, þ.m.t. sýninga- rýmið í Perlunni. „Og nú hefur enn eitt mikilvægt skref verið stigið í átt að lang- þráðri framtíðarlausn fyrir þetta höfuðsafn þjóðarinnar í náttúru- fræðum,“ segir Hilmar. Hann vísar til þess að verið sé að skoða þann möguleika að Náttúruminjasafnið fái inni í svokölluðu „Lækninga- minjasafni“ á Seltjarnarnesi, glæsibyggingu sem staðið hefur tóm í rúman áratug, og hafi þar bækistöðvar með sýningahald, rannsóknir og aðra starfsemi sína. „Þetta er afar fýsilegur kostur og vonandi verður af þessu sem fyrst.“ segir Hilmar. Sérsýning um rostunga Í sýningarými Náttúruminja- safnsins í Perlunni er sérstakt rými ætlað undir tímabundnar sérsýningar. Nýlega var opnuð þar sérsýningin Rostungurinn sem stendur fram í miðjan október, en þá tekur við sérsýning með Jökla- rannsóknafélagi Íslands í tilefni af 70 ára afmæli félagsins. Rostungs- sýningin segir frá hinum merki- lega íslenska stofni rostunga sem dó út laust eftir landnám, líklega vegna ofveiði. Á sýningunni má sjá steingerða rostungshausa og skögultennur, og fjallað er í máli og myndum um örnefni, fundar- staði beinaleifa, rostungsafurðir og tengsl við Íslandssöguna. Vegna samkomutakmarkana eru sýningar Náttúruminjasafnsins í Perlunni opnar skemur en ella, eða frá 12–18 alla daga. Ókeypis er inn á sýninguna gegn framvísun Vildarvinakorts Perlunnar. Kortið má nálgast í afgreiðslu Perlunnar og á perlan.is. Kynngimögnuð ásýnd vatnsins Vatnskötturinn leiðir unga gesti í gegnum sýninguna. MYND/VIGFÚS BIRGISSON Á sýningunni má skoða fjölbreytileika vatnalífríkisins. MYND/VIGFÚS BIRGISSON anum og hins vegar mynd sem var tekin af sama barni með gömlum ljósmyndabúnaði frá Eyjólfi Jóns- syni, ljósmyndara á Seyðisfirði. Þannig náðum við gamaldags útliti á myndunum sem kom mjög skemmtilega út. Þetta var kryddað með gripum úr safnkosti safnanna og hlutum úr nútímanum sem tengdust umfjöllunarefnunum. Gestirnir voru hvattir til að líta í eigin barm og spegla sínar eigin aðstæður við aðstæður barnanna þá og nú og við heimsmarkmiðin. Sýningin var vel sótt og fólki fannst gaman að setja sig í spor barnanna,“ segir Elsa. „Að fá tilnefningu til Íslensku safnaverðlaunanna hefur gríðar- lega þýðingu fyrir okkur og er mikil viðurkenning á því sem við erum að gera. Það renndu allir frekar blint í sjóinn með þetta verkefni en það gekk mjög vel. Það er kannski ekki síst að þakka þessu góða samstarfi milli safnanna og allra hinna stofnananna. Það lögðu allir eitthvað af mörkum, ein- hverja sérþekkingu og hæfileika. Útkoman var þessi sýning sem er mjög gaman að hafi vakið þessa miklu athygli.“ Alls tóku níu mennta-, menn- ingar- og rannsóknastofnanir á Austurlandi þátt í verkefninu. Auk þeirra stofnana sem nefndar hafa verið komu Héraðsskjala- safn Austfirðinga, Landgræðslan og Skólaskrifstofa Austurlands einnig að því. Sýningarhönnun var í höndum Litten Nyström og Ingva Arnar Þorsteinssonar. Náttúruminjasafn Íslands var sett á laggirnar 2007 og er eitt þriggja höfuðsafna landsins ásamt Listasafni Íslands og Þjóðminja- safni Íslands. Hilmar J. Malmquist, forstöðu- maður Náttúruminjasafns Íslands. MYND/RAGNAR TH. SIGURÐSSON Á hverjum stað voru tvö börn í forgrunni, annars vegar barn frá árinu 1918 og hin vegar frá árinu 2018. 3 L AU G A R DAG U R 1 6 . M A Í 2 0 2 0 SAFNADAGURINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.