Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 80

Fréttablaðið - 16.05.2020, Qupperneq 80
TAKTU AÐ ÞÉR VERKEFNI OG MIKIÐ MÁTTU VERA LÉLEG EF ÞÚ KLÚÐRAR ÞESSU. SYNTU! Það var mjög sérstakur aðdragandi að því að ég tek við starfi for-stjóra Kjöríss aðeins 23 ára gömul árið 1993. Ég hafði skráð mig í félags- ráðgjöf við Háskóla Íslands haustið 1992 en undir lok ágúst kemur pabbi að máli við mig og býður mér starf sem hans hægri hönd við fjöl- skyldufyrirtækið Kjörís. Þetta var týpískt fjölskyldufyrir- tæki þar sem pabbi var allt í öllu, með tékkheftið í rassvasanum og allar uppskriftir og sambönd við birgja, hvort sem var heima eða erlendis, í kollinum. Þegar þarna er komið er hann farið að langa að eignast meiri tíma til annarra hugðarefna.“ Faðir Guðrúnar, Hafsteinn Krist- insson einn stofnenda Kjöríss, býður henni að taka við fjármálum, innkaupum og markaðsmálum fyr- irtækisins. „Þegar ég bendi honum á að tímasetningin sé ekki góð því ég sé á leið í háskólanám svarar hann: „Háskólinn fer ekki neitt en ég mun aldrei bjóða þér þetta aftur.“ Ég fékk að sofa á þessu og veit ekki nákvæmlega af hverju en ég sagðist ætla að kýla á þetta.“ Sat á móti pabba heilan vetur Undir eins var skrifstofu forstjórans breytt og dóttir hans fékk sinn stað. „Hann var með stórt leðursófasett fyrir framan skrif borð sitt sem hann burðaðist með út og náði í gamalt skrif borð sem hann stillti upp beint á móti sínu.“ Þannig sátu feðginin á móti hvort öðru allan veturinn. „Pabbi hafði alltaf verið virkur í pólitík og skrif- stofan hans var eins konar félags- heimili fyrir karlana í Hveragerði þar sem Bragi í Eden og f leiri hitt- ust og ræddu hvernig ætti að stýra landinu og svo framvegis. Þegar þessir karlar fóru svo að mæta og sáu mig sitja þarna inni spígspor- uðu þeir, þeir voru líklega að bíða eftir því að pabbi myndi vísa mér út – sem hann gerði aldrei. Hann henti í mig tékkheftinu fyrsta dag- inn og sagði: „Jæja, nú sérð þú um að borga reikninga.“ Svo þetta var mikið meiri skóli þennan vetur en ég hefði fengið í háskólanum. Svo gerist það 18. apríl 1993 að pabbi varð bráðkvaddur. Við höfð- um unnið saman í um níu mánuði þegar hann fær fyrirvaralaust heila- blóðfall og deyr samstundis, aðeins 59 ára gamall.“ Þarna var Guðrún rétt nýorðin 23 ára gömul og lífsins skóli svo sann- arlega búinn að kenna henni eitt og annað. „Ég var gríðarlega þakklát fyrir að hafa tekið þessu tækifæri og ekki síst fyrir að hafa varið hverjum degi með pabba síðustu mánuðina hans á lífi. Ákveðin í að synda og ná landi Þegar maður lendir í svona áfalli er mikilvægt að horfa líka til þess hvað maður getur tekið jákvætt út úr því. Ég ákvað frekar snemma að líta á andlát pabba sem hans síðustu gjöf til okkar systkinanna. Það er of boðslega dýrmætt að læra svona ungur hvað það er sem raun- verulega skiptir máli. Að læra það 23 ára gömul að veraldlegir hlutir skipta mann bara ekki máli.“ Guðrún kemur úr fjögurra systk- ina hópi og segir þau öll þannig innréttuð. „Bæði fengum við það í vöggugjöf en ég held að verðmæta- mat okkar hafi breyst þarna. Það breytir lífinu að kveðja ástvini sína of snemma.“ Guðrúnu gafst lítill tími til að syrgja föður sinn enda þurfti hún að stýra fyrirtækinu og næstu miss- eri voru ákveðin eldskírn. „Ég lærði líka að það getur falist of boðsleg lækning í vinnu. Ég var inni á hans skrifstofu, í hans umhverfi og í líf- inu hans – en ég þurfti auðvitað að vinna nánast allan sólarhringinn til að krafla mig út úr þessu. Ég hitti pabba síðast á föstudags- eftirmiðdegi og á mánudeginum Ég held ég hafi ekki klúðrað neinu Guðrún Hafsteinsdóttir lét á dögunum af formennsku Samtaka iðnaðarins eftir sex ára setu. Guðrún var ekki nema 23 ára þegar hún settist í forstjórastól Kjöríss við heldur dramatískar aðstæður. Guðrún var aðeins 23 ára gömul þegar hún tók við sem forstjóri Kjöríss við skyndilegt fráfall föður hennar. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR stóð ég uppi á kaffistofu og til- kynnti starfsmönnum að hann væri fallinn frá, og ég tekin við. Þarna voru starfsmenn sem mundu daginn sem ég fæddist. Ég held að þeir hafi innst inni ekkert litið á mig sem forstjóra, ég var bara Guðrún. En það sem bjargaði mér var að starfsfólkið okkar var stór- kostlegt og að ég held mjög með- vitað um það í hvaða aðstöðu ég var. Í minningunni finnst mér þau hafa borið mig á höndum sér.“ En það var ekki aðeins hinn innri rekstur sem var á Guðrúnar höndum heldur auðvitað öll önnur starfsemi. „Ég man vel eftir að hafa farið á fund Jóhannesar í Bónus til að ræða kaup og kjör. Þegar hann leit upp og sá mig, varð hann hálf undrandi og fannst örugglega sem einhver krakki væri mættur. Ég var ung og reynslulaus en ákveðin í að standa mig vel. Ég ætlaði bara að synda og synda og komast að landi.“ Guðrún verður síðan barnshaf- andi mitt í þessu öllu sem var ekki á planinu. „Þegar maður er kominn í þessar aðstæður klikkar maður á einhverjum sviðum,“ segir hún og skellir upp úr. „Þá tók bróðir minn við og hefur verið forstjóri síðan og ég hef séð um markaðsmálin ásamt fleiri verkefnum.“ Mun aldrei kljúfa fjölskylduna Fljótt fóru fyrirtækjasalar að falast eftir fyrirtækinu. Þá þurfti að hugsa hratt. „Ekki síst mamma sem var í mestu sorginni. Hún ákvað fljótt að við ætluðum að eiga þetta fyrirtæki og reka það áfram – eins og hún sagði: „Í minningu pabba ykkar.“ Þegar við tökum á móti gestum tölum við mikið um hann því við erum trú þessu loforði til hennar og trúum því að andi hans svífi yfir vötnum. Hún sagði jafnframt við okkur systkinin: „Um leið og þið farið að rífast, þá mun ég selja – ég mun aldrei láta þetta fyrirtæki kljúfa fjölskylduna. Svo við rífumst ekki. Því þá verðum við atvinnu- laus,“ segir Guðrún og hlær. „Mamma tók við stjórnarfor- mennsku við andlát pabba svo við erum eitt af fáum fyrirtækjum hér á landi með kvennastjórn. Er lög um jöfn kynjahlutföll í stjórnum voru Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Framhald á síðu 30  1 6 . M A Í 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R28 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.