Fréttablaðið - 16.05.2020, Blaðsíða 104
RITSTJÓRN
ritstjorn@frettabladid.is
AUGLÝSINGADEILD
auglysingar@frettabladid.is
PRENTUN
Torg ehf.
DREIFING Póstdreifing ehf.
dreifing@postdreifing.is 550 5000
Margrétar
Kristmannsdóttur
BAKÞANKAR
Laugarásvegur 1
Pantaðu á skubb.is
OG FÁÐU HEIMSENT
Það er frábær veðurspá fyrir helgina og miðaldra hjón ákveða að þetta sé rétti
tíminn í vorverkin. Nú sé lag
að láta hendur standa fram úr
ermum. Farið er snemma í háttinn
og þegar lagst er á koddann um
tíuleytið gantast hjónin með það
að hér áður fyrr hafi þetta verið
tíminn sem þau hefðu verið að
leggja af stað á djammið. Það er
hins vegar löngu liðin tíð.
Um morguninn tekur við
bjartur og fagur dagur – ekki ský-
hnoðri á himni en lofthitinn ekki
mikill eða um 5°C. Eftir morgun-
kaffið er bóndinn sendur af stað í
röðina hjá Byko að kaupa það sem
til þarf, en frúin fer kappklædd
út í daginn. Og hjónunum fellur
ekki verk úr hendi. Pallurinn er
sópaður og þrifinn, hekkið klippt,
gluggar þvegnir að utan, blóma-
beðin hreinsuð og borið er á allt
tréverk í kringum húsið. Í lok
dags er farið í röðina hjá Sorpu
með garðaúrgang, tómar dósir
utan af pallaolíu og annað dót sem
hefur safnast upp í bílskúrnum.
Það er ekki laust við að það örli á
samkeppni í röðinni um hver hafi
áorkað mestu þann daginn.
Seinnipartinn finnur frúin sér
skjól undir húsvegg og sest í sólina
til að láta líða úr sér. Lofthitinn er
hins vegar hvorki nægur til að fara
úr lopasokkunum né til að taka af
sér húfuna – en sólin vermir ekki
síst þegar búið er að hella örlitlu
púrtvíni í glas. Á sama tíma gerir
bóndinn heita pottinn kláran og
byrjar að undirbúa kvöldmatinn
– nú skal sko grillað og fagna góðu
dagsverki. Þetta er hefðbundin
verkaskipting á heimili þessara
hjóna í Kópavogi.
Sólin yljar í skjóli og frúin mætir
til vinnu á mánudegi með freknur.
Er íslenska vorið ekki dásamlegt!
Vorverk
miðaldra hjóna
©
Inter IKEA System
s B.V. 2020
Verslun opin 11-19 alla daga - IKEA.is
Veitingastaður er tímabundið lokaður
1.290,-/5 í setti
HAFÐU FJÖLPÓSTINN
ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU
Auglýsingaefnið lendir á
eldhúsborðinu þegar
blaðið er opnað!
Kannaðu dreiileiðir og verð í
síma 550 5050 eða sendu
tölvupóst orn@frettabladid.is.
*Prentmæling Gallup, 12 - 80 ára, okt. - des. 2019.
Mannnöldatölur Hagstofu Íslands 2019