Fréttablaðið - 19.05.2020, Page 12

Fréttablaðið - 19.05.2020, Page 12
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sighvatur Arnmundsson sighvatur@frettabladid.is Hin afar mikilvægu skref sem hafa verið tekin með ákvörðunum um samein- ingar sveitar- félaga voru tekin til þess að búa til öflugri sveitarfélög sem gætu veitt íbúum sínum meiri og betri þjónustu. Helsta hættan sem steðjar að okkur núna er að við pökkum í vörn. Í síðustu viku kynnti ASÍ stefnu sína „Rétta leiðin – Frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll“. Rauði þráðurinn í þeirri stefnu er framfærsluöryggi fyrir alla, hvort sem er utan eða innan vinnumarkaðar og uppbygging nýrra atvinnutækifæra. Heimurinn sem rís úr COVID- kreppunni verður ekki sami heimur og við þekkt- um áður. Og það er ekki endilega æskilegt að leita í sama farið. Við vitum nú hvað það skiptir miklu máli að vera með trausta innviði og sterkt opinbert kerfi sem grípur okkur þegar heimurinn umturnast. Við vitum líka hvað ferðaþjónustan er viðkvæm fyrir utanaðkomandi áhrifum og hvað atvinnulífið okkar er í raun eins leitt. Við verðum því að byggja upp fjölbreyttara atvinnu- líf. Nú er tími nýrra hugsana og stórra hugmynda. Við höfum tekið stór stökk í tæknibreytingum en vandinn sem loftslagsbreytingarnar hafa valdið er ekki hlaupinn frá okkur. Allar aðgerðir sem við þurfum að grípa til verða að taka mið af bæði tæknibyltingu og sjálf bærni. Helsta hættan er að við pökkum í vörn Þau umskipti sem við vissum að væru væntanleg á vinnumarkaði eru allt í einu orðin að veruleika og þá skiptir öllu að þau séu réttlát og leiði af sér góð og örugg störf. Til að svo megi verða þarf að taka stórar ákvarðanir í samráði við launa- fólk og bjóða upp á endurmenntun fyrir nýja tíma. Við höfum alla möguleika á að byggja upp gott og heilbrigt atvinnulíf með vel menntuðu fólki, vinnumarkað sem býður upp á heilbrigt umhverfi, styttri vinnutíma og trygga af komu. Helsta hættan sem steðjar að okkur núna er að við pökkum í vörn, drögum úr réttindum og framfærsluöryggi, skerum niður í grunnþjónustu og seljum frá okkur dýrmætar eignir. Við skulum ekki falla í þá gryfju heldur hugsa stórt með hag allra í huga. Þannig verðum við fyrirmynd ann- arra í uppbyggingunni ekki síður en viðbrögðum við veirunni. Rétta leiðin til framtíðar Drífa Snædal forseti ASÍ. Hvítþvottarhús Deilur um eignaumsýslu Lindarhvols voru háværar fyrir nokkru. Efasemdir voru um söluverð fyrir stöðugleikaeign- irnar sem félagið seldi. Einnig að bjóða hefði átt út lögfræði- þjónustu við Lindarhvol, en lög- mannsstofan sem vann verkið fékk 80 milljónir króna fyrir viðvikið. En gagnrýnistónninn var falskur því í gær lauk Ríkis- endurskoðun hvítþvætti á starf- semi félagsins. Menn hljóta að líta til þessarar framkvæmdar í leit að fyrirmynd um hvernig eigi að standa að svona eignaúr- vinnslu. Verst að fyrirmyndar- fyrirtækið Lindarhvoll skuli hafa verið lagt niður. Dugleg Sóttvarnayfirvöld halda áfram að útdeila gjöfum til þjóðarinn- ar, fyrst fengum við að fara í bíó og klippingu og nú megum við fara í sund. Af því að við höfum verið svo dugleg að þvo okkur um hendurnar og standa langt frá hvert öðru. Ef við höldum áfram að vera dugleg fáum við að fara í leikfimi og kannski á tónleika. En þá þurfum við líka að vera mjög dugleg. Við vorum ekki mjög dugleg þegar sundlaugarnar voru opnaðar. Höfðum of lítið bil á milli okkar í röðinni, sagði Víðir. Við verðum að muna eftir því að hlusta á Víði því annars fáum við ekki lengur að fara í sund. kristinnhaukur@frettabladid.is Það verða ekki síður sveitarfélögin en ríkissjóður sem munu verða fyrir þungu fjárhagslegu höggi vegna COVID-19 faraldursins. Í minnisblaði Byggðastofnunar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er gerð tilraun til að meta áhrif hruns í ferðaþjónustu á sveitar- félögin. Óvissan er auðvitað töluverð en ljóst er að áhrifin verða gríðarleg þótt þau verði mismikil milli landsvæða. Samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni nam einkaneysla erlendra ferðamanna um 284 millj- örðum króna á síðasta ári. Það er rúmur fimmt- ungur mældrar einkaneyslu á síðasta ári og tæp tíu prósent vergrar landsframleiðslu. Af þessari fjárhæð fóru 109 milljarðar í kaup á veitinga- og gistiþjónustu. Alls keyptu erlendir ferðamenn 87 prósent allra gistinótta á Íslandi á síðasta ári sem sýnir hversu mikið er undir. Þrátt fyrir átak og hvatningar til Íslendinga um að ferðast innanlands í sumar verður samdráttur- inn mikill. Af rúmlega 7,3 milljónum gistinótta erlendra ferðamanna á síðasta ári voru um 40 prósent þeirra nýtt á tímabilinu frá júní til ágúst. Erlendir ferðamenn kaupa þar að auki ýmsa aðra þjónustu og afþreyingu þar sem samdrátturinn verður að sama skapi mjög mikill. Byggðastofnun dregur upp þrjár sviðsmyndir varðandi atvinnuleysi næstu tólf mánuði. Miðað við þær dragast útsvarstekjur sveitarfélaga samtals saman um 10 til 26 milljarða króna á ársgrundvelli. Til samanburðar gerðu fjárhagsáætlanir yfirstand- andi árs ráð fyrir að sveitarfélögin yrðu rekin með samtals 6,7 milljarða króna afgangi á árinu. Þau sveitarfélög sem eru háðust ferðaþjónustu gætu horft upp á tugprósenta lækkun útsvarstekna. Sveitarfélögin eru í misgóðri stöðu til að takast á við áföll af þessu tagi. Flest eru þau með útsvars- prósentuna í hámarki en möguleikarnir til frekari tekjuöflunar eru takmarkaðir. Að óbreyttu munu þau þurfa að fjármagna tekjuskerðinguna með lán- töku og skerðingu á þjónustu. Í nýlegri samantekt Sambands íslenskra sveitarfélaga er það dregið fram að tvö sveitarfélög séu með skuldahlutfall yfir 150 prósent af tekjum. Samkvæmt lögum má skuldahlutfallið ekki fara yfir það mark. Til við- bótar eru tuttugu sveitarfélög með skuldahlutfall upp á 100 til 150 prósent. Staðan sem blasir við mörgum sveitarfélögum er því ansi erfið. Á sama tíma vinna stjórnvöld að eflingu sveitarstjórnarstigsins til að hægt sé að færa þangað fleiri verkefni. Hin afar mikilvægu skref sem hafa verið tekin með ákvörðunum um sameiningar sveitarfélaga voru tekin til þess að búa til öflugri sveitarfélög sem gætu veitt íbúum sínum meiri og betri þjón- ustu. Það væri afar slæmt ef mörg sveitarfélaganna færu löskuð í þá vegferð. Nú þurfa stjórnvöld og sveitarfélögin að finna leiðir til að koma í veg fyrir það. Erfið staða 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.