Fréttablaðið - 19.05.2020, Page 20

Fréttablaðið - 19.05.2020, Page 20
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Þessi fyrirtæki hafa lagt kapp á allt gæðaeftirlit og að öll hráefni séu fyrsta flokks. Þau eru með stöðuga framþróun í sínum vörum og með þroska barnsfótarins að leiðar- ljósi. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSUMAR OG BÖRN Kristín Johansen, eigandi verslunarinnar, segir að í Fló sé boðið upp á allt frá fyrstu skóm upp í fullorðinsstærðir. „Allt frá sandölum yfir í stígvél og kuldaskó. Við leggjum mikið upp úr því að vera með vandaða og fjölbreytta vöru, persónulega þjónustu og gefa okkur tíma til að finna réttu skóna fyrir hvert barn. Við finnum að fólk kann að meta þjónustuna og við erum með stóran og vaxandi hóp af fasta- kúnnum sem koma aftur og aftur. Það er auðvitað mjög hvetjandi að finna þennan áhuga,“ segir hún. Kristín segir að allt of mikið sé af fjöldaframleiddum og óvönduðum skóm í boði í dag sem jafnvel eru bara uppfylling í stórum fata- keðjum. „Við finnum að okkar viðskiptavinahópur áttar sig á þessu og því hvað það er mikilvægt að börn gangi í góðum skóm til að líða vel,“ upplýsir hún. Börn þurfa að vera í vönduðum skóm „Fætur eru flóknir enda eru í þeim 26 bein þegar þeir eru fullþroska. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir að það verða þeir ekki fyrr en um 18 ára aldur. Vandamál tengd fótum og göngulagi geta haft áhrif á stoðkerfi barnsins til lengri tíma. Þess vegna er sér- staklega mikilvægt að hlúa að fótunum með góðum skófatnaði til að stuðla að eðlilegum vexti og þroska þeirra. Sjálfum líður manni illa í óþægilegum skóm. Börn geta oft ekki tjáð sig um það. Foreldrar ættu því að fylgjast vel með göngu- lagi barna sinna, hvort þau séu að hlífa öðrum hvorum fætinum, hvort tærnar séu að vaxa rétt, hvort þau séu inn- eða útskeif eða með önnur einkenni. Barnsfóturinn er mjúkur og sveigjanlegur til að byrja með. Börn sem eru ekki byrjuð að ganga ættu að fá að vera sem mest berfætt eða í mjúkum skóm sem vernda fæturna en hefta ekki hreyfigetu þeirra og tilfinningu fyrir fótunum. Mjúkir skór henta líka best þegar þau eru að skríða. Þegar þau eru orðin öruggari og farin að ganga eru þau tilbúin í harðari sóla. Við erum með gríðar- mikið úrval af svokölluðum fyrstu skóm og seljum þar af leiðandi mjög mikið af þeim,“ segir Kristín. Nokkur atriði sem er mikilvægt að hafa í huga við val á skóm: n Að lagið/breidd á skónum sé í samræmi við fótlagið. n Hafa hæfilegt pláss til vaxtar (vaxtarbil) oft 1,2 cm (frávik eru þó eftir aldri barns og tegund skófatnaðar). n Að hælkappinn veiti góðan stuðning og það sé nóg pláss fyrir táslurnar. n Velja réttan sveigjanleika í sóla sem hentar barninu eftir því á hvaða stigi það er í göngu- ferlinu. n Að efni séu góð að innan sem utan. n Velja efni sem gefa vel eftir og andi vel. „Það er líka gott ef skórnir eru sterkir. Krakkar eru mikið úti að leika og það er áætlað að meðal manneskja stígi um 18.000 skref á dag – krakkar jafnvel f leiri. Það reynir því á alla sauma og efnið sem skórnir eru gerðir úr. Þeir eru fljótir að skemmast ef frágangur- inn er ekki góður. Magic skórnir er skemmtileg nýjung frá Froddo – þeir breyta um lit við dagsljós en krökkunum finnst það einmitt mjög skemmtilegt. Afar vandaðir skór fyrir börn sem eru að byrja að ganga, en hugsa þarf sérstaklega um gæði í fyrstu skónum. Allir krakkar þurfa að eiga flott stígvél. Þau eru til í nokkrum litum hjá Fló. FRÉTTABLAÐIÐ/ VALLI Glæsilegir bítlaskór fyrir börn. Í svona skóm verða krakkarnir alltaf fínir. Klassísku „fyrstu skórnir“ frá Bundgaard eru dásamlegir. Mjúkir og vandaðir leðurskór fyrir yngstu börnin. Fallegir og góðir. Góðir og fallegir sumarskór með dúnmjúkum sóla. Næstum því eins og að vera berfættur. Krúttlegir skór. Mjúku leðurskórnir henta jafnt strákum og stelpum. Sterkar hefðir sem skapa vandaða barnaskó Við höfum kappkostað að velja merki sem eru traust. Dönsku merkin Bundgaard og Angulus hafa framleitt barnaskó síðan 1904 og króatíska merkið Froddo síðan 1946. Það er því mikil hefð og stolt hjá þessum framleiðendum að framleiða vandaða og góða skó fyrir börn. Þessi fyrirtæki hafa lagt kapp á allt gæðaeftirlit og að öll hráefni séu fyrsta flokks. Þau eru með stöðuga framþróun í sínum vörum og með þroska barnsfótarins að leiðarljósi. Þetta geta birgjar okkar gert með því að framleiða alla sína skó í sinni eigin verksmiðju og vera með þróunardeild á staðnum,“ segir Kristín. Gaman að vera í miðbænum „Mér finnst dýrmætt að vera í miðbænum. Hér er iðandi mannlíf og menning. Það er góð sál í húsinu hérna á Klapparstíg 44 og skemmtilegar verslanir og veit- ingahús allt í kring. Svo er óendan- lega gaman að taka á móti yngstu kynslóðinni hér í versluninni. Við viljum að upplifunin hjá þeim sé skemmtileg og eftirminnileg hvort sem það er við að máta nýja skó eða gleyma sér í öllum dýrunum sem leynast í búðinni. Hægt er að skoða úrvalið og kaupa á vefsíðunni okkar, flo.is, og við sendum skóna hvert á land sem er.“

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.