Fréttablaðið - 19.05.2020, Page 24

Fréttablaðið - 19.05.2020, Page 24
Álfamöttullinn er vinsæl inniplanta á Íslandi og í uppáhaldi hjá mörgum ræktendum vegna ótrúlegrar fjöl- breytni í lit og lögun blaðanna. Til eru ótal litaaf brigði og fjölmargir ættbogar með mismunandi sterkum blaðlitum, með grænum, vínrauðum, bleikum, gulum og rústrauðum blæ. Um allan heim eru starfræktir svokallaðir kólusklúbbar þar sem fólk skiptist á græðlingum af hinum ýmsu tegundum og af brigðum álfamöttuls. Einnig sérhæfa garðyrkjustöðvar víða um heim sig í að rækta og selja framúrskarandi litskrúðuga og jafnvel skrýtna álfamöttla. Auðvelt er að ná upp græð- lingum af álfamöttli með því að klippa stöngulinn niður um tvö blaðpör og setja í vatnsglas. Eigi svo löngu síðar myndast rætur á stöngulinn og þegar þær eru orðnar nógu langar má setja hann í mold. Best er að fjölga plönt- unum með græðlingum seinni- part sumars og líklegast er að smáplönturnar lifi veturinn af í björtum glugga. Álfamöttullinn er afar meðfæri- leg planta sem best er að endur- nýja á hverju vori með þremur græðlingum í 12-15 cm potta. Í raun má koma græðlingum til á hvaða árstíma sem er nema helst í svartasta skammdeginu. Fræsán- ing er líka auðveld í mars og apríl. Kólusinn er heldur drykkfelld planta og því er gott að halda moldinni ávallt rakri. Einnig er æskilegt að hafa hann í mikilli óbeinni birtu því þá koma litatil- brigðin best fram. Æskilegt er að nota plöntunæringu hálfsmán- aðarlega á sumrin. Álfamöttullinn sem prýðir sérhvert heimili Plectranthus scutellarioides, álfamöttull og coleus blumei hybrid. Allt eru þetta mismunandi nöfn á einu og sömu vinsælu plöntugerðinni, sem í daglegu tali er einfaldlega nefnd kólus. Kólusinn er gífurlega fjölbreytt planta. Álfamöttullinn elskar birtu og litbrigðin aukast með birtustiginu. Margir klípa blómin af kólusnum, en þau hemja vöxt blaðanna.Fjólurauður, grænn og gulur kólus. Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Nánari upplýsingar: OPIÐ HÚS www.102hlidarendi.is Eitt vandaðasta hús höfuðborgarsvæðisins Opið hús að Valshlíð 16, Arnarhlíð 2 og Smyrilshlíð 13-15 Hlíðarenda, þriðjudaginn 19.maí frá kl 17:30-18:00. Aðkoma hjá Valsheimilinu. Einstakar íbúðir með þakgörðum bílskúr og stórum geymslum. 140-240m2 þriggja og fjögurra herbergja íbúðir Verð frá 89.900.000 – 119.900.000 kr. Bílskúr fylgir öllum íbúðum, Aukin lofthæð, 280 cm, gólfsíðir gluggar. Rafmagnstæki frá frá Miele. Quartzborðplötur í eldhúsi og á baði. Einstakur garður. Free@home rafkerfi. Þrjár gerðir innréttinga. Mjög góð 126 fm. 3ja herb. íbúð í nýju lyftuhúsi. Verð 64.9 millj. Stæði í bílakjallara fylgir. www.manalind.is Lágmúla 6 sími 511 1020 Breiðakur 4 Garðabæ Opið hús þriðjudaginn 19.maí kl. 17:00 – 17:30 Tilbúin til afhendingar BYGGINGAFÉLAG MÁNALIND Fasteignasali óskast! Heimili fasteignasala óskar eftir að ráða fasteignasala til starfa. Við leitum að einstaklingi sem býr yfir góðri sölutækni, á auðvelt með að vinna sjálfstætt og býr yfir góðum hæfileikum í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þarf að geta starfað skipulega með öðrum og veitt ábyrga þjónustu í starfi sínu. Umsækjendur þurfa að vera löggiltir fasteignasalar, eða vera í námi til löggiltingar. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf fljótlega. Umsóknum skal skila til Finnboga Hilmarssonar, fasteignasala, á finnbogi@heimili.is sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Hér er íðilfagur álfamöttull með fjólubláum æðum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.