Fréttablaðið - 19.05.2020, Síða 36

Fréttablaðið - 19.05.2020, Síða 36
Það verður mikið fjör í allt sumar á sumarnámskeiðum Smárabíós. „Þessi nám- skeið eru alger snilld fyrir 6-10 ára krakka sem langar að gera eitthvað skemmtilegt í sumar en langar kannski ekki á íþrótta- eða skátanámskeið. Við erum með sérlega fjölbreytt úrval af af þreyingu hér í og við Smáralind og leikum bæði úti og inni, eftir því hvernig viðrar,“ segir Ásta María Harðardóttir, rekstrarstjóri Smárabíós og Háskólabíós. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig á sumarnámskeið Smárabíós. „Í fyrra héldum við tvö námskeið sem gengu svona líka frábærlega vel. Í ár bjóðum við upp á ellefu námskeið og eru fjölmargir búnir að skrá sig nú þegar.“ Smárabíó leggur áherslu á hreinlæti, handþvott allra og að spritta alla snertif leti sem oftast. Einnig er nóg pláss á svæðinu til að halda tveggja metra reglunni öllum stundum. Námskeiðin verða í allt sumar frá júníbyrjun til loka ágúst. Hvert námskeið stendur yfir í eina viku í senn og í boði eru bæði græn námskeið og gul. „Á gulum námskeiðum fara krakk- arnir í Rush trampólíngarðinn við hliðina á Smáralind og á því græna kemur Blaðrarinn og kennir krökkunum að búa til alls konar blöðrudýr. Á síðasta degi hvers námskeiðs er svo boðið upp á pitsuveislu. Á hinum dögunum mælumst við til þess að krakkarn- ir mæti með hollt nesti. Skemmti- legustu sumarnámskeiðin eru án efa hjá okkur í Smárabíói og við erum virkilega spennt að fá að hitta alla þessa f lottu krakka í sumar!“ Gleði á sumarnámskeiðum Smárabíós Bíó, karókí, lazertag, trampólíngarður, blöðrudýr, rafíþróttir, hópleikir, ratleikir, sýndarveruleiki og fjölmargt fleira! Æðislega skemmtileg sumarnámskeið fyrir 6-10 ára í Smárabíói í allt sumar. Chantal Ösp Van Erven og Ásta María Harðardóttir skipuleggja sumarnámskeið Smárabíós. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Tímasetningar sem í boði eru: n Námskeið 1 8.-12. júní Grænt námskeið n Námskeið 2 15.-19. júní Gult námskeið Ekki námskeið 17. júní n Námskeið 3 22.-26. júní Grænt námskeið n Námskeið 4 29.-3. júlí Gult námskeið n Námskeið 5 6.-10. júlí Grænt námskeið n Námskeið 6 13.-17. júlí Gult námskeið n Námskeið 7 20.-24. júlí Grænt námskeið n Námskeið 8 27.-31. júlí Gult námskeið n Námskeið 9 4.-7. ágúst Grænt námskeið Ekki námskeið 3. ágúst n Námskeið 10 10.-14. ágúst Gult námskeið n Námskeið 11 17.-21. ágúst Grænt námskeið Skráning á vefsíðu Smárabíós Þrátt fyrir að það sé harla óvenjulegt sumar í vændum og eitthvað lítið um utan- landsferðir þýðir það ekki að það þurfi að vera neitt minna gaman en venjulega. Það eru ýmsar ein- faldar leiðir fyrir fjölskylduna til að eyða frítíma sínum saman svo að allir geti notið sumarfrísins og jafnvel styrkt böndin um leið. Bókaklúbbur Ein leið til að hvetja börn til að lesa meira er að stofna bókaklúbb fyrir fjölskylduna. Það er um að gera að leyfa barninu að velja bókina, svo þegar allir eru búnir að lesa hana er hægt að koma saman og ræða hana. Hægt er að ræða það sem ykkur fannst gott, slæmt, áhugavert, spennandi eða skrítið við bókina. Þetta getur verið góð leið til að fá börn til að hugsa með gagnrýni um afþreyingarefni og fá meira út úr bókinni en ef þau myndu bara lesa ein. Svo er þetta ágæt leið til að við- halda námsfærni. Fjölskyldumáltíðir Það getur stundum verið erfitt að finna tíma fyrir alla fjölskylduna til að borða saman, en það borgar sig alltaf. Til að gera meira úr mál- tíðinni er hægt að fá börnin með í lið við að velja matinn, kaupa inn í hann og elda. Þá læra þau á inn- kaup og matseld, fá dýpri skilning á því hvað felst í að hafa tilbúinn mat á borðum á hverjum degi og eftir matinn er hægt að ræða það sem þau lærðu. Það er aldrei að vita nema upprennandi kokkur kynn- ist köllun sinni og þetta getur líka verið góð og regluleg hversdagsleg skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Spilið leikina þeirra Það eru örugglega margir foreldrar sem kannast við það að sjá börnin sín leika sér í alls kyns leikjum og tölvuforritum sem þeir hafa lítinn skilning á. Þegar veður er vont og það er ekki hægt að fara út gæti verið góð hugmynd að læra á leikina og skilja hvað þeir ganga út á. Það tryggir bæði að börnin séu ekki að stunda eitthvað sem for- eldrarnir vilja ekki og gæti jafnvel leitt til sameiginlegra áhugamála ef leikirnir heilla foreldrana. Þá geta þeir orðið leið til að styrkja böndin og kenna börnunum mikilvægar lexíur eins og hvernig á að vinna með öðrum og bæði vinna og tapa með reisn. Farið í bíltúr Bíltúrar eru sígild fjölskyldu- skemmtun og góð leið til að skoða fallega landið okkar. Það er margt skrítið og skemmtilegt að sjá á eyjunni okkar, svo það þarf aldrei að fara langt til að sjá eitthvað markvert og það er auðvelt að finna eitthvað nýtt og áhugavert. Finnið sumarverkefni Ein leið til að ná öllum saman er að búa til verkefni sem öll fjölskyldan þarf að vinna saman. Það er til dæmis tilvalið að nýta frítímann í að gera fínt í garðinum eða byggja eitthvað, til dæmis skúr, kofa eða safnhaug. Það er líka hægt að gera eitthvað innandyra, eins og að púsla og föndra saman, byggja tölvu eða hvað sem ykkur finnst skemmtilegt. Fjölskyldufjör í sumar Það eru ýmsar skemmtilegar leiðir fyrir fjölskylduna til að njóta tímans saman í sumar. Það er bæði hægt að krydda hversdagsleikann, kynnast betur og finna ný verkefni fyrir alla fjölskylduna. Öll fjölskyldan getur skemmt sér saman á ýmsa vegu. Ein hversdagsleg leið til að hafa gaman saman er til dæmis að fá börnin með sér í lið við að velja kvöldmat, kaupa inn og elda. MYND/GETTY Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Það eru örugglega margir foreldrar sem kannast við það að sjá börnin sín leika sér í alls kyns leikjum og tölvuforritum sem þeir hafa lítinn skilning á. 6 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U RSUMAR OG BÖRN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.