Fréttablaðið - 19.05.2020, Síða 52

Fréttablaðið - 19.05.2020, Síða 52
HOUSTON hornsófi Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði SMELLTU Á VÖRU OG ÞÚ FERÐ BEINT INN Í VEFVERSLUN DORMA.IS SUMAR tilboðin Sumarið er komið í DORMA verslaðu á dorma.is eða í DORMA verslun og við sendum þé r það frítt STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGN UM BÆKLINGINN OKKA R Zone og Affari og smávara 2-11 | RÚM 12–23 | Mjúkv ara og dúnn 24–27 | Stólar 28–29 | Sófar 30–37 | Sve fnsófar 38–39 Hv er ni g frí se nd in g h já D OR M A vi rk ar www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN Þú finnur nýjan bækling á dorma.is Sumarið er komið í DORMA Verslaðu á dorma.is Fallegur hornsófi í Houston línunni. Sófinn fæst hægri eða vinstri (horn ófæranlegt) í tveimur litum. Armar eru meðalgrannir og sófinn frekar í nettara lagi. Houston passar í flest rými bæði hvað varðar stærð og stíl — sem er látlaus og glæsilegur. Seta og bak sófanna eru lausar pullur sem sitja þó vel og renna ekki. Innra byrði er úr endingargóðum, kaldpressuðum svampi, þá trefjafyllingu og loks mjúku yfirlagi. Fætur sófanna eru frekar grannir en sterkir úr svörtum viði. Houston hornsófi er nettur en samt er svo þægilegur. *Bonded leður (leðurblanda) er blanda af ekta leðri og gervileðri. Um þriðjungur áklæðisins í Houston er ekta leður sem er mun hærra hlutfall en algengt er. Stærð: 270 x 210 x 85 cm Fullt verð: 229.990 kr. 20% AFSLÁTTUR SUMAR TILBOÐ Aðeins 183.920 kr. Tveir litir, brúnn og koníaksbrúnn, hægri eða vinstri tunga Mig langar í sumar a ð s a m e i n a tvennt af því besta sem ég hef upp á að bjóða; aðstöðuna hér í bakgarðinum og leið ritlistarinnar til sjálfskönnunar og lífsfyllingar,“ segir Guðrún Eva Mínervudóttir um heldur sérhæfða ferðaþjónustu í Bláa húsinu, 35 fermetra bústað, við heimili hennar í Hveragerði. „Mig langaði líka bara að gera eitthvað skemmtilegt. Ekki bara reyna að fá fólk til að koma og gista hérna, heldur vera hérna,“ segir Guðrún Eva sem býður upp á gistingu, vinnuaðstöðu og ráðgjöf við ritstörf í róandi nánd við nátt- úruna. Skemmtilegra að skapa „Það hafa verið alveg ótrúlega góð viðbrögð við þessari auglýsingu og það kom mér bara stórkostlega á óvart og ég trúi því að þetta geti verið endurnýjandi og nærandi fyrir alla sem hlut eiga að máli,“ segir ferðaþjónusturithöfundurinn sem sér fram á mikið líf og skap- andi vinnu í Bláa húsinu miðað við fyrstu viðbrögð á Facebook. „Ég er bara eiginlega alltaf heima og hefði ekkert verið að fara til Tenerife hvort sem er og hugsaði að fólk sem þarf einhvern veginn næringuna af því að skipta um umhverfi og fara til útlanda geti bara komið til mín í staðinn og það er bara miklu betra,“ heldur Guð- rún Eva áfram. Bíður eftir afbókunum „Sjálf nenni ég eiginlega ekkert að ferðast nema eiga eitthvert erindi, sé að fara að gera eitthvað ákveðið. Eitthvað annað en að liggja í sólbaði en það er líka hægt að liggja í sól- baði hér. Það er náttúrlega heitur pottur og allt til alls,“ segir Eva sem ætlar sér að fylla skarð erlendra ferðamanna með skrifandi Íslend- ingum. „Ég er eiginlega að bíða eftir að þessir útlendingar fari að drífa sig að af bóka. Þeir eru ekkert að fara að koma hérna í stríðum straumum. Þeir halda það kannski og eru að bíða með að af bóka en ég er eigin- lega líka að bíða eftir að þeir af bóki þannig að það verði nóg pláss fyrir þetta sem er svo miklu skemmti- legra, að fá fólk sem er að fara að gera eitthvað, skapa eitthvað.“ Krefjandi samtal „Ég sé þetta fyrir mér, að fólk sé að koma hérna frekar með handrit og miðað við bókanirnar sem hafa verið að berast þá er það algengara,“ segir Guðrún Eva og leggur áherslu á að allir séu velkomnir og fólk þurfi alls ekki að vera komið vel af stað. Hún treysti sér líka vel til þess að hjálpa fólki að byrja. „Ég mæli með dvöl í það minnsta þrjár nætur í senn til að samtalið nái að þróast og dýpka og þú komist á skrið með verkefnið,“ segir Guð- rún Eva og bendir á hversu notaleg- ur vinnufriðurinn er þarna skammt utan borgarmarkanna. „Ég sé svo fyrir mér allavega klukkutíma samtal á dag. Það er ekki hægt ræða svona í marga klukkutíma á dag. Það yrðu bara allir örmagna,“ segir Eva um þau krefjandi átök sem fylgja sköpunar- ferlinu. Allir eiga sögu „Það er bara mín reynsla sem höf- undur að þegar ég fæ viðbrögð sem virka fyrir mig þá er mjög gott að hafa nógan tíma og næði til að vinna úr því. Það eru margar skáldsögur innan í hverri einustu manneskju og allir eru áhugaverðir og það sem þeir hafa að segja er áhugavert. Þannig að þetta er svo rakið og þótt þér hafi aldrei komið til hugar að verða rithöfundur þá geturðu samt komið til mín og fengið heil- mikið út úr þessu.“ toti@frettabladid.is Skapandi gisting hjá Guðrúnu Evu í sumar „Hefur þig alltaf langað að kanna betur það sem býr í djúpinu?“ spyr rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir sem ætlar að bjóða skapandi ferðaþjónustu við heimili sitt í Hveragerði í sumar. Á meðan Guðrún Eva bíður eftir að erlendu ferðamennirnir afbóki geta áhugasamir um ritlistargistingu hennar sent henni fyrirspurnir í einkaskilaboðum á Facebook eða á gudruneva@akademia.is. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Guðrún Eva og Marteinn Þórsson kvikmyndagerðarmaður eru með ferða- þjónustu í bakgarðinum og kynna Bláa húsið á heimasíðunni backyard.is. 1 9 . M A Í 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.