Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 4
Ritstjórapistill
VOR í Vl€>EY
undirstaða slíks sáttmála verði
Viðmiðunarreglur Sameinuðu
þjóðanna sem samþykktar voru á
allsherjarþinginu árið 1993. Þótt
nokkuð skiptar skoðanir hafí
verið á nauðsyn slíks sáttmála
virðast flestir hafa komist að
þeirri niðurstöðu að brýna
nauðsyn beri til að Sameinuðu
þjóðirnar samþykki sérstakan
sáttmála til þess að efla stöðu
fatlaðra í nútíma samfélagi,
skjóta styrkari stoðum undir
mannréttindi þeirra og síðast en
ekki síst til þess að komið verði á
öflugu eftirlitskerfi með mann-
réttindum fatlaðra. Hefur nú
þetta ferli þegar hafist. Fulltrúar
Mexíkó hjá Sameinuðu
þjóðunum hafa lagt fram tillögu
að slíkum sáttmála og verða nú í
sumar haldnar undirbúnings-
ráðstefnur um þetta mál í
Bandaríkjunum og víðar.
Öryrkjabandalag íslands hefur
um árabil tekið nokkum þátt í
alþjóðlegu samstarfi. Bandalagið
hefur átt aðild að samtökunum
Rehabilitation International um
áratugaskeið, norrænum sam-
tökum um endurhæfingu og
norrænni samstarfsnefnd banda-
laga fatlaðra á Norðurlöndum. Þá
hafa fúlltrúar bandalagsins sótt
fundi á vegum nefnda
Norðurlandaráðs og fyrir
skömmu gekk Öryrkjabanda-
lagið í Alþjóðasamband fatlaðra,
Disabled People’s Intemational.
Evrópusamtök fatlaðra og DPI
gera kröfur um að fulltrúar
samtaka fatlaðra séu fatlaðir
enda verður að telja eðlilegt að
þeir standi sjálfir fyrir máli sínu.
Meginbreytingar í hugsunarhætti
almennings gagnvart fötluðum
hafa fyrst og fremst orðið vegna
baráttu þeirra sjálfra og fólks
sem hefur kynnst fötluðum.
í þessu tölublaði er birt grein
um tvenns konar greiningu á
fötlun. Hið félagslega líkan gerir
ráð fyrir að mesta hindrun fatlaðs
fólks sé fólgin í afstöðu
samfélagsins og aðstöðu fatlaðra.
Til sanns vegar má færa að í
samfélögum allra tíma hefur
engum farnast vel sem orðið
hefur að synda gegn straum-
þunga almenningsálitsins.
Fatlaðir hafa margsinnis sýnt að
þeir eru færir um að vinna
margvísleg afrek fái þeir að
rækta hæfileika sína á sama hátt
og aðrir. Þannig eru t.d. dæmi um
þroskaheftan mann sem þykir
einn besti stjórnandi sinfóníu-
hljómsveita í Asíu og blint og
hreyfíhamlað fólk skemmtir sér
við að sigla um heimshöfin eitt
síns liðs. Tæknin gerir sumum
einstaklingum kleift að færast
sitthvað í fang en aðrir þurfa
fyrst og fremst á breyttum
viðhorfum að halda.
Ritstjóri leyfir sér að taka undir
slagorðið góða sem sett var fram
fyrir nokkrum árum og hljóðar
svo: „Allt er fötluðum fært”.
Arnþór Helgason
www.obi.is