Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 5

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Blaðsíða 5
Utivist vlrjjrjLJÐkóJíiiJ/J í 3U//j£jr að eru frískir krakkar sem útskrifast úr tíunda bekk Öskjuhlíðarskóla á þessu vori. Þau hlakka til sumarsins og eru farin að huga að sumarstörfum. Öll fara þau að vinna hluta af sumrinu og munu þau vinna í unglinga- vinnu á vegum Vinnuskóla Reykjavíkur og Regnbogans sem hefst 10. júní. Þau eru níu talsins og fara a.m.k átta þeirra í unglingavinnuna á Miklatúni. Nokkrir í bekknum fara einnig í sumardvöl á vegum Foreldra- og styrktarfélags Oskjuhlíðarskóla að Laugalandi. Þau stefna líka öll á framhalds- skólanám og varð Fjölbraut í Breiðholti fyrir valinu hjá þeim flestum. Guðbjartur Amar Guðbjartsson ætlar að vinna hjá Vinnu- skólanum og fara í sveit. Hann flytur nú í sumar í Hveragerði og ætlar að stunda nám í Fjölbrauta- skóla Suðurlands næsta vetur. Gísli Bjömsson ætlar að vinna á Miklatúni og fara á Laugaland. Þóra Kristín Bárðardóttir mun eftir sumarvinnuna fara í Reykja- dal og svo fer hún í útilegu með foreldrum sínum. Hann Stefán Erlendsson fer eftir Vinnu- skólann á Laugaland og svo langar hann að fara í ferðalag í sumar. Svavar Halldórsson ætlar eftir að hann hefur lokið sumar- vinnu og sumardvölinni til Sigluijarðar að heimsækja afa sinn og ömmu. Sigmundur Helgi Valdemarsson fer til Danmerkur að lokinni vinnu. Aðalsteinn Bjarni Bjömsson ætlar að gera eitthvað skemmtilegt í sumar eins og að fara með vinum sínum niður í bæ. Aðalsteinn hefur mikinn veiðiáhuga og sagði hann að pabbi hans hefði kennt sér að veiða. Hann vonast til að geta farið oft að veiða í sumar. Aðalsteinn Bjami fer í Borgar- holtsskóla eins og eldri bróðir hans. Ólafía Ingibjörg Sverris- dóttir ætlar í sumardvölina á Laugalandi og fer líklega að vinna í Vinnuskólanum. K.Þ. Stefán, Aðalsteinn, Bjarni, Þóra, Gísli, Ólafía. Guðbjartur, Svavflr og Sigmundur. ÖSKJUHLÍÐARSKÓU , tímarit öryrkjabandalagsins

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.