Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Page 8
Utivist - Sólheimar
Gísli Halldórsson er aðstoðarmaður Valdimars
forstöðumanns umhverfismála
Sólin skein skært þegar ég
heimsótti Sólheima í
Grímsnesi á vordögum.
Halldór Sævar Guðbergsson,
félagsmálafulltrúi, tók á móti
mér og áttum við stutt spjall
áður en hann sýndi mér staðinn.
Halldór sagði stuttlega frá þeirri
lífsspeki sem farið er eftir á
Sólheimum og í hverju dagleg
störf felast aðallega. „Við
vinnum hér saman sem ein heild
og er leiklistarstarfið gott dæmi
um það. Af hundrað manns sem
búa á staðnum tóku 53 þátt í
söngleiknum Hárinu“.
Sesselja Hreindís Sigmunds-
dóttir stofnaði Sólheima árið 1930
og var hún þá 28 ára gömul. Hún
rak barnaheimili á Sólheimum
fyrir börn sem bjuggu við erfiðar
heimilisaðstæður en seinna
bættust fötluð börn í hópinn.
Sesselja bjó á Sólheimum til ársins
1974 og gekk á ýmsu á hennar
ferli. Yfirvöld höfðu ekki trú á
henni í fyrstu en Sesselju tókst að
sanna fyrir þeim kenningar sínar
um mannrækt. Greinilegt er að
Sesselja hefur verið mikil
hugsjónakona og brautryðjandi.
Lesa má um sögu hennar í bókinni
Mér leggst eitthvað til sem Jónína
Michaelsdóttir ritaði.
Reynt er að veita öllurn störf við
hæfi og mikil rækt lögð við
handverkið. Vinnan fer fram í
mörgum húsum á svæðinu og á
hvert hús sína sögu eða er nefnt í
höfuðið á velgerðamanni.
Fjöldi gróðurhúsa er á Sólheimum
Þegar mig bar að garði voru
vorverkin að heljast og undir-
búningur fyrir ylræktina í
algleymingi.
Sjálfbært þorp
Valdimar Reynisson er forstöðu-
maður umhverfismála og bú-
skapar. „Við stefnum að því að
gera Sólheima að sjálfbæru þorpi,
þ.e. að við séum sjálfum okkur
næg og þurfum á lítilli utanað-
komandi þjónustu að halda. Við
erum komin mjög nálægt því en
það er mikil vinna að koma þessu
á laggirnar og verða allir að
leggjast á eitt. Við ætlum fljótlega
að halda námskeið fyrir alla
starfsmenn og kenna íbúunum
hvemig á að búa í sjálfbæm þorpi.
Skipulagt skógræktarsvæði
Sólheima er 178 hektarar og emm
við búin að planta í 100 hektara.
Beitilandið fyrir grasbítana er
alltaf að minnka. Draumurinn er
að fá hingað kýr og helja
framleiðslu á mjólk og ostum. Það
eru framleiddir ostar í Skaftholti
en þeir fá ekki leyfi til að selja þá
af svæðinu því að heilbrigðis-
eftirlitið er mjög strangt“.
Að raka gras og steina
I dag eru Sólheimar lítið
samfélag þar sem menn og dýr lifa
saman í sátt og samlyndi.
Valdimar Reynisson og Guðlaug
Jónatansdóttir