Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 29
Viðtal
smitandi að ég fór að
hlæja líka en dóttir mín
var mjög alvarleg yfir
þessu. Það var hún sem
tók þetta nærri sér.
Kennarinn sagði
krökkunum að hætta að
hlæja en ég bað hana
um að gera það ekki.
Mér fannst þetta líka
fyndið. Ég er ekki við-
kvæm fyrir svona
uppákomum“.
Gangstéttar eru
ekki bílastæði
Árið 1980 fluttu
mæðgumar í lítið og
snoturt hús í Þingholtunum. Er
ekki erfitt að rata um
Þingholtin? „Nei það er mikil-
vægt að blindir læri á umhverfí
sitt. Ég lærði fljótt á vissar götur
og rata þangað sem ég þarf að
fara eins og í bankann, búðina á
horninu og ekki má gleyma
dýralækninum á Skóla-
vörðustígnum. Göturnar og
gangstéttamar eru reyndar ekki
nógu góðar. Það er mjög slæmt
ef skilin á milli götu og gang-
stéttar em óljós. Stundum er ég
komin út á götu áður en ég veit
af. Það kemur oft fyrir að ég
geng á bílana sem er lagt upp á
gangstéttar“. Þú lœtur þá ekki
bara hvíta stafinn vaða í bílana?
„Nei, nei, ég er ekki það upp-
stökk“, segir hún og við hlæjum
báðar. Ásrún var fyrir nokkmm
árum í samtökum þar sem m.a.
fulltrúar fatlaðra, reiðhjóla-
manna og fólks með bamavagna
áttu aðild. Þau skáru upp herör
gegn bíleigendum sem lögðu
bílum sínum ólöglega. Ef það
kom fyrir að hún gekk á bíl þá
skildi hún eftir límmiða á
framrúðunni bílstjóramegin sem
á stóð Gangstéttar eru ekki
Þær Úa og Afródíta gera eiganda sínuni
viðvart þegar gesti ber að garði
bílastæði. „Ég fékk ósjaldan
skammir yfir mig eftir að hafa
límt á bílrúðurnar. Ökumenn
urðu reiðir og var mér oft hótað
„Ef ungur einstaklingur
fatlast og þarf örorkubætur
þá er það bein ávísun á fátækt
ef hann er algerlega óvinnu-
fær. Hann getur ekki lifað á
bótum. Ég hefði ekki komist af
nema af því að ég var heppin
og fékk vinnu. Þetta eru
sultarpeningar sem öryrkjar
eru að fá. Þetta er alveg
skammarlegt. Það virðist ekki
vera mikill skilningur hjá
stjórnvöldum á kjörum fatl-
aðra“. Nú er stór hluti öryrkja
konur og þær láta alltof lítið
heyra í sér.
kæru. Ég bað þá í guðanna
bænum að gera það. Ég fékk
heilmikið út úr þessu,“ segir
Ásrún og hlær við. „Maður
verður að reyna að hafa áhrif‘.
Örorka er ávísun á fátækt
Tal okkar Ásrúnar barst nú að
málum öryrkja og stöðu þeirra í
samfélaginu. Ásrúnu verður
mikið niðri fyrir. „Ef
ungur einstaklingur
fatlast og þarf örorku-
bætur þá er það bein
ávísun á fátækt ef hann
er algerlega óvinnufær.
Hann getur ekki lifað á
bótum. Ég hefði ekki
komist af nema af því
að ég var heppin og
fékk vinnu. Þetta eru
sultarpeningar sem
öryrkjar eru að fá.
Þetta er alveg skamm-
arlegt. Það virðist ekki
vera mikill skilningur
hjá stjórnvöldum á
kjörum fatlaðra“. Nú
er stór hluti öryrkja konur og þær
láta alltof lítið heyra í sér. Þær
sem eru giftar missa mikinn
hluta bóta sinna og eins og ein
kona sagði eitt sinn: „Þær eru
hreinlega þurrkaðar út sem
einstaklingar“. Hinar sem búa
einar og eiga böm berjast við
fátæktina. Konur á örorkubótum
þurfa að láta að sér kveða og
snúa vörn í sókn. Þessi mál eru
þó komin í réttan farveg.
Fordómar hafa minnkað
Ásrún er oft spurð hvernig hún
fari að og hvort hún geti gert allt
sem snýr að daglegu lífí. Að
hennar sögn er þetta að lagast og
eftir því sem blindir eru meira á
ferðinni fær fólk aðra mynd af
þeim. Ég spyr Ásrúnu hvort hún
hafí orðið vör við fordóma og
segir hún að þeir séu alltaf fyrir
hendi en hafí mikið minnkað.
„Ég get gert margt nema þá
helst að mála veggi. En ég hef
heyrt að einhverjir blindir hafí
reynt það. Ég negli nagla og
hengi upp myndir, elda, skúra og
þvæ þvotta. En ég hef verið
spurð hvort ég geti búið um
rúmið mitt. Mér fínnst fólk vera
tímarit öryrkjabandalagsins
29