Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2002, Qupperneq 43
Frá aðildarfélögum
FELAG HEYRNARLAUSRA
Farið á tvær menningarhátíðir
Baráttufélög heyrnar-
lausra hafa í gegnum árin
verið dugleg að nota
sumrin til þess að boða til
ráðstefna, menningarhátíða og
móta og er árið 2002 engin
undantekning á því. í raun er
svo mikið í boði árið 2002 að
margir hverjir eiga í erfiðleikum
með að ákveða hvert skuli halda
og hvað skuli gera.
Hér verður stiklað á stóru yfír
það helsta sem í boði er en
sérstaklega greint frá tveimur
merkilegum hátíðum sem verða
haldnar í sumar - Deaf Way II í
Bandaríkjunum og Menningar-
hátíð heyrnarlausra í Noregi.
DeafWay II
Upphaf Deaf Way ráðstefnunnar
má rekja til þeirrar vakningar sem
varð meðal heyrnarlausra í
Bandaríkjunum og Norður-Evrópu
um og upp úr áttunda áratug 20.
aldarinnar. Heyrnarlausir urðu
meðvitaðri en áður um rétt sinn,
fóru að berjast fyrir því að
móðurmál þeirra, táknmálið, væri
viðurkennt og að til væri sér
menning, menning heymarlausra,
sem bæri að virða og gera
sýnilegri. í anda þessarar hugsunar
varð fyrsta Deaf Way ráðstefnan
haldin árið 1989 af Gallaudet
háskólanum í Washington DC í
Bandaríkjunum. Ráðstefnan var í
senn umræðugrundvöllur um þau
ljölmörgu málefni sem lúta að
heyrnarlausum og aðgengi þeirra
að samfélaginu þar sem kennarar,
félagsráðgjafar, málvísindamenn
og sálfræðingar komu saman og
ræddu málin. Ráðstefnan var þó
meira en það, hún var hátíð, þar
sem heyrnarlausir hittust og héldu
upp á sameiginlega menningu,
sameiginlega sögulega arfleið sem
tengir þá saman á þann hátt sem
heymarlausir einir skilja.
I gegnum dans, sögur, leikhús og
með því að deila reynslu sinni,
með því að kynnast og sjá hvað
væri í boði á sviði nýjustu tækni
(hjálpartæki og annað) lærðu
heyrnarlausir hver af öðmm og
snéru til síns heima reynslunni
ríkari. Ráðstefnan sem upphaflega
var ætluð 500 manns en að lokum
varð að 6000 manna ráðstefnu,
hefur haft víðtæk áhrif og hennar
er ennþá minnst í dag sem upphafs
vitundarvakningar meðal marga
heyrnarlausra um rétt sinn og
stöðu innan hins heyrandi
samfélags.
Og nú er komið að framhaldinu
því að í sumar, nánar tiltekið
dagana 8. til 13. júlí verður Deaf
Way ráðstefnan haldin í annað
sinn í Washington DC. Búist er við
fjölda manns og dagskrá ráðstefn-
unnar er fjölbreytt, ætluð öllum
hvort sem er heyrnarlausum,
heyrnarskertum eða heyrandi sem
hafa áhuga á málefnum og
menningu heyrnarlausra.
Norræn menningarhátíð
heyrnarlausra í Á1 í Noregi
Norræn menningarhátíð heym-
arlausra er haldin fjórða hvert ár til
skiptis á Norðurlöndunum og í ár
er komið að Noregi. Menningar-
hátíðin stendur í viku og á meðan
á henni stendur koma heymar-
lausir Norðurlandabúar saman,
sækja fyrirlestra, taka þátt í
vinnuhópum, horfa á leikrit og
styrkja hin norrænu vináttubönd.
Rétt eins og með Deaf Way
ráðstefnuna, hefur menningarhátíð
heymarlausra haft víðtæk áhrif á
líf heyrnarlausra. Meðal annars
varð hún til þess að þjálfun og
menntun túlka hófst hérlendis í
fyrsta sinn veturinn 1985-6 en
hátíðin var haldin hérlendis í
fyrsta sinn árið 1986.
í lok menningarhátíðarinnar
tekur Félag heymarlausra svo við
formennsku Dövas Nordiska Rád
(DNR) sem er sameiginlegt ráð
félaga heyrnarlausra á Norður-
löndunum. Félag heymarlausra á
Islandi mun gegna formennsku í
ráðinu næstu 4 árin eða þar til að
Norræn menningarhátíð heyrnar-
lausra verður haldin hér á landi
árið 2006.
Aðrir viðburðir
Af öðmm viðburðum sem em í
boði fyrir félagsmenn Félags
heyrnarlausra nú í sumar er meðal
annars Ungmennamót í Finnlandi,
ætlað fólki á aldrinum 18-30 ára.
Um 10 manns fara héðan á mótið
sem haldið er í byrjun ágúst.
Tilgangur þessa móts er sá sami og
með norrænu menningarhátíðinni,
að efla norræna samvinnu og sam-
vitund. Vegna fámennis heyrnar-
lausra á Islandi er það ennþá
mikilvægara að halda góðu
sambandi við hin Norðurlöndin,
sækja þangað vináttu og stuðning.
Einnig stendur heyrnarlausum
unglingum til boða að fara á mót í
Danmörku sem er sama eðlis og
það í Finnlandi.
Starfsemi Félags heyrnarlausra
verður með sama sniði og
undanfarin sumur. Það felst að
mestu í að aðstoða félagsmenn þá
sem sækja þessa viðburði sem og
sjá um útleigu á sumarhúsi
félagsins. Skrifstofa félagsins er
þó lokuð allan júlímánuð.
Anna Valdimarsdóttir
tímarit öryrkjabandalagsins
43