Fréttablaðið - 27.05.2020, Síða 6

Fréttablaðið - 27.05.2020, Síða 6
STJÓRNMÁL Þingsályktunartillaga sex þingmanna Framsóknarflokks- ins um Alþingi sem fjölskylduvæn- an vinnustað, var tekin fyrir hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær. En með henni yrði þingforseta falið að skipa þverpólitískan starfs- hóp til að endurskoða þingsköp og skila tillögum um breytingar fyrir árslok. „Það sem vakti fyrir okkur var að vekja athygli á stöðu einstaklings- ins inni á þinginu og vinnulaginu,“ segir Ásgerður K. Gylfadóttir, vara- þingmaður og hjúkrunarfræðingur, sem er fyrsti f lutningsmaður til- lögunnar. „Alþingi er mjög óút- reiknanlegur vinnustaður. Það er mun meira skipulag á þingstörfum víða erlendis og einstaklingar sem þar starfa geta skipulagt sig fram í tímann.“ Þingfundir hefjast gjarnan síð- degis og geta staðið fram á kvöld, fram á nætur í sumum tilvikum. Þingstörf geta farið alveg úr skorð- um þegar langar umræður fara fram um einstaka mál. Þá hefur verið mikil umræða um hið svokallaða málþóf, sem notað er til að tefja framgöngu mála. „Þegar til dæmis orkupakkamálið var til umræðu þá talaði fólk enda- laust. Auðvitað þarf fólk að hafa tíma til að koma sínum skoðunum á framfæri, en það er hægt að hafa skipulag í kringum þetta þann- ig að ekki sé hægt að taka þingið í herkví,“ segir Ásgerður. Tillagan á rætur sínar í samþykkt Landssambands Framsók nar- kvenna. Telja þær að bæði vinnu- tíminn og ófyrirsjáanleikinn henti konum sérstaklega illa. Aðstæður til þingstarfa séu því letjandi fyrir konur. Ásgerður segir að þetta geti líka átt við unga karlmenn, sem vilji eiga sitt fjölskyldulíf, sem og fólk af landsbyggðinni. Áratugum saman voru karlar í miklum meirihluta á Alþingi og samfélagið þannig uppbyggt að konurnar voru heima með börnin. Með samfélagslegum breytingum hefur skapast þrýstingur á að færa vinnustaði í fjölskylduvænna horf, líka Alþingi. Þreifingar í þá átt, áttu sér stað eftir bankahrunið 2008, og árið 2011 var reglum um lengd þing- funda breytt. Ásgerður segir til- löguna áframhald af þessari vinnu. „Mínar hugmyndir eru þær að horfa til nágrannalandanna og sjá hvernig aðstæður eru á þeirra þing- um. Síðan nota það besta sem við sjáum, til þess að byggja okkar eigið kerfi upp. Ég er ekki með fyrir fram mótaðar hugmyndir um hvernig þetta ætti að líta út,“ segir hún. Ásgerður segir að viðbrögðin við tillögunni hafi verið á ýmsan hátt. „Sumir halda að tillagan snúist um að þingmenn geti fengið frí til að sinna gæluverkefnum. Aðrir taka undir að það þurfi að gera breyt- ingar og við þurfum að stíga í takt til að skapa aðstæður fyrir næstu kynslóðir sem hafa nýja nálgun.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Auðvitað þarf fólk að hafa tíma til að koma sínum skoðunum á framfæri, en það er hægt að hafa skipulag í kringum þetta þannig að ekki sé hægt að taka þingið í herkví. Ásgerður K. Gylfadótir, varaþingmaður Drekinn býr sig til flugs Geimfarið Dragon sést hér áfast Falcon 9 eldf lauginni við Kennedy-geimf lugstöðina í Flórída. SpaceX og NASA stefna á að skjóta f lauginni á loft klukkan 16.33 á staðartíma í dag ef veðuraðstæður leyfa. Þetta verður fyrsta mannaða geimskot frá Bandaríkjunum í níu ár. MYND/GETTY Miðflokksmenn settu met í orkupakkaumræðunni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Aðstæður á Alþingi letjandi fyrir ungt fólk Þingsályktunartillaga sex þingmanna Framsóknarflokksins um Alþingi sem fjölskylduvænan vinnustað, er nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftir- litsnefnd. Flutningsmaður segir þörf á meiri festu og að útiloka þurfi málþóf. Þorsteinn Víglundsson. REYKJAVÍK Minjastofnun Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Þorsteins Víglunds- sonar, forstjóra eignarhaldsfélags- ins Hornsteins ehf., móðurfélags Björgunar í Fréttablaðinu fyrir helgi. Fyrir liggur að fyrirtækið fái úthlutað lóð við Álfsnesvík eftir margra ára ferli, en Minjastofnun brást við með því að  tilkynna að stofnunin hygðist freista þess að fá svæðið friðlýst, því talið er að þar leynist merkar minjar frá fyrri tíð. Þorsteinn brást ókvæða við þess- um fyrirætlunum. „Að mínu mati er þetta í raun vísvitandi seinagangur og algjörlega óásættanleg vinnu- brögð. Minjastofnun er að koma þremur árum of seint með þessa kröfu,“ sagði Þorsteinn. Benti hann á að tekið hefði verið tillit til sjónarmiða stofnunarinnar og að Minjastofnun hefði verið boðið að farið yrði í frekari forn- leifarannsóknir á svæðinu, en það boð hafi verið afþakkað. Í grein Minjastofnunar, sem Agnes Stefánsdóttir sviðstjóri ritar, segir að ummæli Þorsteins beri vott ákveðna vanþekkingu á lögum um menningarminjar. „Fornleifarann- sókn er annars vegar vettvangs- skráning fornleifa og hins vegar fornleifauppgröftur og úrvinnsla úr honum. Fornleifaskráning er gerð til að leggja mat á mögulegar minjar og í framhaldi af því er annaðhvort gerð krafa um varðveislu minjanna eða, ef samþykkt er að þær megi víkja vegna framkvæmda, er gerð krafa um fornleifauppgröft. Þar sem Minjastofnun hefur ekki samþykkt að minjarnar megi víkja, er ekki tímabært að tala um mögulegan uppgröft.“ Greinin er aðgengileg í fullri lengd á frettabladid.is – bþ Segja ummæli Þorsteins byggð á vanþekkingu SAMFÉLAG Eigandi vörubíls má ekki leggja honum í sameiginlegt stæði fjölbýlishúss. Þetta kemur fram í úrskurði kærunefndar húsamála. Um er að ræða fjölbýlishús í Hafnarfirði, þar sem eigandi einnar íbúðarinnar lagði 16 tonna vöru- bíl fyrir utan, notaði viðkomandi einnig möl til að stækka bílastæðið án leyfis. Gerði eigandi vörubílsins athugasemd við húsreglur sem leggja bann við atvinnustarfsemi á lóðinni, þar sem hann hefði verið erlendis þegar húsfundur fór fram. – ab Má ekki leggja vörubíl fyrir utan fjölbýli Þar sem Minja- stofnun hefur ekki samþykkt að minjarnar megi víkja, er ekki tímabært að tala um mögulegan uppgröft. Agnes Stefánsdóttir, sviðstjóri Eigandi vörubílsins gerði athugasemdir við húsreglur þar sem hann hefði verið erlendis þegar húsfundur fór fram. AÐALFUNDUR Spoex, Samtök psoriasis- og exemsjúklinga boða til aðalfundar miðvikudaginn 3. júní næstkomandi kl. 17:15-19:00. Fundurinn verður haldinn á Hilton Nordica salur Vox Club. Hefðbundin dagskrá aðalfundar skv. lögum Spoex: ■ Skýrsla formanns ■ Stjórnarkjör ■ Formannskjör Sjá nánar á www.spoex.is 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.