Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2020, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 27.05.2020, Qupperneq 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Allir vita að það á aldrei að láta alvarlegar krísur fara til spillis. Þúsundir finna sig nú í óvæntri stöðu og hugsa eflaust hvað sé best til bragðs að taka. ALLT fyrir listamanninn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Erfiðum aðstæðum fylgja oft ný og óvænt tæki-færi. Þetta höfum við í Háskóla Íslands haft í huga undanfarnar vikur eftir að við svöruðum metnaðarfullu kalli Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að stórauka framboð á sumarnámi í kjölfar þeirra efnahagslegu áfalla sem við glímum nú við. Þúsundir finna sig nú í óvæntri stöðu og hugsa eflaust hvað sé best til bragðs að taka. Margir sjá mögulega tækifæri í háskólanámi. Hvort sem það er að klára það sem út af stendur í háskólanáminu, búa sig undir háskólanám, bæta við sig menntun eða færni, eða jafnvel að fara að læra eitthvað alveg nýtt. Tækifærin eru svo sannarlega til staðar og þess vegna höfum við lagt nótt við dag undanfarnar vikur við að undirbúa fjölbreytt og spennandi námsframboð í sumarskóla Háskóla Íslands þar sem flestir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Yfir þúsund manns hafa nú þegar gripið tæki- færið sem skapaðist með nýju sumarnámi í Háskóla Íslands og lítur út fyrir að yfir 100 námskeið verði haldin í sumar á vegum skólans. Námskeiðin eru af ýmsum toga og af öllum fræðasviðum skólans, s.s. í viðskiptafræði, tölvunarfræði, kennslufræði, nær- ingarfræði, tungumálum, líffærafræði o.fl. Einnig eru í boði námskeið sem tengjast beint núverandi aðstæðum og má þar nefna námskeið um tölfræði, vísindi og COVID-19 og námskeið um heilsu á tímum COVID-19. Í sumarskólanum er boðið upp á um eitt hundrað einingabær háskólanámskeið, auk undirbúnings- námskeiða HÍ, Endurmenntunar HÍ, Tæknifræði- seturs HÍ og Háskólabrúar Keilis. Skráning mun almennt standa yfir til 2. júní en umsóknarfrestur í einstök námskeið er þó lengri. Allar upplýsingar um sumarskólann má finna á hi.is/sumarnam. Ég er þess handviss að skráning í sumarskóla Háskóla Íslands muni reynast gæfuspor fyrir marga og sýna aftur að í kjölfar óvissu komi tækifæri sem vel eru þess virði að grípa. Gríptu tækifærið í sumar Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands Sameiningarafl Margir telja að hlutverk forseta Íslands sé að vera sameiningaraf l, sem Guðmundur Franklín Jóns- son geti ekki verið vegna skoðana sinna. Það er alrangt. Guðmundi hefur nefnilega tekist að sameina tvær fylkingar sem hart hafa barist um sama fylgið undanfarin ár, Íslensku þjóðfylkinguna og Frelsisf lokkinn. Hægri grænir, f lokkur Guðmundar, rann á sínum tíma inn í Þjóðfylkinguna en Frelsisf lokkurinn klofnaði úr henni eftir hatrömm átök. Í kosn- ingunum 2018 kepptust þeir um að vera sem mest á móti hælisleit- endum og moskubyggingum. Nú keppast formennirnir um hylli Guðmundar og annar þeirra er virkur í framboðinu. Með þessari sameiningu hefur Guðmundur tryggt sér að minnsta kosti 267 atkvæði í Reykjavík. Rútuáklæðið Rútuáklæði var mörgum efst í huga þegar litið var á nýja lands- liðsbúninginn í fótbolta sem var „óvart lekið“ á netið í gær. Á fólki að vera talin trú um að hinn ísra- elselskandi þýski risi hafi fyrir slysni birt mynd af búningnum á samfélagsmiðlum. Um er að ræða þekkta takta úr treyjuheiminum, að leka mynstrum til að skanna viðbrögð tístverja og geta þá gert smá breytingar. Miðað við við- brögðin má ætla að landvættirnir stílíseruðu verði óbreyttir og mögulega áklæðið frá Guðmundi Tyrfingssyni líka. kristinnhaukur@frettabladid.is 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur @frettabladid.is Seint á föstudaginn birti Vinnumálastofnun lista yfir fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabóta-leiðina. Það var blíða í borginni og helgarspáin glimrandi góð. Pólitískir refir kalla þetta að „fara út með ruslið“, eins og frægt varð í banda-rísku sjónvarpsþáttaröðinni West Wing. Hlutabótaleiðin flaug á ofsahraða gegnum þingið fyrr í vor, í viðleitni til að draga úr fyrirsjáanlegum fjölda hópuppsagna. Þingmenn stóðu ekki aðeins frammi fyrir kröfu um flýtimeðferð, heldur hafði stjórnarandstaðan þá þegar verið vængstýfð með fjöldatakmörkunum í þingsal, undir yfirskini sóttvarna. Blessunarlega sá einhver fyrir að hlutabótaleiðin væri vel fallin til sviksemi og var ákvæði bætt inn í lögin á lokametrunum um heimildir Vinnumálastofnunar til samtímaeftirlits um raunverulega þörf fyrir aðstoð. Þess reyndist þó ekki þurfa. „Þetta verður skoðað í haust,“ sagði forstjóri stofnunarinnar í viðtali á RÚV. Ekki hafði unnist tími til að óska skýringa á þörfum stórs hluta fyrirtækja landsins fyrir neyðaraðstoð heldur var þeim sjálfum treyst til þess að leggja mat á eigin vanda. Mörg þeirra eflaust í svipaðri stöðu og Hallgrímskirkja, sem virðist ramba á barmi gjaldþrots eftir messufall fjóra sunnudaga í röð. Stjórnin hafnaði hugmyndum stjórnarandstöðunnar um takmarkanir á aðstoð til fyrirtækja sem greiða út arð til eigenda. Helstu gróðafyrirtæki landsins biðu ekki boðanna og skelltu sér í áskrift að ríkisaðstoð. Nokkur þeirra bökkuðu þó út eftir óþægilega umfjöllun í fjöl- miðlum, sem sjá um eina rauntímaeftirlitið með hluta- bótaleiðinni, eftir að heimildir Vinnumálastofnunar reyndust stofnuninni ofviða. Því veldur þjónusta Vinnu- málastofnunar við fjölmiðla sérstökum vonbrigðum. Þótt eðlilegt sé að staldra við áður en viðkvæmar upplýsingar eru birtar, hefur íslenskum stjórnvöldum ítrekað verið bent á að almenn tregða til að veita upp- lýsingar vekur tortryggni fjölmiðla og hamlar þeim frá því að sinna sínu mikilvægasta hlutverki. Í stað þess að slá á tortryggni og sinna sjálfsögðum skyldum sínum, kaus stofnunin að birta margumbeðnar upplýsingar síðdegis á sólríkum föstudegi, nægilega seint til að fréttastofur ljósvakamiðlanna næðu ekki að vinna frétt fyrir kvöldfréttatíma og án þess að senda út tilkynningu eða gera fjölmiðlum með öðrum hætti viðvart um birtinguna. Fámennar kvöldvaktir vefmiðl- anna birtu fyrstu fréttir um efnið, á meðan landsmenn grilluðu út í garði í fegurstu kvöldsól sem skinið hefur á borgarbúa þetta vorið. Vinnumálastofnun fór út með ruslið. Allir vita að það á aldrei að láta alvarlegar krísur fara til spillis. Siðað fólk nýtir þær til jákvæðra breytinga og framfara, en þeir siðlausu sjá tækifæri í gallaðri laga- setningu og veikari eftirlitskerfum; tækifæri til að stúta samkeppnisaðilanum, sjúga fé úr opinberum neyðar- sjóðum, þrýsta niður launum og níðast á réttindum láglaunafólks. Af þessum ástæðum gegna fjölmiðlar venju fremur mikilvægu hlutverki í krísum. Stjórnvöld ættu ekki að bregða fyrir þá fæti heldur sýna þeim virðingu og skilja mikilvægt hlutverk þeirra. Út með ruslið 

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.