Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 18

Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 18
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is 750 milljónir króna var tap móðurfélags gagnaversins á Ásbrú árið 2018. 255 milljarðar króna er markaðsvirði Play. Félag í eigu Novator, fjárfest-ingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, seldi í lok síðustu viku liðlega fimm pró- senta hlut í Play fyrir rúma þrettán milljarða króna. Í kjölfar sölunnar fer félagið með um fimmtungshlut í pólska fjarskiptafélaginu Play. Hlutabréfin voru seld til banda- rískra og evrópskra fagfjárfesta á genginu 28 pólsk slot á hlut, en til samanburðar stóð gengi hlutabréfa í fjarskiptafélaginu í 29,6 slotum í gær. Hefur það lækkað um sextán prósent frá áramótum. Novator hefur þannig selt saman- lagt um tíu prósenta hlut í Play á síðustu átta mánuðum en félagið gekk frá sölu á 4,5 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu fyrir um 12,3 milljarða króna í september í fyrra. Þau viðskipti voru gerð á genginu 30,5 slot á hlut. Gríska fjárfestingafélagið Toller- ton hefur einnig minnkað við sig í Play samhliða sölu Novators en félagið, sem hefur verið stærsti hluthafi fjarskiptafélagsins ásamt Novator frá árinu 2008, hefur selt alls níu prósenta hlut í Play frá því í septem- ber í fyrra. Fer það nú með fimmtungshlut í fjarskipta- félaginu, rétt eins og Nova- tor, en sá hlutur er metinn á ríf lega fimmtíu millj- arða króna miðað við núverandi gengi hluta- b r é f a í p ó l s k a félaginu. Novator og Toller- ton höfðu í hyg g ju að s elja samanlagt sjö prósenta hlut í Play í síðustu viku, en vegna sterkrar eft- irspurnar af hálfu fjárfesta ákváðu félögin að lokum að selja alls 9,8 prósenta hlut. Play var sem kunnugt er skráð á hlutabréfamarkað í Varsjá sumarið 2017 í kjölfar eins stærsta hlutafjár- útboðs í sögu Póllands þegar Nova- tor og Tollerton seldu samanlagt nærri 49 prósenta hlut í félaginu. Félagið er stærsta fjarskiptafélag Póllands með yfir fimmtán milljónir viðskiptavina og 28 prósenta mark- aðshlutdeild. Markaðs- virði þess nemur um 7,5 milljörðum slota eða sem jafngildir um 255 milljörðum króna. – kij Novator selur í Play fyrir þrettán milljarða króna HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN Í FRÉTTABLAÐINU – MEST LESNA DAGBLAÐ LANDSINS Auglýsingaefnið lendir á eldhúsborðinu þegar blaðið er opnað! Íslendingar lesa Fréttablaðið daglega að meðaltali.* Kannaðu dreiileiðir og verð í síma 550 5050 eða sendu tölvupóst á orn@frettabladid.is. Útvegum einnig hagstæð verð í prentun. 93.000 Hlutafé Valitor, dótturfélags Arion banka, hefur verið aukið um 3,5 milljarða króna. Hlutafjárhækkunin, sem fór fram á genginu einum, var sam- þykkt á hluthafafundi greiðslumiðl- unarfyrirtækisins undir lok síðasta mánaðar og var hún greidd með umbreytingu á kröfu Arion banka á Valitor. Hlutafé félagsins eftir hækkunina nemur 3,9 milljörðum króna að nafnvirði. Gríðarlegt tap hefur verið á rekstri Valitor um langt skeið, einkum vegna starfsemi félags- ins erlendis, en á fyrsta fjórðungi þessa árs nam tapið tæplega 1,2 milljörðum króna. Á árinu 2019 nam rekstrartapið hins vegar um tíu milljörðum króna. Viðari Þor- kelssyni, sem hafði stýrt Valitor undanfarinn áratug, var sagt upp störfum í lok marsmánaðar á þessu ári. Herdís Fjeldsted, sem þá var varaformaður stjórnar Arion banka og formaður stjórnar Valitor, tók við starfinu og mun gegna því þar til stjórn félagsins hefur ráðið for- stjóra til frambúðar. Í lok síðasta árs var tilkynnt um að stjórn Valitor hefði ráðist í end- urskipulagningu á félaginu til að snúa við taprekstrinum og styrkja kjarnastarfsemina. Fjárfestingar Valitor á undanförnum árum í alþjóðlegri starfsemi nema um sex milljörðum króna. Samanlagt tap félagsins á þessari starfsemi, bæði vegna kaupa á fyrirtækjum í Bret- landi og Danmörku og uppsafnaðs taprekstrar þeirra, er talið nema um 13 milljörðum króna. Fyrr í þessum mánuði var tilkynnt um að Valitor hefði selt starfsemi sína í Danmörku. Bókfært virði Valitor í reikn- ingum Arion banka hefur lækkað verulega á undanförnum misserum og árum og nam 5,5 milljörðum króna í lok fyrsta ársfjórðungs. Til samanburðar var félagið bókfært á liðlega 16 milljarða í ársbyrjun 2019. Valitor er skilgreint sem eign til sölu í reikningum Arion, en bandaríski f járfestingabankinn Citi var fenginn til að hafa umsjón með sölunni í lok árs 2018. – hae Hlutafé Valitor aukið um 3,5 milljarða Herdís Fjeldsted, forstjóri Valitor. Verne Global, sem rekur gagnaver á Á sbr ú í Reyk ja-nesbæ, hefur lokið við hlutafjáraukn-ingu fyrir um tíu milljónir dala, jafnvirði tæplega 1,4 milljarða króna, auk þess sem félagið hefur tryggt sér yfir fjög- urra milljarða króna lán frá Arion banka. Er fjármögnuninni ætlað að auka afkastagetu gagnaversins um liðlega fjögur megavött, að sögn for- svarsmanna fyrirtækisins. Samkvæmt gögnum sem hefur verið skilað inn til bresku fyrir- tækjaskrárinnar, tóku stærstu hluthafar Verne Global, þar á meðal félög á vegum Novators og fram- takssjóður í stýringu Stefnis, þátt í hlutafjáraukningunni. Þannig lögðu félög í stýringu Novator, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, gagnaverinu til um 2,6 milljónir dala, jafnvirði um 360 milljóna króna, á meðan sjóðurinn SF VI, sem er að mestu fjármagnaður af innlendum líf- eyrissjóðum, fjárfesti í því fyrir um 2,9 milljónir dala, eða sem jafngildir um 400 milljónum króna. Breski góðgerðarsjóðurinn Well- come Trust, stærsti hluthafi Verne Global með nærri 30 prósenta hlut, lagði félaginu til 3,2 milljónir dala og þá nam framlag bandaríska fjár- festingarsjóðsins General Catalyst Partners um 1,3 milljónum dala. Novator hafði sem kunnugt er forystu um stofnun Verne Global árið 2007 ásamt General Catalyst. Wellcome Trust, sem er meðal ann- ars einn stærsti bakhjarl rannsókna í líf- og læknisfræði í heiminum, fjárfesti í gagnaverinu árið 2010 og þá kom fyrrnefndur sjóður í rekstri Stefnis, sjóðastýringarfélags Arion banka, inn í hluthafahópinn með um fjórðungshlut snemma árs 2015. Fram kemur í fyrrnefndum gögn- um úr bresku fyrirtækjaskránni að Verne Global og Arion banki hafi samið um miðjan síðasta mánuð um annars vegar framkvæmdalán í evrum og dölum fyrir jafnvirði um 2,3 milljarða króna og hins vegar lán til endurfjármögnunar á eldri lánum fyrir allt að 1,9 milljarða króna. Eru lánin tryggð með veði í öllu hlutafé gagnaversfélagsins. Bankinn hefur áður komið að fjármögnun Verne Global, en hann endurfjármagnaði sem dæmi félag- ið að fullu árið 2014, tveimur árum eftir að starfsemi gagnaversins hófst, auk þess sem hann fjármagn- aði á sama ári frekari stækkun þess. Tap hefur verið á rekstri gagna- versins frá því að það var opnað árið 2012. Sem dæmi nam tap Verne Holdings, móðurfélags Verne Glo- bal, um 5,4 milljónum dala, jafn- virði um 750 milljóna króna, árið 2018 og nærri 10,2 milljónum dala árið 2017. Tekjur félagsins námu saman- lagt 17,5 milljónum dala, um 2,4 milljörðum króna árið 2018, borið saman við 12,3 milljónir dala árið áður. Móðurfélagið átti eignir upp á alls 98,5 milljónir dala, sem jafngildir um 13,7 milljörðum króna, í lok árs 2018, en á sama tíma var eigið fé þess 72,7 milljónir dala og eiginfjár- hlutfallið því um 74 prósent. Dominic Ward, sem hefur starfað sem fjármálastjóri Verne Global, tók við forstjórastarfi gagnavers- félagsins fyrr á árinu af Jeff Monroe, sem hafði gegnt starfinu í meira en tíu ár. Áður starfaði Dominic fyrir fjárfestingararm Wellcome Trust þar sem hann leiddi meðal annars fjárfestingu sjóðsins í Verne Global á árunum 2010 og 2011. kristinningi@frettabladid.is Verne eykur umsvifin með nýju hlutafé Gagnaver Verne Global á Ásbrú hefur tryggt sér um sex milljarða króna fjár- mögnun með hlutafjáraukningu og láni frá Arion banka. Stærstu hluthaf- arnir lögðu félaginu til fé. Mikið tap hefur verið á rekstrinum á síðustu árum. Gagnaver Verne Global á Ásbrú, sem er meðal annars í eigu lífeyrissjóða, var opnað árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Björgólfur Thor Björg- ólfsson, aðaleig- andi fjár- festinga- félagsins Novator. 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.