Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2020, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 27.05.2020, Qupperneq 22
þúsund jafngildir um 6 prósent af vinnumarkaði, sem er megnið af atvinnuleysinu sem við erum að spá. Á móti vegur að sumir geta fundið vinnu í öðrum atvinnu- greinum, hluti af erlenda vinnuafl- inu snýr aftur til síns upprunalands og ýmsir hverfa af vinnumarkaði til að fara í nám eða á eftirlaun,“ segir Jón Bjarki. Ekki allir snúa heim Árið 2018 var um þriðjungur þeirra sem störfuðu í ferðaþjónustu af erlendu bergi brotinn. Jón Bjarki segir ekki hægt að gera ráð fyrir að allir útlendingar sem missa vinnuna snúi aftur til sinna heimalanda. „Við munum ekki endilega sjá brottflutning í stórum stíl þó að fólk missi tímabundið vinnuna, sérstak- lega ef það hefur von um að finna nýtt starf eða fá gamla starfið sitt að nýju þegar hagkerfið tekur við sér. Langflest lönd eru að glíma við kreppu á sama tíma og Ísland og það er ekki víst að fólk vilji snúa aftur til landa þar sem lífskjör eru lakari og velferðarkerfið minna í sniðum.“ Vel undir hápunktinum Fjöldi starfandi í ferðaþjónustu náði hápunkti í desember 2018 þegar hann nam 29 þúsundum. Ef spá Íslandsbanka um 800 þúsund ferðamenn á þessu ári gengur eftir, og ef áfram verður jafn sterk fylgni milli fjölda ferðamanna og fjölda starfa í atvinnugreininni, má var- lega áætla að lágpunkti verði náð í mars 2021 þegar fjöldi starfandi í ferðaþjónustu mun nema rúmlega 15 þúsundum. Með fjölgun ferðamanna upp í 1,3 milljónir árið 2022 má áætla að fjöldi starfandi fari upp í tæplega 22 þúsund í lok ársins. Þá vantar enn 7 þúsund störf í greininni til að ná fyrri hæðum. „Í okkar spá verður atvinnu- leysishlutfall í landinu fyrst orðið svipað árið 2022 en það er ekki byggt á þeirri undirliggjandi for- sendu að störfin í ferðaþjónustu verði orðin jafnmörg. Til þess þarf ferðamannastraumurinn að vera nær 2 milljónum en einni milljón,“ segir Jón Bjarki. „Þau verða væntanlega talsvert færri. Við munum líklega sjá til- færslu starfa yfir í aðrar greinar og fráhvarf af vinnumarkaði,“ segir Jón Bjarki. Fulltrúar PCC og SMS gengu fyrr í mánuðinum frá samkomulagi um ein- greiðslu vegna seinkunar á afhendingu kísilverksmiðj- unnar. Vogunarsjóðurinn fór með um 90 prósenta hlut í Klakka sem seldi Lykil til TM fyrir um 9,6 milljarða króna á síðasta ári. Við munum líklega sjá tilfærslu starfa yfir í aðrar greinar og fráhvarf af vinnumarkaði. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Fjöldi þeirra sem starfa í ferðaþjónustu gæti dregist saman um allt að tólf þúsund á rúmu ári miðað við spá Íslands-banka um fjölda ferða- manna og sögulega sterka fylgni hans við fjölda starfandi í ferða- þjónustu. Atvinnusköpun í grein- inni helst í hendur við ferðamanna- strauminn og því er útlit fyrir að fjöldi starfa á næstu árum verði talsvert undir fyrri hæðum. Fjöldi útlendinga sem fara um Kef lavíkurf lugvöll og fjöldi starf- andi í ferðaþjónustu hafa fylgst náið að undanfarin ár eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti. Ef skoðuð er fylgnin frá janúar 2009 til janúar 2020 sést að straumur ferðamanna til Íslands skýrir tæplega 99,8 pró- sent af breytingunni í fjölda starfa í ferðaþjónustu. „Ferðaþjónustan er mannaflsfrek og það eru takmörkuð tækifæri til að ná fram stærðarhagkvæmni. Það leiðir til þess að nokkuð línuleg fylgni er milli fjölda ferðamanna og fjölda starfa í greininni. Fyrirtæki þurfa svo og svo marga starfsmenn til að taka á móti ákveðnum fjölda ferðamanna,“ segir Jón Bjarki Bents- son, aðalhagfræðingur Íslands- banka, í samtali við Markaðinn. Íslandsbanki birti nýja þjóðhags- spá um miðjan maí þar sem gert er ráð fyrir 9,2 prósenta samdrætti í landsframleiðslu á þessu ári. Spáir bankinn 4,7 prósenta hagvexti á næsta ári og 4,5 prósenta hagvexti árið 2022. Ein af lykilbreytunum á bak við hagvaxtarspána er fjöldi ferðamanna sem Íslandsbanki telur að verði um 750 þúsund á þessu ári samanborið við tæplega 2 millj- ónir á árinu 2019. Ferðamenn verði síðan rúm milljón á næsta ári og 1,3 milljónir árið 2022 ef spá bankans gengur eftir. Með því að nota fylgnina sem hefur verið á milli fjölda starfandi í ferðaþjónustu og fjölda ferða- manna, ásamt spá Íslandsbanka um fjölda ferðamanna út árið 2022, má spá fyrir um atvinnuþróun í ferða- þjónustu. Þannig mun þeim sem starfa í ferðaþjónustu fækka úr 27 þúsund- um í janúar 2020, sem eru síðustu opinberu tölurnar, niður í rúmlega 15 þúsund í mars 2021. Fækkun starfa í atvinnugreininni getur því numið 12 þúsundum á rúmu ári. „Ferðaþjónustan er óhjákvæmi- lega stór þáttur í hagsveiflunni sem er fram undan. Fækkun um tólf Störf haldast þéttingsfast í hendur við ferðamannafjölda Fjöldi starfa í ferðaþjónustu hefur mjög sterka fylgni við straum ferðamanna til landsins. Útlit er fyrir fækkun um 12 þúsund starfa í greininni á rúmlega ári miðað við spá Íslandsbanka um fjölda ferða- manna. Jafngildir um 6% vinnumarkaðarins. Getur tekið langan tíma að skapa eða endurheimta störf. Samkvæmt spá Íslandsbanka koma 1,3 milljónir ferðamanna til landsins árið 2022 borið saman við 2 milljónir í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2,5 32,5 2,0 27,5 1,5 22,5 1,0 17,5 0,5 12,5 0 7,52009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 2022 ✿ Útlendingar um Keflavík og starfandi í ferðaþjónustu Spá feb. 2021 15,3 Rauntölur feb. 2018 29,0 Rauntölur feb. 2020 27,0 Spá feb. 2022 21,8 n Útlendingar um KEF TTM n Rauntölur starfandi í ferðaþjónustu TTM n Spá ÍSB – útlendingar um KEF TTM n Spá – starfandi í ferðaþjónustu TTM Rauntölur feb. 2013 15,3 Rauntölur feb. 2016 21,9 BLM fjárfestingar ehf., sem er langsamlega stærsti hluthafi Klakka, greiddi 560 milljónir króna til eiganda síns í maí með lækkun á hlutafé. Fram kemur í tilkynningu til fyrirtækjaskrár að á hluthafafundi BLM fjárfestinga, dóttur félags Burlington Loan Management, sem aftur er í eigu bandaríska vogunarsjóðsins David- son Kempner, hafi verið ákveðið að lækka hlutafé úr 567 milljónum niður í 7 milljónir með greiðslu til hluthafa að fjárhæð 560 milljónir króna. Eignarhaldsfélagið Klakki hélt utan um 100 prósenta hlut í eigna- leigufyrirtækinu Lykli sem var selt til tryggingafélagsins TM fyrir 9,25 milljarða króna í fyrra. Auk þess mun hagnaður eignaleigufyrirtæk- isins á síðasta ári renna til Klakka. Áður hafði eignarhaldsfélagið selt f lestar aðrar eignir sínar og má þar meðal annars nefna hluti í VÍS, Sím- anum, Kviku og Bakkavör. Davidson Kempner, sem var einn stærsti kröfuhafi föllnu bankanna, bætti verulega við eignarhlut sinn í Klakka í gegnum BLM fjárfest- ingar árið 2016 þegar félagið keypti samanlagt rúmlega 60 prósenta hlut af Arion banka, Glitni HoldCo og Lindarhvoli. BLM fjárfestingar átti hæsta tilboðið í tæplega 18 prósenta hlut ríkisins í Klakka þegar hlutur- inn var boðinn til sölu af Lindar- hvoli haustið 2016 en það hljóðaði upp á 505 milljónir króna. Þá greindi Markaðurinn frá því í janúar að félag á vegum Davidson Kempner hefði á síðasta ári gengið frá kaupum á öllum bréfum félaga í eigum viðskiptafélaganna Sig- urðar Valtýssonar og bræðranna Ágústar og Lýðs Guðmundssona í Klakka. Vogunarsjóðurinn fór í kjölfar kaupanna með um 90 pró- senta hlut. Félög tengd Sigurði, sem er fyrrverandi forstjóri Exista, og bræðrunum, sem eru oftast kenndir við breska matvælaframleiðandann Bakkavör, voru fyrir söluna næst- stærstu hluthafar Klakka en saman- lagður eignarhlutur þeirra í félaginu var þá um sjö prósent. – þfh Davidson Kempner fær 560 milljónir frá íslenska dótturfélaginu  Jeremy Lowe stýrði fjárfestingum Davidson Kempner á Íslandi. Forsvarsmenn kísilvers PCC á Bakka við Húsavík hafa náð samkomulagi við verktakann sem byggði verksmiðjuna, þýska fyrirtækið SMS, um að síðarnefnda fyrirtækið greiði því fyrrnefnda um einn milljarð króna. Fyrirtæk- in hafa um nokkurt skeið deilt um tafabætur vegna framkvæmdanna. Gengið var frá samkomulagi um eingreiðsluna fyrr í mánuðinum. Eins og fram hefur komið í Mark- aðinum spratt deila PCC og SMS upp vegna seinkunar á afhendingu verk- smiðjunnar. Upphaflega stóð til að verksmiðjan yrði afhent PCC síðla árs 2017, en það tafðist og var hún ekki formlega afhent fyrr en í októ- ber í fyrra. Þess má geta að kísil verið var gangsett í maí árið 2018. Fram kom í Viðskiptablaðinu fyrr á árinu að vegna tafanna hefði PCC tekið yfir 9,4 milljóna evra banka- ábyrgð, sem SMS hafði lagt fram vegna framkvæmdanna. Þýski verk- takinn mótmælti því og gerði mót- kröfu á PCC upp á 44 milljónir evra. Haft var eftir Rúnari Sigurpálssyni, forstjóra PCC á Bakka á þeim tíma, að viðræður vegna málsins væru í gangi. Fyrirtækin vildu síður að deilan rataði fyrir dómstóla. Sem kunnugt er gengu stjórn- endur kísilversins frá samkomu- lagi um fjárhagslega endurskipu- lagningu þess við lánveitendur og hluthafa, sem eru meðal annars íslenskir lífeyrissjóðir og Íslands- banki í gegnum samlagshlutafélag- ið Bakka stakk, í mars síðastliðnum. Samkvæmt samkomulaginu er kísilverinu veittur frestur á greiðslu vaxta og af borgana og þá mun þýska fyrirtækið PCC SE, sem á 86,5 prósenta hlut á móti 13,5 prósenta hlut Bakkastakks, leggja fram 40 milljónir Bandaríkjadala, jafnvirði 5,6 milljarða króna, í reksturinn í formi hluthafaláns, samkvæmt heimildum Markaðarins. Miklar tafir og erfiðar aðstæður á hrávörumörkuðum hafa einkennt starfsemi kísilversins frá gangsetn- ingu á vormánuðum ársins 2018. Þá hafa vandræði í hreinsivirki verk- smiðjunnar valdið því að slökkva hefur þurft á ljósbogaofnum. – kij Greiðir PCC um milljarð í bætur Deilt var um tafabætur vegna kísil- versins. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.