Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 27

Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 27
519 5500 SÍÐUMÚLA 23 · 108 REYKJAVÍK · FASTBORG.IS Tækifæri í atvinnuhúsnæði Til leigu - bókið skoðun Málmsteypuhúsið, 2. og 3. hæð, leigjast saman eða hvor í sínu lagi Skipholt 23 2. hæð: rúmgóð með stórum gluggum, hæðin er um 200 fm 3. hæð: ris undir súð með nýjum þakgluggum, 200 fm gólfflötur Úlfar lögg. fasteignasali 788 9030 ulfar@fastborg.is Gunnlaugur lögg. fasteignasali 844 6447 gunnlaugur@fastborg.is 105 Reykjavík Til sölu eða leigu - bókið skoðun Laust strax Húsnæði er allt á einni hæð Skemmuvegur 20 Skiptist í vinnusal með tveimur innkeyrsluhurðum Góð lofthæð Salerni með búningsskápum og kaffistofa Brandur lögg. fasteignasali 897 1401 brandur@fastborg.is 200 Kópavogur Til sölu - bókið skoðun Birt stærð samtals 1.429 fm Ægisgata 7 Heil húseign, kjallari og fjórar hæðir Reisulegt og flott hús Býður upp á mikla möguleika Guðrún lögg. fasteignasali 621 2020 gudrun@fastborg.is 101 Reykjavík Borg fasteignasala státar af reynslu- miklu teymi löggiltra fasteignasala og leigumiðlara sem aðstoða þig við kaup, sölu og leigu atvinnuhúsnæðis. Hafðu samband, saman finnum við það sem hentar þér og þinni starfsemi. Rúmgóð skrifstofa í bakhluta Steypt bílaplan með hita Aug lýsi ng a stof a n P ipa r\TBWA, sem hreppti annað sætið í útboði sem stjórn- völd efndu til vegna landkynn- ingar í því skyni að laða að erlenda ferðamenn, lét birtingahús á sínum vegum annast umsóknina. Útboðið sneri að hugmyndavinnu og stefnumótun, almannatengslum og hönnun og framleiðslu mark- aðsefnis. Birtingar voru ekki hluti af útboðinu. Síðar verður sá hluti átaksins boðinn út fyrir 1,2 millj- arða króna. Íslandsstofa mun verja 300 millj- ónum króna í auglýsingaherferðina sem M&C Saatchi og íslenska aug- lýsingastofan Peel munu vinna. Athygli vekur að á meðal skilyrða til að taka þátt í útboðinu, er 15 milljónir króna í hreinu veltufé. Er það gert til að tryggja að sá sem annast verkefnið geti komið því í höfn. Árið 2018, sem nýjasti opinberi ársreikningur Pipars\TBWA vitnar um, var eigið fé auglýsingastofunn- ar neikvætt um 83 milljónir króna. Aftur á móti var eigið fé birtinga- hússins Pipar Media 79 milljónir króna árið 2019, samkvæmt árs- reikningi. Guðmundur Hrafn Páls- son, framkvæmdastjóri auglýsinga- stofunnar, segir að á árinu 2019 hafi eigið fé auglýsingastofunnar verið „núll í raun og veru“, því síðastliðið ár hafi verið gott. Hann segir að stjórnendum stof- unnar hafi þótt hreinlegast að birt- ingahúsið Pipar Media myndi taka þátt í útboðinu. Í framhaldinu sé stefnt að því taka þátt í útboðinu er varðar birtingar og komi til þess að Pipar\TBWA yrði hlutskörpust yrði Pipar\TBWA lét birtingahús bjóða í markaðsátak Guðmundur Pálsson sagði að það væri hreinlegra að birtingahúsið myndi taka þátt í útboðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR verkefnið allt á sama stað. „Það var hugsunin,“ segir hann. Að hans sögn samanstendur Pipar\TBWA af þremur fyrirtækj- um. Auglýsingastofunni Pipar\ TBWA, birtingahúsinu Pipar Media og stafræna markaðsfyrirtækinu The Engine. Verkefnin myndu flæða á milli fyrirtækjanna. Guðmundur og Valgeir Magnús- son, stjórnarformaður auglýsinga- stofunnar, hafa verið áberandi í fjölmiðlum og verið óánægðir með að erlent fyrirtæki hafi orðið hlut- skarpast í útboðinu. Íslenskt fag- fólk hafi misst tækifæri á að auka við færni sína í alþjóðaverkefni af þessari stærðargráðu. Pipar Media hefur kært útboðið, meðal annars vegna þess að stjórn- endur M&C Saatchi hafi viður- kennt bókhaldsbrot. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst, var um að ræða dótturfélög í löndum sem munu ekki koma að umræddri vinnu. helgivifill@frettabladid.is Mögulega eru leigusamn-ingar Regins í meiri mæli tengdir veltu en hjá Eik og Reitum, að því er fram kemur í verðmati Capacent. Tekjusam- dráttur Regins var mestur af fast- eignafélögunum eða sjónarmun meiri en hjá Reitum. Engu að síður er vægi hótela og veitingastaða í eignasafninu mun meira hjá Reitum. „Tekjur af verslunarhúsnæði, veitingastöðum og hótelrekstri geta oft verið veltutengdar. Tekjur leig usala sveif last þv í meira eftir velgengni leigutaka og eftir aðstæðum í efnahagslífinu,“ segir í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum. Áhrif COVID-faraldursins á upp- gjör fasteignafélaganna á fyrsta ársfjórðungi 2020 voru lítil. Tekjur Regins stóðu nærri í stað á milli fyrsta ársfjórðungs 2020 og 2019 og var raunsamdráttur í tekjum upp á rúmlega tvö prósent. Þetta er svipuð þróun og hjá Reitum en hins vegar jukust leigutekjur Eikar að raunvirði. Á móti vegi, segir Capacent, að nýting leiguhúsnæðis Regins sé mjög góð og óbreytt milli ársfjórð- unga eða 97 prósent. Vannýting leigueigna hafi aukist hjá hinum fasteignafélögunum. „Reginn hefur því betur gengið að halda í kúnna, hugsanlega með auknu vægi veltu- tengdrar leigu,“ segir í verðmatinu. Capacent segir að öllum fast- eignafélögunum hafi gengið illa að velta hækkun fasteignagjalda út í verðlag. – hvj Veltutengingin mest hjá Regin Eigið fé auglýsingastof- unnar Pipars\TBWA var í kringum núllið við áramót. Á meðal skilyrða í útboði Íslandsstofu var að hreint veltufé væri 15 milljónir. MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . M A Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.