Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 27.05.2020, Blaðsíða 29
Akkúrat núna er mest krefjandi það sem er líka mest gaman, að kynnast öllu nýju, bæði fólki og hugmyndum. Tanya segist oft vitna í ævisögu Madeleine Albright sem er frá Tékklandi en varð síðan utanríkisráðherra Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nám: Stúdent frá MR Cand. Juris frá Háskóla Íslands Störf: Skattalögfræðingur og meðeig- andi hjá PricewaterhouseCoopers 1996–1998. Lögfræðingur hjá Íslenskri erfða- greiningu 1999–2007. Framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital og síðar Virðingar 2008–2015. Aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfða- greiningar 2016–maí 2020. Aðstoðarforstjóri Alvotech frá 18. maí. Er stjórnarformaður Íslandssjóða og varaformaður stjórnar Sýnar og hef verið í stjórnum ýmissa fyrirtækja í gegnum árin, t.d. ORF líftækni og Carbon Recycling. Fjölskylduhagir: Gift Lárusi Jóhannessyni og við eigum þrjú börn, 13–19 ára. Svipmynd Tanya Zharov Tanya Zharov var nýlega ráðin aðstoðarforstjóri l y f j a f y r i r t æ k i s i n s Alvotech. Tanya mun meðal annars leiða st a r f sþr óu na r- og mannauðsmál Alvotech og mun vinna náið með framkvæmdastjórn fyrirtækisins í áframhaldandi upp- byggingu þess á alþjóðavísu. Tanya er lög f ræðing u r f rá Háskóla Íslands og á að baki farsæl- an feril sem stjórnandi og stjórnar- maður í íslenskum fyrirtækjum. Nú síðast starfaði hún sem aðstoðarfor- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar í fjögur ár, var stofnandi og fram- kvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital og fyrrverandi meðeigandi og skattaráðgjafi hjá Pricewater- houseCoopers. Hvernig finnst þér best að verja frístundum þínum? Eyða tíma með fjölskyldu og vinum, ferðast, fara í göngutúra, fara á tónleika og sýningar og lesa bækur. Hvað er mest krefjandi í starfinu? Akkúrat núna er mest krefjandi það sem er líka mest gaman, að kynnast öllu nýju, bæði fólki og hugmyndum, sem er það skemmti- legasta sem ég geri. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Úr því að ég neyðist til að nefna bara eina, þá er ég enn þá oft að vitna í ævisögu Madeleine Albright, Madame Secretary, sem átti bæði skemmtilega upprunasögu, var frá Tékklandi, en varð síðan utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Hún segir skemmtilega frá því hvernig hægt er að vinna úr erfiðleikum og jafnvel kalla þá heppni þegar frá líður. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég bara hef ekki hugmynd um það. Vonandi að byggja eitthvað spennandi upp með skemmtilegu og kláru fólki og að heimsækja nýja staði. Hvernig er rekstrarumhverfið að taka breytingum og hvaða tækifæri felast í breytingunum? Síðustu vikur og mánuðir hafa ýtt af stað ýmsum jákvæðum breyt- ingum í samskiptum og alþjóða- viðskiptum – sem ég held að við munum búa að til frambúðar. Heil- brigðisgeirinn hefur þjónað mikil- vægu hlutverki á tímum heimsfar- aldurs og við erum að sjá talsverða aukningu á heimsvísu í fjárfest- ingum í hátæknifyrirtækjum og lyfjafyrirtækjum. Þá höfum við sem einstaklingar f lest eytt auknum tíma í að vinna heiman að og við höfum með ógnarhraða þurft að taka í notkun nýjar lausnir í vinnu og einkalífi til að aðlaga okkur að ástandinu. Úr þessu koma örugg- lega ýmis tækifæri til varanlegra breytinga. Hvað felst í nýja starfinu? Taka þátt í Alvotech-uppbygg- ingarævintýrinu í hátæknisetri fyrirtækisins í Vatnsmýrinni og á alþjóðavísu, verða að liði í að halda áfram að byggja ofan á það frábæra starf sem þar hefur verið unnið nú þegar. Ótrúlega gaman að fá að þróa og ef la hátækniiðnað hér á landi sem skapar spennandi störf og framtíðarútflutningstekjur. Hvaða áskoranir eru fram undan? Hjá mér er það að setja mig inn í heim framleiðslu og þróunar á líf- tæknilyfjum og svo er ég að æfa mig að segja orðið: líftæknihliðstæðulyf. Ef þú þyrftir að velja annan starfs- frama, hvað yrði fyrir valinu? Ég myndi verða galleríeigandi. Hvernig stjórnunarstíl hefurðu tileinkað þér? Ég reyni að gera mitt besta. Gæti hugsað sér að vera galleríeigandi 13M I Ð V I K U D A G U R 2 7 . M A Í 2 0 2 0 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.