Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 30

Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 30
Hraður vöxtur ferðaþjónust-unnar er ein helsta ástæða þess að endurreisn efna- hagslífsins í kjölfar hrunsins tókst eins vel og raun bar vitni. Íslenski vinnumarkaðurinn, sem talinn er mjög sveigjanlegur í alþjóðlegum samanburði, hefur þar leikið lykil- hlutverk. Við í Greiningu spáum því að samdráttur í landsframleiðslu verði 9,2% á þessu ári og skamm- tímahorfur á vinnumarkaði eru afar dökkar. Stjórnvöld hafa gripið inn í með áður óþekktum hætti til að sporna gegn gjaldþrotum fyrir- tækja og stórauknu atvinnuleysi en skellurinn verður samt sem áður umtalsverður. Skammtímahorfur dökkar Síðastliðin fjögur ár hefur atvinnu- leysi hér mælst að meðaltali 3%, sem er afar lágt í alþjóðlegum samanburði. Til að mynda var atvinnuleysi að jafnaði 5,4% árið 2019 meðal OECD-ríkja. Tíðindi af atvinnuleysi í apríl eru því nokk- uð sláandi en það mældist 7,5% í almenna bótakerfinu og 10,3% vegna hlutabótaleiðarinnar. Það stefnir allt í að atvinnu- leysi verði meira hér á landi en við höfum vanist undanfarna áratugi. Í nýrri þjóðhagsspá spáum við að atvinnuleysi verði að meðaltali 9,6% á þessu ári án hlutabóta- leiðarinnar, en til samanburðar fór atvinnuleysi í hruninu hæst í 7,6% árið 2010. Við gerum ráð fyrir að atvinnuleysi mælist þegar mest verður 13% um mitt ár en taki að hjaðna þegar líða tekur á árið. Mun- urinn á þessu atvinnuleysi og til dæmis í hruninu er þó að nú liggja f lest störfin í dvala. Þegar hagkerfið réttir úr kútnum verða mörg þess- ara starfa vonandi enn til staðar og hægt verður að ganga í þau að nýju með tiltölulega skömmum fyrir- vara. Skammvinn kreppa? Ljóst er að hagkerfið verður fyrir hörðum skelli og eins er óljóst hve hraður efnahagsbatinn verður. Hins vegar eru fjölmargar ástæður til bjartsýni og ýmsar stoðir hag- kerf isins standa mun styrkari stoðum nú en við síðasta áfall. Sveigjanlegur vinnumarkaður hefur áður leikið lykilhlutverk við að rífa atvinnulífið á lappirnar og ef vel er haldið á spilunum ætti það að vera vel raunhæft aftur. Verði faraldurinn í rénun um mitt ár gæti atvinnuleysi minnkað talsvert strax á næsta ári og árið 2022 komist á svipaðar slóðir og fyrir COVID. Nú er bara að vona að veiran gangi hratt niður svo hjól atvinnu- lífsins taki að snúast á ný, fyrst og fremst svo vinnandi fólk geti haft í sig og á. Vinnumarkaður á tímum COVID  Líf að færast í flugvelli á ný Frá f lugvellinum í kínversku borginni Wuhan. Enn eru í gildi strangar takmarkanir á millilandaf lugi til og frá Kína en innanlandsf lug er hins vegar hafið á nýjan leik við ágætar viðtökur heimamanna. Fjölmörg ríki undirbúa nú að af létta takmörkunum á ferðalögum, í varfærnum skrefum þó, í þeirri von að blása lífi í efnahag sinn. Eru vonir bundnar að landamæri víða í Evrópu verði opnuð um miðjan næsta mánuð. MYND/GETTY Bergþóra Baldursdótir hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka Óhætt er að segja að vatnaskil hafi orðið í íslensku efnahagslífi þegar Seðlabanki Íslands læk k aði meg in- vexti sína úr 1,75% í 1,0% í síðastlið- inni viku. Þá var framsýn leiðsögn seðlabankastjóra í kjölfarið mjög skýr: Seðlabankinn mun leggjast af fullum krafti við að ýta hagkerfinu upp úr djúpum hjólförunum með peningastefnu sem nú í fyrsta skipti fetar svipaðar slóðir og hjá vestræn- um ríkjum með svipað lánshæfi og hið íslenska. Íslenskt vaxtastig hefur verið hátt síðasta hálfa áratuginn – raun- stýrivextir hafa hér verið á bilinu 1,5 til 4,5% mest af tímabilinu á meðan þeir hafa verið neikvæðir í flestum öðrum vestrænum ríkjum. Ástæður þess hafa verið mun meiri hagvöxtur hér en í nágrannalöndum og nokkuð óstöðugar verðbólgu- væntingar, en einnig hefur lítil verðbólga komið mörgum á óvart, þar með talið Seðlabankanum. Íslenskir fjármagnseigendur hafa því verið vel haldnir og getað hallað sér aftur á innlánsreikningum og notið áhættulausrar raunávöxtunar sem þótt hefur öfundsverð í öllum vestrænum hagkerfum. Í gamni hefur verið talað um að klæðast „vaxtasloppnum“ í þeirri merkingu að óþarfi sé að fara í vinnuna þegar vextirnir sjá um það fyrir þig. Vaxandi vaxtamunur Þótt meginvextir Seðlabankans hafi lækkað umtalsvert hefur bankinn lýst áhyggjum sínum af því að lækkun vaxta skili sér ekki nægi- lega í útlánavöxtum fyrirtækja. Í nýútgefnum Peningamálum kemur fram að vaxtaálag á útlánum til fyrirtækja hefur hækkað á einu ári úr um 2,5% í 5,5%. Bankinn hefur bent á að viðskiptabankarnir hafi líklega lánað á of lágum vöxtum undanfarin ár með tilliti til kostn- aðar og áhættu og það sé að leið- réttast nú. Að hluta til er það rétt skýring en á móti má benda á að á sama tíma hefur vaxtaálag banda- rískra fyrirtækjaskuldabréfa í fjár- festingarflokki tvöfaldast, úr 1,3% í 2,6%, og álag hávaxtaskuldabréfa hefur einnig tvöfaldast, úr 3,5% í 7%, á einu ári, þrátt fyrir kröftugar aðgerðir bandaríska seðlabankans. Hækkun álagsins hér heima endur- speglar því einnig aukna útlána- áhættu sem er eðlilegt í svo djúpum efnahagssamdrætti. Hlutfallsleg lækkun vaxtastigs á Íslandi á þessu ári er meiri en í f lestum samanburðarlöndum á sama tíma og skuldsetning ríkis- sjóðs vegna faraldursins er mjög viðráðanleg. Því ættu áhrifin að verða meiri af lækkandi vöxtum hér en víða annars staðar. Þótt lágir vextir minnki vaxtamun bankanna, styðja þeir við eignaverð og auð- velda skuldurum við að greiða af lánum sínum, sem ætti að hjálpa bönkunum að ná vopnum sínum á ný. Nýleg rannsókn Evrópska seðla- bankans bendir til að neikvæðir vextir hafi í heildina ekki haft nei- kvæð áhrif á evrópska banka með því að ýta undir eignaverð, draga úr hættu á vanskilum og örva útlána- vöxt. Íslenskir bankar ættu því ekki að örvænta þótt vextir lækki. Áhrif vaxtalækkana og aðgerða Seðlabankans Stytting innlána í Seðlabankanum, magnbundin íhlutun styttri ríkis- bréfa og greið lausafjárfyrirgreiðsla gegn veðtryggðum lánum ætti að binda styttri enda vaxtakúrfunnar við meginvexti bankans og ýta því gríðarmikla fjármagni í kerfinu sem situr í dag í innlánum, upp ávöxtunarkúrfuna og í áhættusam- ari fjárfestingar. Við slík skilyrði ætti samkeppni banka, lífeyrissjóða og annarra fjárfesta um lánveitingar til traustra lántaka að aukast og vaxtaálög því að minnka samhliða. Það ætti að geta stutt verulega við efnahagsbatann á næstu misserum. En eru lágir vextir tímabundið ástand? Ef efnahagsáfallið verður þyngra og slakinn meiri en Seðla- bankinn spáir, er líklegt að vextir lækki enn frekar. Ef ferðaþjónustan nær sér hins vegar fyrr á strik þá er engu að síður líklegt að mikill slaki verði áfram á vinnumarkaði en aukin bjartsýni og gjaldeyrisinn- flæði væri líklegt til að styðja við krónuna – raungengi krónunnar er í dag á svipuðum stað og þegar vöxtur ferðaþjónustunnar hófst 2015. Í öllu falli munu kraftar verðhjöðnunar vega áfram þungt en í dag gerir spá Seðlabankans ráð fyrir að verðbólga í árslok 2021 verði 1,4%, miðað við nokkuð veikara gengi krónu en í dag. Vaxtasloppurinn mun því líklega hanga inni í skáp eitthvað um sinn. Vaxtasloppurinn kvaddur  Agnar Tómas Möller forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter Þegar úrelt? Icelandair, undir stjórn Boga Nils Bogasonar, hefur náð langtíma- samningum við flugmenn og flugvirkja en félagið kappkostar að ná yfir 20 prósenta hagræðingu í launakostnaði. Það er forsenda fyrir samkeppnishæfni félagsins að mati stjórnendanna. Fjárfestar hljóta þó að spyrja hvort hagræðingin sé nú þegar orðin úrelt miðað við gang mála hjá helstu keppinautum. British Airways hefur þannig ákveðið að reka og endur- ráða þúsundir flugliða svo unnt sé að lækka laun þeirra um helming. Ekki er útilokað að Icelandair verði áfram með ein hæstu launin í brans- anum þegar upp er staðið. Fordæmingin Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, þurfti að draga í land með full- yrðingar um Play eftir heimsókn til félagsins. Í kjölfarið fór hann fögrum orðum um umfang starfseminnar, metnað stjórnenda og kjörin sem félagsmenn VR eru á hjá Play. Ljóst er að Play hefur náð samningum við flugmenn og flug- liða sem felur í sér mun lægri laun og mun meira vinnuframlag en hjá Icelandair. Það skýtur því skökku við að formaðurinn skuli styðja flugfélag sem hefur náð að þrýsta niður launum með slíkum hætti en á sama tíma hóta öllu illu þegar Icelandair reynir að knýja fram hag- ræðingu á launakostnaði. Skortseldi bankana Nicolai Tangen, verðandi forstjóri Norska olíusjóðs- ins, á það sam- eiginlegt með sjóðnum að hafa skortselt íslensku bankanna fyrir hrun. Forsvarsmenn Kaupþings sökuðu vogunarsjóð Tangens, Ako Capital, og fleiri um að bera út neikvæðar fréttir um Ísland þannig að þeir gætu hagnast á skortsölu í bönkunum. Olíusjóður- inn hefur beitt sér með æ virkari hætti í fjárfestingum sínum og má búast við að undir forystu vogunar- sjóðsstjórans muni hann gera sig enn meira gildandi. Skotsilfur 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.