Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 32

Fréttablaðið - 27.05.2020, Page 32
Oftast er það nú þannig að stór hluti af þessu fólki [sérfræðingar úti í bæ] veit bara ekki nokkurn skapaðan hlut um hvað hann er að tala. Úlfar Steindórsson,  stjórnarformaður Icelandair Group    22.05.2020 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 27. maí 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN PwC | Bókhald & laun | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar Með nýjum rafrænum lausnum sjáum við um bókhald þitt á einfaldan og öruggan hátt meðan þú sinnir rekstrinum og hefur góða yfirsýn yfir stöðuna. Taktu skrefið inn í framtíðina með okkur, útvistaðu bókhaldinu og njóttu þess að hafa meiri tíma fyrir þig. Sjá nánar á www.pwc.is/bokhald Enginn tími fyrir bókhaldið? Bókhald & laun Reiði blossaði upp sums staðar í samfélaginu þegar tveir stofnendur Samherja ákváðu að af henda börnum sínum nær allan hlut þeirra í útgerðinni hér á landi. Öfund lét líka á sér kræla. Við gjöfina urðu erfingjarnir jú með ríkari Íslendingum. Það eru mannleg viðbrögð þegar fúlgur fjár skipta um hendur. Því til viðbótar á umræða um af laheimildir það til að fá dag­ farsprúða til að sýna á sér aðrar hliðar. Það er þó ekki þar með sagt að þær tilfinningar séu skyn­ samlegar eða eigi að varða veginn í umræðunni. Þvert á móti. Kvótakerfið var mikil blessun fyrir íslensku þjóðina og í grunn­ inn er um fallega gjörð foreldra að ræða. Frumkvöðlar byggðu upp glæsilegt fyrirtæki frá grunni og hafa rekið það í 37 ár. Í kringum eftirlaunaaldur vildu þeir láta hlut sinn í hendur af komenda og leyfa þeim að njóta ávaxtanna. Þorsteinn Már Baldvinsson, for­ stjóri og meðstofnandi Samherja, verður 67 ára í ár. Athafnamenn­ irnir tveir eiga þó áfram umsvifa­ mikinn rekstur erlendis og kjöl­ festuhlut í Eimskipi. Við þessar aðstæður mætti spyrja: Hvers vegna þurfa erfingj­ arnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum? Fyrir atbeina frumkvöðlanna hefur verið fjár­ fest ríkulega í rekstrinum og hann hefur í áratugi skilað miklum tekjum í vasa ríkisins. En erfingi þarf að greiða umtalsverðar fjár­ hæðir – sem væntanlega þarf að fjármagna með lánum – til að taka við gjöfinni. Ekki verður fram hjá því litið að erfðafjárskattur er eignaupptaka. Það að hægt sé að selja fisk­ veiðiheimildir var mikið heilla­ skref. Og ef hægt er að selja þær er eðlilegt að kvótinn gangi í erfðir. Í fjölskyldufyrirtækjum eru tvær leiðir færar við kyn­ slóðaskipti: Selja reksturinn eða af komendur taka við honum. Það hefði komið mörgum á óvart ef stofnendur Samherja hefðu selt öðrum útgerðina. Andstæðingar kvótakerfisins nýta kynslóðaskiptin sem vopn til að skapa óánægju um ríkjandi fyrirkomulag. Hafa verður hugfast að víðast hvar annars staðar er sjávarútvegur ríkisstyrktur. Efna­ hagsleg lífsgæði á Íslandi væru mun lakari ef ríkið yrði að styrkja atvinnugreinina. Gott gengi sjávarútvegs er því ekki sjálfgefið og því verður að skapa greininni góð rekstrarskilyrði. Hugmyndir um að ríkið leysi til sín hluta af kvóta útgerða og bjóði af laheimildirnar út mun leiða til lakari reksturs í sjávarútvegi. Við þær aðstæður er minni fyrirsjáan­ leiki í rekstrinum og það mun draga úr vilja þeirra til að fjárfesta ríkulega til að ef la starfsemina. Vænn arfur Sjóður í stýringu bandaríska eigna­stýringarfyrirtækisins Royce Investment Partners, sem sér­ hæfir sig í fjárfestingum í minni fyrir­ tækjum, fjárfesti á fyrsta fjórðungi ársins í Marel og Össuri fyrir um einn og hálfan milljarð króna. Um er að ræða fyrstu fjárfestingar sjóðsins, sem stýrir eignum upp á alls 670 milljónir dala, í fyrirtækjunum. Alls fer sjóðurinn, Royce International Pre­ mier Fund, með um 626 þúsund hluti í Össuri, að virði um 600 milljónir króna og ríf lega 1,4 milljónir hluta í Marel, sem eru metnir á einn milljarð króna. Í bréfi sem sjóðsstjórinn, Mark Ray­ ner, skrifaði sjóðfélögum fyrr í mánuð­ inum, tók hann fram að sjóðurinn hefði skoðað fjárfestingu í Össuri í fimm ár. Hlutabréf í stoðtækjaframleiðandanum hefðu orðið meira aðlaðandi eftir að þau féllu í verði í fyrri hluta marsmánaðar. – kij Kaupir í Marel og Össuri fyrir 1,5 milljarða Mark Rayner, sjóðsstjóri.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.