Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.05.2020, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 27.05.2020, Qupperneq 38
ÞAÐ VERÐUR VON- ANDI JAFN ÁNÆGJU- LEGT OG FORVITNILEGT FYRIR GESTI SÝNINGARINNAR AÐ EIGA Í SAMTALI VIÐ LISTINA Í OPINBERU RÝMI.Yfir Gullinbrú er yfir-skrift samsýningar sem Myndhöggvara-félagið í Reykjavík stendur f yrir. Hún verður opnuð laugar- daginn 30. maí og stendur til 20.  september. Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir. „Þetta er þriðja sýningin af fimm í sýningaröðinni Hjólið sem Mynd- höggvarafélagið stendur fyrir og sett er upp í aðdraganda 50 ára afmælis félagsins árið 2022,“ segir Birta. „Myndhöggvarafélagið var stofnað 1972 en helstu hvatamenn þess voru Ragnar Kjartansson eldri og Jón Gunnar Árnason og hefur félagið starfað óslitið síðan.“ Fyrsta sýning í afmælissýninga- röðinni var haldin 2018 í Háaleitis- hverfinu, önnur var í Breiðholtinu í fyrra og sú þriðja núna í Grafarvogi. „Allar sýningarnar eiga það sam- merkt að vera haldnar í opinberu rými og þar sýna níu félagsmenn og einn erlendur gestalistamaður,“ segir Birta. „Af tíu sýnendum sýna átta ný verk sín utandyra. Hulda Rós Guðnadóttir er með verk á netinu. Hún gerir svokallaða yfir- töku á Instagram-reikningi Mynd- höggvarafélagsins. Hún þræðir sig í gegnum hjóla- og göngustíga á víð og dreif í Grafarvogi, stoppar, tekur ljósmyndir og setur þær auk stað- setningarhnita reglulega á netið á sýningartímabilinu. Annað verk í óhlutbundnu rými er eftir fransk- alsírska listakonu, Hanan Benamm- ar, sem býr í Ósló. Hún gefur fólki kost á að hringja í mismunandi símanúmer og eiga í samræðu við mismunandi þátttakendur í verk- inu um ákveðnar tilfinningar, sem tengdar eru hverfinu.“ Dansað í sumarnótt Birta nefnir einnig verk eftir Rebeccu Erin Moran, sem er banda- rísk að uppruna en hefur búið á Íslandi í fimmtán ár og er íslenskur ríkisborgari. „Rebecca gerir nokk- urs konar dansgólf sem verk sitt fyrir sýninguna. Þetta eru þrjú eins manns dansgólf, einn metri í þvermál. „Þrír erlendir kven-hljóð- listarmenn gera hljóðverk sérstak- lega fyrir hvert dansgólf. Þeir sem eru með snjallsíma geta fengið tón- listina þeirra beint í eyrun og notið þess að dansa á dansgólfinu í sum- arnóttinni. Þessi verk eru staðsett inni í höggmyndagarði Hallsteins Sigurðssonar. Við Rebecca fórum á Listin í Grafarvogi Á samsýningu sem Myndhöggvarafélagið í Reykjavík stendur fyrir sýna tíu lista- menn. Flest verkin eru utan dyra. Eitt þeirra er dansgólf og þar má dansa. „Ég var ákveðin í því frá upphafi ferlisins að dreifa verkunum vel um hverfið,“ segir Birta. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Myndirnar eru hluti af netlista- verki Huldu Rósar Guðna- dóttur og eru teknar á hjóla- og göngustígum í Grafarvogi vorið 2020. fund Hallsteins til að segja honum frá hugmyndinni að verkinu og spyrja hann álits á þessu inngripi í hans verk. Honum leist ljómandi vel á þennan dans milli verka tveggja ólíkra listamanna og gaf góðfúslega sitt leyfi. Og það gerði einnig Lista- safn Reykjavíkur, sem hefur umsjón með höggmyndunum,“ segir Birta. Dreift vel um hverfið Birta segist sem sýningarstjóri hafa lagt til grundvallar sýningunni meðal annars að verkin yrðu gerð sérstaklega fyrir hana og að unnið væri með margvíslega sérstöðu hverfisins, með rannsókn á því sem upphafspunkt. „Ég var ákveðin í því frá upphafi ferlisins að dreifa verkunum vel um hverfið svo gestir gætu notið þess að kynnast hverf- inu í gegnum listina. Það hefur verið mjög ánægjulegt fyrir mig og lista- mennina að kynnast Grafarvogs- hverfinu í gegnum þetta verkefni. Það verður vonandi jafn ánægjulegt og forvitnilegt fyrir gesti sýningar- innar að eiga í samtali við listina í opinberu rými, ekki síður fyrir þá sem búa þar, að kynnast hverfinu sínu á annan hátt.“ Nánari upplýsingar um sýning- una Yfir Gullinbrú: hjolid.is. Sýningin verður opin allan sólar- hringinn frá 30. maí til 20. septem- ber 2020. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hlíðasmári 6. Sími: 510 7900. www.fastlind.is · www.nyjaribudir.is Hannes Steindórsson Lögg. fasteignasali 699 5008 hannes@fastlind.is Nánari upplýsingar: OPIÐ HÚS www.102hlidarendi.is Eitt vandaðasta hús höfuðborgarsvæðisins Opið hús að Valshlíð 16, Arnarhlíð 2 og Smyrilshlíð 13-15 Hlíðarenda, miðvikudaginn 27.maí frá kl. 17:30-18:00. Aðkoma hjá Valsheimilinu. Afskaplega vel skipulagðar íbúðir. 85-115m2 glæsilegar þriggja herbergja íbúðir Verð frá 65.000.000 – 75.000.000 kr. Bílskúr fylgir öllum íbúðum, Aukin lofthæð, 280 cm, gólfsíðir gluggar. Rafmagnstæki frá frá Miele. Quartzborðplötur í eldhúsi og á baði. Einstakur garður. Free@home rafkerfi. Þrjár gerðir innréttinga. Opið hús miðvikudaginn 27. Maí frá kl 17:30-18:00 Stærðir 85-115 fm Verð 65-75 2 7 . M A Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R18 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING Mikið úrval er af bókum á sumaruppboðinu sem haldið er af Bókinni, forn- bókabúð, Klapparstíg og Fold upp- boðshúsi á Rauðarárstíg þar sem bækurnar eru til sýnis. Uppboðið stendur til 7. júní 2020. Nokkuð er af bókum Halldórs La xness í frumútgáfum og eru nok k r a r b ók a n n a áritaðar af höfundi. Hin löngu ófáanlega bók Galdraskræða Skugga, hér útgefin 1982, er á uppboð- inu og einnig hið kynngimagnaða verk Jóhannesar Birkilands, Harmsaga ævi minnar. Eitt fágætasta ritið á bókaupp} boðinu er Paradísarmissir Miltons í þýðingu Jóns frá Bægisá, en ein- takið er í samtímabandi. Einnig verða boðin upp ljóðmæli Jóns frá Bægisá, tveggja binda verk, einnig í samtíma- bandi. Bók Vilborgar Dag- bjartsdóttur, Sögur af Alla Nalla, er á bóka- uppboðinu og einnig bók Nínu Tryggvadóttur, Fljúgandi fiskisaga, sem og Dimmalimm Muggs. Paradísarmissir á uppboði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.