Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 18
– segir Sandgerðismærin Salka Lind Reinhardsdóttir, dúx á vorönn í FS með 9,43 í meðaleinkunn. „Ég er að fara í lífeindafræði í Háskóla Íslands. Það er eitthvað sem hljómar mjög spennandi. Ég sé fyrir mér að þetta sé fjölbreytt og áhugavert nám,“ segir Salka Lind Reinhardsdóttir, dúx á vorönn í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, en hún var með 9,43 í meðaleinkunn og útskrifaðist af raunvísindabraut og var þrjú ár í náminu. – Hvað er svo eftirminnilegast eftir námið í FS, námslega séð og félagslega séð? Eftirminnilegast varðandi námið var að fá að virkja neyðarsturtuna í efnafræðistofunni. Gummi efna- fræðikennari varð upp frá því uppá- haldskennarinn minn að eilífu. Einnig kom mér á óvart hvað það eru fjölbreyttir áfangar í FS og hvernig kennararnir gera námsefnið áhuga- verðara og skemmtilegra. Eftirminnilegast félagslega var hvað ég eignaðist marga góða og trausta vini sem ég mun vera í sam- bandi við allt lífið. – Hvernig var að útskrifast á tímum COVID-19? Hvernig gekk þér með það? Allt námið fór fram í fjarkennslu og það var oft erfitt að taka próf í líf- fræði einn heima í stofu. Sem betur fer var ég í fáum áföngum því ég var búin með flest fögin fyrir þessa síðustu önn. Mér gekk vel að vinna heima en það kom vel í ljós hvað kennarinn er mikilvægur í kennsl- unni. Þegar kennarinn er ekki þá vantaði oft drifkraftinn til að læra sjálfur. Þegar prófin voru gagnapróf þá sá maður ekki alltaf tilganginn í að skoða námsefnið, því það var leyfilegt að hafa öll gögn í prófinu. Prófin voru líka miklu erfiðari þar sem leyfilegt var að hafa gögn. – Hefur þú alltaf verið góður námsmaður? Já, mér hefur alltaf gengið vel í námi. Ég fékk mjög mörg verðlaun þegar ég útskrifaðist úr 10. bekk í Grunnskól- anum í Sandgerði og var með hæstu meðaleinkunnina. – Áttirðu von á því að verða dúx? Ég átti alls ekki von á því. Ég vonaði það samt af öllu mínu hjarta þar sem mér hafði gengið vel og þetta voru æðstu verðlaunin fyrir að hafa lagt mikið á sig. – Einhver uppáhaldsfög? Stærðfræði er uppáhaldsfagið mitt þegar ég veit hvað ég á að gera. Ég held líka upp á efnafræði þó hún geti verið snúin. Þessi fög eru líka í uppáhaldi því kennararnir mínir í þeim eru frábærir. Maður er ekkert stressaður að fara í tíma hjá Gulla og Gumma því maður veit að þeir hjálpa manni ef maður er stopp. – Framtíðaráform, draumastarf? Ég ætla að klára grunnnámið í líf- eindafræði og líka master. Svo er spurning hvort ég fari út og bæti við mig sérfræðiþekkingu. Mig langar að vinna við glæparannsóknir í fram- tíðinni en það verður líklega ekki á Íslandi. – En sumarið, hvernig verður það? Ég er að vinna á Byggðasafni Reykja- nesbæjar sem aðstoðarmaður safn- stjóra þar. Við setjum upp sýningar eins og til dæmis sýninguna Hlustað á hafið. Sú sýning byrjar föstudaginn 5. júní. Mér líst vel á starfið og held að það verði mjög skemmtilegt að vinna við þetta í sumar. Ég hef verið að vinna í fiski undanfarin þrjú sumur, svo þetta verður góð tilbreyting. Ég ætla svo að ferðast með fjöl- skyldunni minni. Við ætlum í fossa- göngu með Ferðafélagi Íslands en það er þriggja daga ganga með hópi. Svo ætlum við að gera eitthvað meira saman en erum ekki alveg búin að fastsetja það. Langar að vinna við glæparannsóknir Eftirminnilegast varðandi námið var að fá að virkja neyðarsturtuna í efnafræðistofunni. Gummi efnafræðikennari varð upp frá því uppáhaldskennarinn minn að eilífu. Páll Ketilsson pket@vf.is 18 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.