Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 4
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, verður í Bakkalábandi Vísis- fjölskyldunnar á tónleikum laugardaginn 6. júní á Bryggjunni í Grindavík. Dagskráin hefst klukkan 15 og er aðgangur ókeypis. Bakkalábandið er skipað Vísis-fjölskyldunni; Margréti, Pétri, Kristínu og Svanhvíti Pálsbörnum, ásamt Ársæli Mássyni, Axel Ómarssyni, Halldóri Lárussyni og engum öðrum en sóttvarna- lækninum Þórólfi Guðnasyni. Föstudagskvöldið 5. júní verða tónleikar þar sem hinir þjóðkunnu tónlistarmenn Jógvan Hansen, Matthías Matthíasson og Vignir Snær Vigfússon flytja helstu smelli hljómsveitarinnar The Eagles. Landris hafið að nýju og hundruð skjálfta við Grindavík Jarðskjálfti af stærð M2,8 mældist aðfararnótt þriðju- dags um 3 km vestsuðvestur af Reykjanestá og fannst hann í byggð. Laugardaginn 30. maí jókst jarðskjálftavirkni í nágrenni Grindavíkur og voru staðsettir um 300 skjálftar þann dag. Stærsti skjálftinn var 2,7 að stærð. Einnig var skjálfti af stærð 2,5 aðfaranótt 31. maí sem fannst í Grindavík. Heldur hafði dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga síðustu vikur en rúmlega 120 jarðskjálftar mældust þar í síð- ustu viku (20.–27. maí). Samkvæmt gögnum frá 26. maí eru vísbendingar um að landris sé hafið að nýju við Þorbjörn, þó hægt sé. Meiri gögn þarf til að fullyrða frekar um núverandi ferli og þær hættur sem því fylgja, segir á vef Veðurstofu Íslands. Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá almannavarna- deild Ríkislögreglustjóra. Grindavíkurbær skilar um hálfum milljarði í hagnað Rekstrarniðurstaða Grindavíkurbæjar var jákvæð um 496 milljónir króna árið 2019 samkvæmt ársreikningi sveitarfélagsins. Rekstrartekjur sveitarfélagsins námu 3.642 milljónum króna samkvæmt árs- reikningi A- og B-hluta. Rekstrartekjur A-hluta námu 3.312 milljónum króna á meðan rekstrarniðurstaða A-hluta nam 443,8 milljónum króna. „Það er gleðiefni að fjárhagsstaða bæjar- ins skuli vera jafn sterk og raun ber vitni. Samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir 314 milljónum í rekstrarafgang en niðurstaðan varð umtalsvert betri. Á sama tíma skuldar bæjarfélagið engin vaxtaberandi lán og handbært fé okkar hækkaði um 63,7 milljónir á milli ára. Góður rekstrarafgangur og sterk eigin- fjárstaða er grundvöllur þess að hægt sé að ráðast í viðamiklar framkvæmdir og það á svo sannarlega við hér í Grindavík,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grinda- víkurbæjar, í tilkynningu. Bæjarstjórn Grindavíkurbæjar sam- þykkti reikninginn samhljóða á fundi í lok apríl og var honum vísað til síðari umræðu bæjarstjórnar í kjölfarið. Veruleg óvissa ríkir um efnahagsleg áhrif COVID-19-faraldursins segir í árs- reikningnum og á sveitarfélagið von á því að tekjur þess verði lægri árið 2020. „Að okkur hafi tekist að fara fjárhags- lega sterk inn í þetta ár er auðvitað kostur. Íbúar okkar verða samt alltaf í fyrsta sæti og munum við gera okkar besta til að mæta þörfum þeirra. Grindavíkurbær hefur skapað um 50 ný störf í sumar og flestir í þeim hópi eru nemendur í fram- haldsskólum eða háskólum. Auk þess verða í vinnuskólanum um 140 nemendur og að viðbættum verkstjórum og flokks- stjórum verða hjá okkur meira en 200 sumarstarfsmenn sem er mikil aukning frá fyrri árum,“ segir Fannar. 4 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg. Eagles-heiðurstónleikar og sóttvarnalæknir í sjómannabandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.