Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 2
FINNDU OKKUR Á FACEBOOK
DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA
S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K
845 0900
FERÐIR Á DAG
ALLTAF PLÁSS
Í BÍLNUM
Útgefandi:
Víkurfréttir ehf.,
kt. 710183-0319
Afgreiðsla og ritstjórn:
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbæ,
sími 421 0000
Ritstjóri og ábm.:
Páll Ketilsson,
sími 421 0004,
pket@vf.is
Fréttastjóri:
Hilmar Bragi Bárðarson,
sími 898 2222,
hilmar@vf.is
Auglýsingastjóri:
Andrea Vigdís Theodórsdóttir,
sími 421 0001,
andrea@vf.is
Útlit og umbrot:
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Hilmar Bragi Bárðarson
Dagleg stafræn útgáfa:
vf.is og kylfingur.is
HREINSUM
RIMLAGARDÍNUR OG
MYRKVUNARGARDÍNUR
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS
Ársreikningur Reykjanesbæjar
2019 var samþykktur á bæjar-
stjórnarfundi þriðjudaginn 2. júní,
2020 með tíu atkvæðum en einn
bæjarfulltrúi sat hjá.
Helstu niðurstöður bæjarsjóðs
samkvæmt rekstrarreikningi eru
að rekstrarniðurstaða er jákvæð um
5.313,2 milljónum króna. Hagn-
aður fyrir fjármunatekjur og fjár-
magnsgjöld nam 3.553,1 milljónum
króna. Eigið fé bæjarsjóðs í árslok
nam 9.693,3 milljónum króna og
er eiginfjárhlutfallið 26,80%. Sam-
kvæmt efnahagsreikningi nema
veltufjármunir 8.391,6 milljónum
króna, skammtímaskuldir 5.133
milljónum króna og veltufjárhlut-
fall 1,635. Heildarskuldir og skuld-
bindingar bæjarsjóðs nema 26.472,4
milljónum króna og er skuldahlutfall
samkvæmt því 152,88%. Skuldavið-
mið samkvæmt reglugerð 502/2012
er hins vegar 88,69%.
Samkvæmt rekstrarreikningi sam-
stæðu a og b hluta nam hagnaður
af rekstri 5.553,4 milljónum króna.
Hagnaður fyrir fjármunatekjur og
fjármagnsgjöld nam 5.895,8 millj-
ónum króna. Eigið fé nam um
24.844,1 milljónum króna og er
eiginfjárhlutfallið 36,10%. Sam-
kvæmt efnahagsreikningi nema
veltufjármunir 11.572,3 milljónum
króna, skammtímaskuldir 5.518,2
milljónum króna og veltufjárhlut-
fall er 2,097. Heildarskuldir og skuld-
bindingar nema 43.974,5 milljónum
króna og er skuldahlutfall samkvæmt
því 185,95%. Skuldaviðmið sam-
kvæmt reglugerð 502/2012 er hins
vegar 110,12%.
Á árinu 2019 gerði Fagfjárfestinga-
sjóðurinn ORK upp kröfu Reykja-
nesbæjar á sjóðinn en bókfært verð
kröfunnar var 1.333 milljónir króna
við uppgjörið. Uppgjör kröfunnar
nam 4.070,1 milljónum króna og
er því færður hagnaður sem nemur
2.737,1 milljónum króna í rekstrar-
reikning ársins. Í samkomulagi milli
Reykjanesbæjar, Eignarhaldsfélags-
ins Fasteignar hf. og kröfuhafa þess
félags frá 12. febrúar 2018 er skjalfest
að við uppgjör Fagfjárfestingasjóðs-
ins ORK á kröfu Reykjanesbæjar
verði þeim fjármunum ráðstafað til
lækkunar á skuldum Eignarhalds-
félagsins Fasteignar hf. við kröfu-
hafa. Til að gangast við því keypti
Reykjanesbær þær fasteignir í eigu
félagsins sem ekki eru nýttar fyrir
lögbundna starfsemi sveitarfélaga
á 2.943,9 milljónir króna og gerði
Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. upp
skuldir við kröfuhafa sem hvíldu á
þeim eignum.
Ljóst er að heimsfaraldur af
völdum COVID-19 veirunnar muni
hafa veruleg áhrif á íslenskt efna-
hagslíf og mun hafa mikli áhrif á fjár-
hag Reykjanesbæjar. Búast má við
því að tekjur bæjarins dragist saman
vegna minni i umsvifa í atvinnulífinu
og aukins atvinnuleysis og að útgjöld
muni aukast vegna atvinnuskapandi
verkefna og aukinnar fjárhagsað-
stoðar. Erfitt er að meta endanleg
áhrif á rekstur og efnahag bæjar-
ins á meðan óvissa ríkir en ljóst er
að árið 2020 verður sveitarfélaginu
þungt og mun árið 2021 verða erfitt
líka vegna atvinnuástands sem hefur
áhrif á útsvarstekjur sveitarfélagsins
sem munu dragast saman.
Reykjanesbær er nú að hefja fjár-
hagsáætlanagerð fyrir árið 2021 og
fyrir þrjú ár eftir það eins og lög gera
ráð fyrir og mun hún endurspegla
það sem er að gerast á þessu ári í
kjölfar faraldursins, segir í tilkynn-
ingu frá bænum.
Gott rekstrarár að baki hjá hjá Reykjanesbæ
2 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár
Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.