Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 24
Ingvar Þór Jóhannesson er loksins kominn heim til sín í Mocoretá í Argent-
ínu eftir að hafa verið fastur um borð í frystitogara við bryggju í Ushuaia í
Argentínu frá því í 26. mars. Kann komst loksins heim laugardaginn 30. maí
og hafði dvalið um borð í skipi sínu, San Arawa II, allan þennan tíma eða í
rúma tvo mánuði. Hann fór með flugi frá Ushuaia til Buenas Aires í Argent-
ínu og þaðan með einkabíl heim.
Við ræddum við Ingvar Þór í Vík-
urfréttum um miðjan apríl. Hann
starfar sem verksmiðjustjóri á frysti-
skipinu San Arawa II sem gert er út
frá Argentínu. Skipið kom í höfn í
Ushuaia í Argentínu 26. mars, eins
og áður segir. Ushuaia er syðsta
byggða ból í Argentínu og í raun
næsti bær við Suðurskautslandið.
Ástæða þess að Ingvar og aðrir
áhafnarmeðlimir komust ekki til
síns heima í Argentínu var sú að
flugvellinum í Ushuaia var lokað þar
sem fjölmargir starfsmenn þar höfðu
smitast af COVID-19. Þá er Ushuaia
á argentískri eyju með landamæri
að Síle og áhöfninni var óheimilt
að fara yfir landamæri til að komast
heim. Ingvar hefur búið í Argentínu
í sautján ár og starfað á verksmiðju-
togurum í þrjá áratugi. Hann flutti
tvítugur til Nýja Sjálands og var þar
á verksmiðjuskipum í þrettán ár og
hefur verið í sautján ár á skipum sem
gerð eru út frá Argentínu.
Þegar Ingvar komst loks heim
tók ekkert betra við. Heimabærinn
Mocoretá er í sóttkví. Daginn áður
en Ingvar kom heim til sín greind-
ust átta fyrstu smitin í bænum. Það
voru einstaklingar sem voru búnir
að valsa um í tíu daga án þess að vita
af smiti og því var bærinn settur í
sóttkví.
„Ég má ekki einu sinni fara út að
labba,“ segir Ingvar í samtali við
Víkurfréttir. Hann segir alltof lítið
um sýnatökur vegna kórónuveir-
unnar en þær séu að aukast núna.
Efnahagslífið í Argentínu er í rúst
eftir þriggja mánaða höft vegna
veirunnar og nú er búið að fram-
tók rúma tvo mánuði að
komast heim vegna COVid-19
INGVAR VAR FASTUR UM BORÐ Í
FRYSTITOGARA Á ARGENTÍSKRI EYJU
Frá höfninni í Ushuaia í Argentínu þar sem Ingvar
var um borð í togara sínum í rúma tvo mánuði áður
en hann komst heim. Þar áður hafði hann verið 40
sólarhringa á veiðum, þannig að veran um borð
lætur nærri að hafa verið rúmir 100 sólarhringar.
Nú er kominn vetur í Argentínu og
styttist í vetrarsólstöður þar.
24 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár
Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.