Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 24
Ingvar Þór Jóhannesson er loksins kominn heim til sín í Mocoretá í Argent- ínu eftir að hafa verið fastur um borð í frystitogara við bryggju í Ushuaia í Argentínu frá því í 26. mars. Kann komst loksins heim laugardaginn 30. maí og hafði dvalið um borð í skipi sínu, San Arawa II, allan þennan tíma eða í rúma tvo mánuði. Hann fór með flugi frá Ushuaia til Buenas Aires í Argent- ínu og þaðan með einkabíl heim. Við ræddum við Ingvar Þór í Vík- urfréttum um miðjan apríl. Hann starfar sem verksmiðjustjóri á frysti- skipinu San Arawa II sem gert er út frá Argentínu. Skipið kom í höfn í Ushuaia í Argentínu 26. mars, eins og áður segir. Ushuaia er syðsta byggða ból í Argentínu og í raun næsti bær við Suðurskautslandið. Ástæða þess að Ingvar og aðrir áhafnarmeðlimir komust ekki til síns heima í Argentínu var sú að flugvellinum í Ushuaia var lokað þar sem fjölmargir starfsmenn þar höfðu smitast af COVID-19. Þá er Ushuaia á argentískri eyju með landamæri að Síle og áhöfninni var óheimilt að fara yfir landamæri til að komast heim. Ingvar hefur búið í Argentínu í sautján ár og starfað á verksmiðju- togurum í þrjá áratugi. Hann flutti tvítugur til Nýja Sjálands og var þar á verksmiðjuskipum í þrettán ár og hefur verið í sautján ár á skipum sem gerð eru út frá Argentínu. Þegar Ingvar komst loks heim tók ekkert betra við. Heimabærinn Mocoretá er í sóttkví. Daginn áður en Ingvar kom heim til sín greind- ust átta fyrstu smitin í bænum. Það voru einstaklingar sem voru búnir að valsa um í tíu daga án þess að vita af smiti og því var bærinn settur í sóttkví. „Ég má ekki einu sinni fara út að labba,“ segir Ingvar í samtali við Víkurfréttir. Hann segir alltof lítið um sýnatökur vegna kórónuveir- unnar en þær séu að aukast núna. Efnahagslífið í Argentínu er í rúst eftir þriggja mánaða höft vegna veirunnar og nú er búið að fram- tók rúma tvo mánuði að komast heim vegna COVid-19 INGVAR VAR FASTUR UM BORÐ Í FRYSTITOGARA Á ARGENTÍSKRI EYJU Frá höfninni í Ushuaia í Argentínu þar sem Ingvar var um borð í togara sínum í rúma tvo mánuði áður en hann komst heim. Þar áður hafði hann verið 40 sólarhringa á veiðum, þannig að veran um borð lætur nærri að hafa verið rúmir 100 sólarhringar. Nú er kominn vetur í Argentínu og styttist í vetrarsólstöður þar. 24 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.