Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 8
Fasteignamat íbúða lækkar um 5,2% í Vogum og 3,3% í Reykjanesbæ
Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,2% en um 1,9%
á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Vestfjörðum eða 8,2%, um 6,5%
á Norðurlandi vestra, 3,5% á Austurlandi og um 2,2% á Suðurlandi, 1,9% á
Norðurlandi eystra, um 0,4% á Vesturlandi og lækkun um 0,5% á Suður-
nesjum. Mest lækkun í einstökum sveitarfélögum er í Skorradalshreppi og
Sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6%.
Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóð-
skrár Íslands segir litlar breytingar að
þessu sinni miðað við undangengin
ár. „Það ætti ekki að koma á óvart
að þegar dregur úr verðhækkunum
á fasteignamarkaði þá eru breytingar
á fasteignamati í takt við þá þróun,“
segir Margrét um breytingar á milli
ára.
Íbúðamatið lækkar í
Vogum og Reykjanesbæ
Samanlagt mat íbúða á öllu land-
inu hækkar um 2,3% á milli ára og
verður alls 6.511 milljarðar króna,
þar af hækkar sérbýli um 2,2% á
meðan fjölbýli hækkar um 2,4%.
Almennt er hækkun á íbúðarmati á
höfuðborgarsvæðinu 2,4% en 2,1%
á landsbyggðinni.
Mestu lækkanir á íbúðamati eru í
sveitarfélaginu Vogum þar sem fast-
eignamat íbúða lækkar um 5,2%, í
Vopnafjarðarhreppi lækkar matið
um 3,6% og í Reykjanesbæ þar sem
fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%.
Fasteignamat sumarhúsa
nær óbreytt
Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið
2021 stendur nánast í stað á milli
ára þegar litið er á landið í heild en
hækkar að meðaltali um 0,1%. Fast-
eignamat sumarhúsa hækkar mest í
sveitarfélaginu Ölfusi eða um 7,7%
og um 6,8% í Ásahreppi. Mesta
lækkun á fasteignamati sumarhúsa er
í Skorradalshreppi og Sveitarfélaginu
Vogum þar sem matið lækkar um
4,3% á milli ára.
Íbúðamat og fasteignamat
lækkar mest í Vogum
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SIGURÐUR HILMAR GUÐJÓNSSON
Húsasmíðameistari
Bárugerði, Sandgerði,
lést á sjúkrahúsi á Torrevieja á Spáni, þriðjudaginn 26. maí.
Minningarathöfn verður auglýst síðar.
Sæunn Guðmundsdóttir
Guðjón Ingi
Gunnhildur Ása Geir Sigurðsson
Sævar Erla Sigurjónsdóttir
Sigurður Jóna Pálsdóttir
afabörn og langafabörn. vf is
Þú finnur allar nýjustu
fréttirnar frá Suðurnesjum á
8 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár
Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.