Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 04.06.2020, Blaðsíða 8
Fasteignamat íbúða lækkar um 5,2% í Vogum og 3,3% í Reykjanesbæ Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 2,2% en um 1,9% á landsbyggðinni. Þar af er mest hækkun á Vestfjörðum eða 8,2%, um 6,5% á Norðurlandi vestra, 3,5% á Austurlandi og um 2,2% á Suðurlandi, 1,9% á Norðurlandi eystra, um 0,4% á Vesturlandi og lækkun um 0,5% á Suður- nesjum. Mest lækkun í einstökum sveitarfélögum er í Skorradalshreppi og Sveitarfélaginu Vogum þar sem fasteignamatið lækkar um 3,6%. Margrét Hauksdóttir forstjóri Þjóð- skrár Íslands segir litlar breytingar að þessu sinni miðað við undangengin ár. „Það ætti ekki að koma á óvart að þegar dregur úr verðhækkunum á fasteignamarkaði þá eru breytingar á fasteignamati í takt við þá þróun,“ segir Margrét um breytingar á milli ára. Íbúðamatið lækkar í Vogum og Reykjanesbæ Samanlagt mat íbúða á öllu land- inu hækkar um 2,3% á milli ára og verður alls 6.511 milljarðar króna, þar af hækkar sérbýli um 2,2% á meðan fjölbýli hækkar um 2,4%. Almennt er hækkun á íbúðarmati á höfuðborgarsvæðinu 2,4% en 2,1% á landsbyggðinni. Mestu lækkanir á íbúðamati eru í sveitarfélaginu Vogum þar sem fast- eignamat íbúða lækkar um 5,2%, í Vopnafjarðarhreppi lækkar matið um 3,6% og í Reykjanesbæ þar sem fasteignamat íbúða lækkar um 3,3%. Fasteignamat sumarhúsa nær óbreytt Fasteignamat sumarhúsa fyrir árið 2021 stendur nánast í stað á milli ára þegar litið er á landið í heild en hækkar að meðaltali um 0,1%. Fast- eignamat sumarhúsa hækkar mest í sveitarfélaginu Ölfusi eða um 7,7% og um 6,8% í Ásahreppi. Mesta lækkun á fasteignamati sumarhúsa er í Skorradalshreppi og Sveitarfélaginu Vogum þar sem matið lækkar um 4,3% á milli ára. Íbúðamat og fasteignamat lækkar mest í Vogum Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR HILMAR GUÐJÓNSSON Húsasmíðameistari Bárugerði, Sandgerði, lést á sjúkrahúsi á Torrevieja á Spáni, þriðjudaginn 26. maí. Minningarathöfn verður auglýst síðar. Sæunn Guðmundsdóttir Guðjón Ingi Gunnhildur Ása Geir Sigurðsson Sævar Erla Sigurjónsdóttir Sigurður Jóna Pálsdóttir afabörn og langafabörn. vf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á 8 // VÍKurFrÉttir á SuÐurnESjum Í 40 ár Fimmtudagur 4. júní 2020 // 23. tbl. // 41. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.