Spássían - 2013, Blaðsíða 36

Spássían - 2013, Blaðsíða 36
36 Í rúðunum í blokkinni á móti speglast blokkin á móti eins og frosið vatn (8) Í Bjargi segir af augnabliki úr lífi einstaklinga sem búa í sömu blokk. Þessi augnablik segja hvert sína sögu um ævi og örlög sem fléttast saman á margvíslegan hátt, því svo mikið nábýli hlýtur alltaf að hafa sín áhrif. Þessi ljóðabók er þeirrar náttúru að vera skemmtileg og grípandi við fyrsta lestur en fela í jafnframt í sér margar litlar sögur, vísanir og myndir sem koma kvörnunum af stað, svo hægt er að eyða löngum stundum í að lesa hana aftur og grufla yfir einstaka atriðum. Hvar sem gripið er niður er alltaf eitthvað merkilegt á seyði; falleg andartök, sorgleg eða skondin. En það er ekki síst tengingin milli einstakra ljóða sem er frjósöm og sú staðreynd að saman mynda öll ljóðin í bókinni vel gerða sögufléttu.  Slungið myndmál grípur athyglina strax á fyrstu línum ljóðsins, „1a“, þar sem fram koma margar sterkustu hliðar bókarinnar: Sigga finnst apríl grimmastur andvaka loðir föst við bringuna rænir svefni af kodda treður undir lak (6) ytri umgjörð ljóðanna ber með sér manngerða formfestu blokkarinnar sem er sögusvið bókarinnar; verkið er kaflaskipt eftir hæðum og hvert ljóð ber númer íbúðar. Ljóðin eru öll svipuð að lengd, í hverju þeirra kemur fram nafn þess sem býr í íbúðinni og þau eru öll svipuð að forminu til; með stuttar ljóðlínur (oft bara eitt til tvö orð) og skipt nokkuð ört milli erinda.  Ljóðin reynast þó iðandi af lífi, óvæntum uppákomum og háska, ekki ósvipað syllum í fuglabjargi. Sömu sögu má segja um form blokkarinnar sem lýst er, þar iðar allt af óvæntu lífi: Veggur grætur (104), eftir gólfum skríða tilfinningar (106), svalir eru fullar af von (51), frygð seytlar milli veggja (58) og angist drýpur úr lofti (93) – en það er líka lykt af dauða í dyragættinni (29) og moldarlykt í lyftunni (77). Þannig er lesandinn sífellt minntur á að líf hvers og eins okkar er, þegar allt kemur til alls, fjaðrafok á bjargbrún hengiflugsins.  Hér er víða brugðið á leik með hefðbundin minni, bæði úr klassískum bókmenntum og ævintýrum. Við erum til dæmis minnt á það þrisvar að apríl „er grimmur / og veitir engar / undanþágur“ (79). Sömu stefin skjóta þannig upp kollinum í fleiri en einu ljóði og tengja þau saman í margvíslegar hliðarsögur og þemu. Eitt slíkt þema eru skilin milli hins innra og hins ytra. Sumir íbúarnir reyna að loka sig inni en hið ytra þröngvar sér sífellt inn: Það er „þrálátur sandur í / gluggakistunni“ (38), heyra má „einhvern klóra / og krafsa / á þakið“ (101) og von bráðar „flæðir seytlar undir / svalahurðina“ (110). Aðrir íbúar eru „aldrei / hér og nú“ (43), heldur ætíð einhvers staðar annars staðar, týndir í fortíðinni, í berjamó með kaffibrúsa og hund (42), eða í sandinum við fjöruborðið (38). Þau ljóð eru falleg og tregafull og ljóðið um Kára í 4b sem leggur á hverjum degi inn pöntun á fóðurbæti í sekkjum hjá Kaupfélaginu á Egilsstöðum kemur vel til skila þessari tragíkómedíu ellinnar, að vera alltaf með annan fótinn í fortíðinni, ef ekki báða: Fjósalykt á skyrtuerminni hefur áhyggjur af skepnunum sem hírast svangar í húsum skilur ekki hvað er orðið af konunni Kári á von á sendingu á hverri stundu Íbúðin tóm en svalirnar fullar af von (51) Að lokum má geta þess að í nýjasta hefti tímaritsins Stínu er að finna bráðfjöruga örsögu eftir Sigurlín Bjarneyju sem heitir „Bankinn hennar Stínu“ en þar leikur hún sér með hagfræðilega mælikvarða á tilfinningalíf manneskjunnar. Það er m.a. þessi vilji til að bregða á leik með hið staðlaða og formfasta í kringum okkur sem gerir ljóð hennar svo heillandi og ég held bara, svei mér þá, að Sigurlín Bjarney sé eitt af skemmtilegustu skáldunum um þessar mundir. Háskinn í bjarginu Eftir Auði Aðalsteinsdóttur Sigurlín Bjarney Gísladóttir. Bjarg. Mál og menning. 2013. Menningarmiðstöðin Gerðuberg | Gerðubergi 3-5 | 111 Reykjavík | Sími 575 7700 | gerduberg@reykjavik.is | www.gerduberg.is Kynnið ykkur Ritþing og Sjónþing Gerðubergs Áhugaverð lesning á gerduberg.is YFIRLESIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.