Spássían - 2013, Blaðsíða 8

Spássían - 2013, Blaðsíða 8
8 ALLAr ástarsögur fjalla um elskendur sem berjast fyrir því að fá að vera saman, en einhverjar hindranir koma í veg fyrir hamingju þeirra. Undir lok bókar hefur svo verið leyst úr öllum vandamálum og elskendurnir fallast alsælir í faðma. Um þetta fjalla ástarsögur Barböru Cartland, skvísusagan um Bridget Jones, hin illræmda 50 gráir skuggar og vampýrubækur á borð við Ljósaskiptabækurnar. Um þetta snýst líka Úlfshjarta, nýjasta bók Stefáns Mána, en elskendurnir þar eru ekki glimmerglitrandi vampýrur heldur harðir, svalir og hættulegir varúlfar.  Kóksendillinn og einfarinn Alexander er 19 ára gamall og býr einn – og svolítið einmana – í lítilli íbúð í miðbæ reykjavíkur. Hann er mikill skaphundur, urrar á þreytandi samstarfsmann sinn og orgar á afgreiðslustúlku þegar hún klúðrar hamborgarapöntuninni hans. Hann ræður sífellt verr við skap sitt, auk þess sem hann virðist hafa öðlast ómanneskjulegan styrk og sér stundum og heyrir undarlega vel. Á sama tíma verður hann var við dökkhærða og frakkaklædda menn sem virðast fylgjast með honum og meðan á öllu þessu stendur fer hann í bíó með stelpunni sem hann er hrifinn af, henni Védísi – einmana og heillandi töffara.  Alexander kemst svo í kynni við frakkaklæddu mennina þegar þeir binda hann niður og sprauta með róandi lyfjum kvöld eitt þegar hann missir svo illa stjórn á sér að vinur hans endar stórslasaður á spítala. Þeir frakkaklæddu ætla sér þó ekkert misjafnt heldur eru þeir meðlimir samtakanna Werewolves Anonymous, samtaka varúlfa sem reyna eftir megni að lifa í friði í mennsku samfélagi. Varúlfarnir útskýra fyrir Alexander að hann sé sjálfur varúlfur og hjálpa honum að sættast við örlög sín. Um svipað leyti þramma reykvískir gangsterar inn á sögusviðið og tengjast þeir bæði varúlfunum og Védísi. Uppgjör er óumflýjanlegt, bæði við ofbeldisseggina, ástina og sjálfið og þegar sögu lýkur hafa bæði Alexander og Védís þroskast heilmikið og lært ýmislegt um sig sjálf, samfélagið og þá sem ýmist tilheyra því eða eru á jaðri þess.  Úlfshjarta fjallar kannski fyrst og fremst um uppreisn gegn ríkjandi samfélagshefð, það að passa ekki inn í samfélagið og þurfa að hafa fyrir því að skapa sér sitt eigið rými, finna sitt eigið fólk. Þetta er algengt þema í íslenskum unglingabókum sem erlendum og má hér nefna Búrið eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Gauragang Ólafs Hauks Símonarsonar og auðvitað nýjar fantasíur eins og Ljósaskiptabálkinn og Hungurleikana að ógleymdum Harry Potter. Eins og síðastnefndu bækurnar er Úlfshjarta fantasía og fantasíur um varúlfa eru ekki nýjar af nálinni, né heldur sögur um varúlfa (eða aðrar hálfmennskar skepnur) sem þurfa að hafa sig alla við að ná tökum á „dýrinu“ innra með sér eða temja hið villta eðli. Það er þó enginn ókostur, enda byggja fantasíur á ýmsum formúlum og þekktum persónum. Fantasíugreinin er líka ung hér á landi og ótal margar klisjurnar sem íslenskir fantasíuhöfundar eiga eftir að kljást við.  Það sem bókina hins vegar skortir er meiri alúð og nákvæmni. Öfugt við það sem ég hef hingað til sagt um skáldsögur Stefáns Mána, að þær þurfi að skera niður og þjappa saman, mætti Úlfshjarta gjarnan vera lengi. Fyrir utan að meiri vinnu hefði mátt leggja við persónusköpun og texta hefði sagan sjálf haft gott af meiri umhyggju. Þó svo að hér sé um að ræða fyrstu bók af nokkrum (kannski klassískur þríleikur?) og ekki megi svipta hulunni af öllum leyndarmálum er ansi oft hlaupið hratt yfir sögu, til að mynda varðandi fjölskylduaðstæður Alexanders og nöturlegar uppeldisaðstæður, sem og ástæður þess að hann fór að heiman. Einnig hefði mátt vinna betur í aðdraganda ástarsambands Alexanders og Védísar en það sem helst hefði þurft meiri athygli við er fantasíuhluti sögunnar. Þar eru spurningarnar of margar og svörin of fá. Þetta á til dæmis við um þann hluta bókarinnar sem gerist í Noregi á þrettándu öld. Atburðirnir þar tengjast augljóslega sögu Alexanders en tengslin eru of óljós og þeim kafla hefði að ósekju mátt sleppa fyrst ekki er unnið meira með hann. Sömu sögu er að segja um „varúlfagengið“ sem skyndilega dúkkar upp í reykjavík og ætlar að gæta Alexanders. Hvaðan komu allir þess menn og hvers vegna eru þeir allir í reykjavík?  Það er ýmislegt sem vantar upp á í Úlfshjarta en þó er ljóst að ekki eru öll kurl komin til grafar. Þó svo Alexander og Védís spangóli alsæl saman uppi á Esjutindi undir lok bókar á enn eftir að svara ýmsum spurningum og vonandi verður það gert í næstu bók. YFIRLESIÐ spangól í einmana úlfi Eftir Helgu Birgisdóttur Stefán Máni. Úlfshjarta. JPV. 2013. Alvöru netbókabúð Nýjar og gamlar bækur Yfir fjórtán þúsund titlar á einum stað. Meðalverð undir þúsund krónum. netbokabud.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.