Spássían - 2013, Blaðsíða 6
6
Þegar Spássían kíkti
við í Mjólkurbúðinni í apríl
vildi svo til að þar var að finna
sýningu á verkum Dagrúnar sjálfrar og inn
um gluggana sáust stór málverk, nærmyndir
af snævi þöktum fjallshlíðum með mildum
gulbrúnum tónum. „Ég kalla þessi málverk Fjöllótt.
Þetta eru fjöllin mín,“ segir hún en hlær þegar hún er
spurð hvort þetta séu þá fjöllin fyrir vestan. „Ég hef
sagt fólki að það megi bara ráða hvaða fjöll þetta
eru, en fyrirmyndin er auðvitað í og með þessi
klettóttu, bröttu fjöll fyrir vestan sem toga
svolítið. En ég er líka með myndir í vinnslu
þar sem ég nota Vaðlaheiðina sem
fyrirmynd.“
Galleríið er opið
um helgar en fólk sem
á leið hjá getur prófað að taka
í hurðina á öðrum tímum, ef þeir
sjá að ég er á staðnum. „Ég er ekki með
neinar merkingar ennþá en er að vinna í
því. Samt sem áður ratar fólk alltaf hingað
til mín. Stundum er jafnvel hringt í mig
því einhvern langar svo að kíkja inn. Og
stundum gera hópar líka boð á undan
sér og við mælum okkur mót utan
vanalegs opnunartíma“
Dagrún vinnur oftast
málverk en notar einnig aðra
miðla, til dæmis skúlptúr og vídeó.
Og í innra herbergi sýningarrýmisins,
sem hún kallar kankvís setustofuna, hanga
grafíklistaverk sem í ljós kemur að eru unnin úr
mat. „Ég hef alltaf unnið mikið með mat. Þarna
var ég á grafíkverkstæði í Noregi. Og mér var boðið
í norskan rømmegrøt með pylsum og svo gat ég
ekki klárað - skömm að segja frá því, ég fékk svo
stóran skammt. Svo ég fór með afganginn inn á
grafíkverkstæði og setti í pressuna. Maturinn
býr sem sagt til formin. En á fyrstu
myndinni rann maturinn reyndar
allur til og klesstist!“