Spássían - 2013, Blaðsíða 13

Spássían - 2013, Blaðsíða 13
13 „Hið lifandi dauða sjónarhorn gefur til kynna að í huga allra uppvakninganna sé hugsanaflæði í gangi, tilraunir til að halda í minningar, til að skilja sjálfan sig og umheiminn spyrja krítískra spurninga á borð við hvað það merki að hugsa sjálfstætt, að vera múgur, að vera lifandi eða að vera dauður.  Ungur maður ráfar stefnulaus um flugvöll, en hann er dauður. Allir hinir eru líka dauðir. Samt haga þeir sér eftir vanafestunni, svona er samfélagsleg forritunin úr lifanda lífi sterk. Þetta er upphafsatriði nýlegrar uppvakningamyndar, Volgra kroppa (Warm Bodies, 2013), þar sem meirihluti mannfólks hefur breyst í lifandi dauða líkama sem ráfa um borgarlandslagið, dauf ljósrit af þeirri tilveru sem áður var. Atriðið er kannski ekki raunsæi sýn á flugvallarlíf í okkar samtíma, en það er öflug myndhverfing um slíkt líf. Að því leyti minnir það óneitanlega á íkonískar senur úr einu meistaraverki uppvakningamyndanna, Dögun hinna dauðu (Dawn of the Dead, 1978), eftir George romero, þar sem hjarðir lifandi dauðra falla ofan í auðveld hegðunarmynstur úr fyrri tilveru og hópast saman innan verslunarmiðstöðva. Myndhverfingin er hvorki flókin né abstrakt og í raun er það einfaldleikinn sem gerir hana svo sterka; hinir heiladauðu ráfa á milli verslana án nokkurs markmiðs, eins og neytendur í leit að einhvers konar uppfyllingu fyrir sálina sem hægt er að kaupa á útsölu í fínustu tískubúðunum, vegna þess samfélagið hefur sannfært þá um að þar liggi hamingjan grafin. Það er ekki að ástæðulausu að mynd romeros snertir djúpan streng í þjóðarsál neyslusamfélagsins og að Dögun hinna dauðu sé almennt talin með bestu uppvakningamyndum kvikmyndasögunnar.  Uppvakningurinn sem heiladauð manneskja er nokkurs konar tómur strigi fyrir samfélagsgagnrýni, að minnsta kosti hverja þá ádeilu sem beinist að hjarðhegðun mannfólks. Með því að stilla upp heiladauðum uppvakningum og mannfólki af holdi og blóði verður til andstæðupar sem beinlínis kallar á einhvers konar ádeiluflöt. Í Dögun hinna dauðu verður neyslusamfélagið skotspónn ádeilunnar, þar sem eftirlifendur kljást við líf og dauða innan um doðasóttina sem herjar á samfélagið og fær áhorfendur til að horfast í augu við erfiðar spurningar um hvað það þýði að þurfa að leggja eitthvað á sig til að komast í gegnum tilveruna í stað þess að velja augljósasta eða auðveldasta kostinn (í þessu tilviki tákngert í gegnum líf uppvakningsins). romero nýtir svipað samspil þeirra lifandi og dauðu til að skapa litríka ádeilu á hjarðhegðun mannfólks í svarthvítum forvera Dögunarinnar, Nótt hinna lifandi dauðu (Night of the Living Dead, 1968), þar sem múgæsing byssuglaðra manna reynist verri ógn en uppvakningarnir þegar upp er staðið og múgseðlið verður til þess að saklaust fórnarlamb er drepið að tilefnislausu, í eftirminnilegri senu sem minnir meira á kvikmynd um kynþáttahroka heldur en uppvakningahrylling. VEruFræði uppVAkNiNgA Uppstilling andstæðuhópanna – hinna lifandi og hinna lifandi dauðu – elur af sér auðveldar samlíkingar og speglanir yfir borðið, en pörunin byggir á því að á milli hópanna liggi breið gjá, algjör aðgreining sem skilur „þá“ frá „okkur“. En hvað gerist þegar uppvakningar fara að sýna „mennskar“ tilfinningar, jafnvel hugsa sjálfstætt, og byrja þannig að brúa gjána? Uppvakningar sem verða „mannlegir“ brjóta upp myndlíkinguna að nútímamaðurinn sé uppvakningur með því að rugla tengsl myndar og merkingarmiðs. Báðar verur verða hluti af sama hópi, en ekki lengur andstæðupólar, og mörkin þeirra á milli verða þokukennd með meiru. Ungi maðurinn sem ráfar um flugvöllinn í Volgum kroppum er tilfinningavera og því ekki „venjulegur“ uppvakningur, í hefðbundnum skilningi orðsins, en hann er heldur ekki alveg „mannlegur“ og hristir því rækilega upp í viðtekinni stéttaskipan uppvakningamynda. Uppvakningar, a.m.k. kvikmyndasögulega séð, eru innantómar verur sem hugsa ekki, þótt þeir séu í mannslíki. Hin mennska sál (eða hinn mennski andi) er horfin úr líkamanum og eftir stendur sálarlaus þræll sem fylgir annað hvort tilskipun yfirboðara síns eða einhvers konar innri forritun, hrárri eða villtri eðlisávísun. Hinn klassíski uppvakningur kvikmyndanna kemur úr haitískri þjóðtrú, þar sem galdramenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.