Spássían - 2013, Blaðsíða 28

Spássían - 2013, Blaðsíða 28
28 Í NæSTU bók ætlar Bragi því að gera eitthvað annað. „Ég var kominn með hugmynd en svo fór ég í ferðalag og þá kom önnur hugmynd sem ruddist fram fyrir. Ég hef alltaf verið áhugasamur um hvers kyns safnara og ég var byrjaður að sjá fyrir mér nokkrar þematengdar smásögur um söfnun, sem er oft svo fullkomlega tilgangslaust fyrirbæri og hálf tragískt. Svo fór ég á ákveðinn stað í heiminum og sá þar fyrir mér ákveðna sögu þannig að ég ætla að taka hana fyrir næst.“ LAuSir ENDAr áHugAVErðir Nýjar hugmyndir, útúrdúrar og aukapersónur virðast eiga það til að taka völdin í skrifum Braga. Fyrsta bókin í Handritakvartettinum, Sendiherrann, átti til dæmis í fyrstu að vera um kvikmyndaleikstjórann Jón Magnússon, en sonur hans, Sturla Jón, endaði sem aðalpersóna bókarinnar. „Einhvern veginn braust Sturla fram fyrir, í og með af því að ég fór á ljóðahátíð í Litháen og það varð ofan á að afgreiða það með því að láta Sturlu Jón fara á slíka hátíð.“ Jón Magnússon varð því að aukapersónu í Sendiherranum en fékk aðalhlutverk í næstu bók, Handritinu. Strax við ritun Sendiherrans varð Braga því ljóst að um einhvers konar seríu yrði að ræða og segist hann upphaflega hafa séð fyrir sér að þetta yrði kvartett. „reyndar hefur það svo verið að breytast því ég tengdi þriðju og nýjustu bókina, Fjarveruna, við eldri bók, Gæludýrin, sem átti í raun ekkert að vera hluti af þessari seríu. Ég hafði alltaf hugsað mér að skrifa eitthvað um prófarkalesarann Ármann Val sem kemur fyrir í Gæludýrunum, og það var aðeins minnst á hann í Sendiherranum, en með því að gera hann að aðalpersónu Fjarverunnar þá tengi ég aftur við aðalpersónu Gæludýranna, Emil. Það var aldrei ætlunin upphaflega. En ég skil alltaf eftir marga lausa enda í bókunum til þess hugsanlega að vinna úr síðar. Þó ég ætli ekki að stækka þessa seríu var ég til dæmis núna að skrifa útvarpsleikrit sem tengist þessum bókum. Þannig að ég virðist seint ætla að losna við þetta fólk.“  Bragi segist þó reyna að ganga þannig frá því að þessir lausu þræðir séu ekki algjörlega úti í móa fyrir lesandann. „Enda upplifi ég það sjálfur þegar ég les skáldsögur að lausir endar og aukapersónur verða oft eftir á það áhugaverðasta, þannig að mér finnst ég alveg geta leyft mér þetta. Auk þess sem það virðist bara vera mér eðlilegt að nota mikið útúrdúra og hliðarsögur. Svo finnst mér gaman að vinna með þráhyggju, að koma aftur með sömu spurninguna eða efnið, að vinna áfram með eitthvað sem virðist afskaplega lítilvægt. Eins og þetta útvarpsleikrit sem ég var að skrifa, og hafði reyndar áður skrifað sem leikrit fyrir svið, það heitir Gestabókin og fjallar um sumarbústaðardvöl sem þegar hefur verið minnst á í Sendiherranum, Handritinu og Fjarverunni. En ég breytti leikritinu og í stað þess að nota það sem ég hafði skrifað um vikudvölina í bústaðnum skrifaði ég útvarpsleikritið um ferðalag fólksins í bústaðinn. Svo er ég að gæla við að skrifa sögu sem héti þá líka Gestabókin en er ekki Gestabókin útvarpsleikrit heldur Gestabókin innbundin eða Gestabókin kiljuútgáfa. Þar væri í raun fjallað um afleiðingar þess sem gerist í bústaðarferðinni.“ ÞráHYggJA Og MArgNOTA SögupErSóNur En er Bragi ekkert hræddur við að láta svo margar bækur hverfast um sömu atburði, sama fólkið og hver aðra; að þetta verði einhvers konar lokuð hringrás sem fælir lesendur frá? „Mér finnst bara þessi endurtekning og þráhyggja svo áhugaverð. Ég hef fengið kvartanir og margir eru algjörlega búnir að afskrifa mig, hef ég á tilfinningunni, en þetta er svona helsta kómíska elementið sem ég finn fyrir í eigin skrifum; að djöflast einhvern veginn á því sama sem í fljótu bragði virðist ekki hafa neina merkingu. Því ég veit að margir koma ekki auga á þá merkingu sem ég sé í því sem ég skrifa. En ég skrifa aldrei neitt án þess að það hafi einhverja og þá jafnvel bara abstrakt merkingu fyrir mér. Það heldur mér gangandi. Ég gæti ekki skrifað eitthvað sem mér fyndist innantómt. En ég veit að það sjá þetta ekki allir.“  Þegar Bragi er spurður hvers vegna hann einblíni svo mikið á einmitt þessar persónur og atburði, segir hann að þannig hafi málin einfaldlega þróast. „Emil, aðalpersónan í Gæludýrunum, er náttúrulega að einhverju leyti ég, eða ég tengi semsagt við einhvern hluta af honum. Margt í öðrum persónum er líka einhver hrærigrautur af fólki sem ég hef þekkt og þekki. Svo fór mig smátt og smátt að langa til að halda áfram með þetta og lýsa svona þröngum heimi. Af því að maður upplifir það svo oft hérna í þessu litla samfélagi hvað þetta er lítill heimur.“  Eins og til að undirstrika það gerist Fjarveran að miklu leyti á sama blettinum í reykjavík; atburðarásin hverfist í kringum rauðarárstíg, Hlemm og svæðið þar í kring. Enda segir Bragi að honum hafi fundist hann taka mjög djarfa ákvörðun þegar hann fór líka með persónurnar upp í Skammadal í Mosfellssveit og á Akureyri. „Mig hafði lengi langað til að skrifa um þetta svæði, það er einhver sterkur karakter í rauðarárstígnum og kringum það. Eins og ég nefni þarna í einni línu; þetta er svona guðbergasta svæðið í reykjavík. Guðbergur Bergsson eignaði sér það svolítið, eins og í bókinni Hjartað býr enn í helli sínum.“  Bragi hefur nú að einhverju leyti slegið eign sinni á þetta svæði líka, en sögusviðið er einmitt ein ástæðan sem Bragi nefnir fyrir því að Guðmundar- og Geirfinnsmálið leikur stórt hlutverk í Fjarverunni. „Ég veit ekki hvaðan þessi hugmynd spratt en eftir á finnst mér að hún hafi bara komið til vegna staðsetningarinnar. Þar sem bókin gerist meira og minna í nágrenni lögreglustöðvarinnar við Hlemm þá einhvern veginn sogaðist Geirfinnsmálið að henni. Því ég hef alltaf lögreglustöðina í huga þegar ég hugsa um YFIRLESIÐ ÞaR SEm bókIn gERISt mEIRa og mInna í nágREnnI Lög- REgLuStöÐvaRInnaR vIÐ HLEmm Þá EInHvERn vEgInn SogaÐISt gEIRFInnSmáLIÐ aÐ HEnnI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.