Spássían - 2013, Blaðsíða 56
56
Uppi á hlöðuloftinu er umhverfið klætt brúnum við og
rýmið yfirfullt af risastórum málverkum á trönum – þar
sjáum við meistarann sitjandi í stólnum sínum, horfandi
einbeittur á málverkið fyrir framan sig, eða önnum kafinn
með pallettuna í annarri – tusku eða bursta í hinni.
Það sem fyrst grípur athyglina, fyrir utan óvenjulegt
útlit Odds Nerdrum – stórvaxinn búkinn, strýtt hvítgult
hárið og pokalegan sloppinn – er einbeiting hans sem
snarkar í rýminu eins og rafmagn. Margir nemendur hafa
séð hann detta um stól þegar hann bakkar frá málverki,
hann lætur ekki augun af punktinum sem hann rannsakar.
en stúdíóið er líka fullt af samtölum og hlátri. Odd er
sögumaður af guðs náð og veit hvernig á að ögra og hreyfa
við nemendum sínum. Á meðan hann vinnur spinnur
hann skemmtilegar rökræður, kryddaðar með norskum
orðatiltækjum til að koma sínu til skila. Til dæmis ræðir
hann um líf hetjunnar: „Sá leitaði ekki að spegilmynd sinni
í augum annarra.“ eða útskýrir: „Þú verður að fara inn í
myrkan helli og leita að litlum skuggaloga.“ Hann talar um
vegferð þeirra sem algjörlega helga sig verkum sínum.
Á hverju ári leita nemendur hvaðanæva úr veröldinni
eftir tækifæri til þess að læra hjá Odd, hann hefur verið
kallaður „vörður hins mikla evrópska málverks“. Sú staða er
engin tilviljun heldur afleiðing einbeitts vilja eða ásetnings.
Þegar Odd var 14 ára tók hann ákvörðun um að helga líf
sitt því að verða jafngóður málari og rembrandt.
Eftir David Molesky
Þýðing: kristrún Heiða Hauksdóttir
ræSkinGAr í MAnni úti í GArði rjúFA ÞöGninA á róLeGuM
vetrArMorGni. Svo MArrAr í Hurðinni oG bAMM! Henni er
SkeLLt. AuGnAbLiki SíðAr HrAðA kLoSSArnir SÉr upp Þrepin.
boMM. boMM. boMMboMMboMMboMM!
ÞettA er vekjArAkLukkA neMenDA í nerDruM-AkADeMíunni.
Odd Nerdrum