Spássían - 2013, Blaðsíða 48
48
SJÓNLISTAMIðSTÖðIN er
regnhlífarheiti yfir starfsemi
Listasafns Akureyrar, Ketilhússins
og Deiglunnar, en Listasafnið á
sér mun lengri sögu og fagnar 20
ára afmæli nú í ár. Það er, eins og
flestir vita, staðsett í svokölluðu
Listagili, umkringt galleríum og
vinnustofum listamanna og Hannes
bendir á að það hafi einmitt
verið Gilfélagið, grasrótarsamtök
myndlistarmanna, sem á sínum
tíma þrýstu hvað mest á um
stofnun listasafns. „Án listasafnsins
væri þetta gil vart svipur hjá sjón.
Ég held að safnið hafi óbeint nært
grasrótarstarfsemina og hvatt til
sýningarhalds. Það breytti í raun
andrúmsloftinu hérna. Hér opnaði
til dæmis veitingastaður, Kaffi
Karólína, fyrsta bóhem kaffihúsið
norðan heiða, um svipað leyti
og safnið tók til starfa árið 1993.
Safnið hefur nefnilega gert það
sem grasrótin hafði ekki burði
til að gera: Hér hafa alþjóðlegar
stjörnur og allir helstu listamenn
landsins sýnt verk sín, hér hafa
verið gefnar út bækur, rit og
katalógar. Safnið hefur þannig
haldið uppi taktinum, en hér í
Listagilinu koma svo margir aðrir
þættir saman. Myndlistaskólinn á
Akureyri er til dæmis hér fyrir ofan,
við höfum öll þessi veitingahús við
höndina og sal myndlistarfélagsins.
Grasrótarsamtökin Populus tremula
eru einnig með myndlistarsýningar
en ekki síst uppákomur og tónlist.
Svo erum við með stúdíó og
vinnustofur hér út um allt.“
Listasafnið einbeitti sér
að myndlist en Ketilhúsinu
svokallaða var breytt í alhliða
menningarmiðstöð með fjölnota
sal, sem rekinn var af grasrótinni í
Gilfélaginu. „Þetta er skemmtilegur
salur að mörgu leyti og einstakur í
íslensku menningarlífi hvað varðar
hæð og lögun. Svo tók bærinn við
rekstrinum þegar fólkið í Gilfélaginu
hafði ekki lengur burði til að standa
í þessu og var umtalsverðum
fjármunum varið í að breyta
Ketilhúsi og laga það að því
hlutverki að vera fjölnotahúsnæði.
ráðinn var starfsmaður til að
halda utan um viðburði, tónleika
og fleira. Aðstaðan var leigð út,
ekki var um boðssýningar að ræða
og menn þurftu að mestu leyti að
setja upp sýningarnar sjálfir og sitja
yfir. Ákvörðunin um Ketilhús er hins
vegar tekin eftir að það liggur fyrir
að Hof muni rísa sem húsnæði fyrir
sviðslistir. Þegar Hof er svo opnað
formlega árið 2010 verður alveg
morgunljóst að Ketilhús hefur ekki
sama tilgang sem fjölnota húsnæði.
Hof er klárlega aðalstaðurinn fyrir
tónlist, og nýtist líka fyrir sviðslistir
almennt, svo ekki var lengur þörf
fyrir Ketilhús á þeim forsendum.“
Opnun Hofs og breyttar
forsendur í kjölfar
efnahagshrunsins kölluðu
á endurskipulagningu á
safnastarfinu og var stofnun
Sjónlistamiðstöðvarinnar liður
í því. Þegar Hannes er spurður
að því hvaða sýn hann hafi á
framhaldið segir hann nokkuð
erfitt að spá í framtíð sem sé
„SjónLiStAMiðStöðin er nýtt Fyrirbæri oG SeM
ný StoFnun er Hún í Mótun. ALLAr StoFnAnir
ættu Að SjáLFSöGu Að verA í StöðuGri Mótun oG
MenninGArStoFnAnir SÉrStAkLeGA, ÞAð er HLuti AF eðLi
ÞeirrA,“ SeGir HAnneS SiGurðSSon, ForStöðuMAður
SjónLiStAMiðStöðvArinnAr á Akureyri SeM vArð tiL 1.
jAnúAr 2012.
okkar
hlutverk
að næra
listalífið
Eftir Auði Aðalsteinsdóttur
YFIRLESIÐ