Spássían - 2013, Blaðsíða 49

Spássían - 2013, Blaðsíða 49
49 býsna gruggug og óskýr. „En eins og nafn Sjónlistamiðstöðvarinnar gefur til kynna snýst hún um sjónræna menningu og sjónlist í víðasta skilningi. Undir það hugtak fellur m.a. hönnun og arkitektúr, innsetningar, málverk og borgarskipulag þess vegna. Allt sem er gert af mannanna höndum og er sýnilegt er hluti af sjónlistum. Ég taldi rétt að færa stofnunina aðeins út úr listasafnsfarinu vegna þess að þetta er ekki safn í eiginlegri merkingu. Við eigum bara ekkert annað orð yfir þetta fyrirbæri. Listasafn safnar listaverkum en það eru til aðrar tegundir af opinberum rýmum. Þótt Listasafnið á Akureyri eigi dálítið af listaverkum sem bænum hefur áskotnast í gegnum árin, á það ekki mikla safneign, enda hefur mjög takmörkuðu fjármagni verið varið til þeirra hluta. Undanfarinn áratug hefur engu föstu fjármagni verið varið til listaverkakaupa. Okkar starfsemi snýst því ekki um að safna verkum. Þau söfn sem eru nær því að vera listasöfn hér á Íslandi, Listasafn Íslands, Listasafn reykjavíkur, Gerðarsafn og Hafnarborg, eru með fé til listaverkakaupa og hafa fengið stórar gjafir. Samt sem áður er aðalverkefnið hjá öllum þessum söfnum að standa fyrir sýningum utan safneignarinnar, að skapa verkefni og kynna þau. Slík fyrirbæri kallast „konsthall“ og byggjast á samstarfi við listamenn og stofnanir, við atvinnulífið, gallerí og sjálfstæða aðila. Listasafnið á Akureyri hefur starfað á þessum nótum.“  Hannes segist hafa hugsað þá starfsemi sem sameinaðist undir merkjum Sjónlistamiðstöðvarinnar sem eins konar „terminal“ eða stöðvar innan hennar: „Terminal 1 - Listasafn Akureyrar, terminal 2 - Ketilhús, terminal 3 - Deiglan. Hvert hefur sitt sérsvið þótt þau skarist að sjálfsögðu. Ég taldi til dæmis að það væri ekki hægt að vera með listasafnið í þeim skorðum sem það hafði verið án þess að gera breytingar á Ketilhúsinu til samræmis þannig að núna eru allar sýningar í Ketilhúsi boðssýningar. Listamenn fá aðstoð við upphengingu, við sjáum um yfirsetu, kynningu og svo framvegis, eins og í Listasafninu. En það þýðir að við getum ekki boðið jafn mikla þjónustu og áður. Við getum ekki haldið áfram að gefa út bækur og höfum þurft að fækka erlendum sýningum, þannig að margt hefur breyst.“  Í staðinn hefur m.a. verið lögð aukin áhersla á að koma hlutunum á framfæri á vefnum. Þar má helst nefna verkefnið Sjónpípan, en það eru myndbönd á vefsíðu Sjónlistamiðstöðvarinnar þar sem listamenn leiða áhorfendur í gegnum sýningar sem eru í gangi og ræða um verk sín. Þar skapast lifandi tenging milli áhorfenda, safns og listamanna en Hannes segir að starf Listasafnsins á Akureyri hafi aldrei verið í jafn föstum skorðum og til dæmis Listasafns reykjavíkur eða Listasafns Íslands, sem sé elst íslenskra listasafna og hafi mun þyngri og mótaðri dagskrá og hlutverk. Það geti vissulega verið kostur. „Við erum ekki bundin af skyldum á borð við að halda utan um íslenska listasögu. Við höfum mun frjálsari hendur. Okkar hlutverk er að halda uppi lifandi og góðum sýningum, fyrst og fremst fyrir Norðlendinga en með þeim hætti að þær standist hvaða samanburð sem er. Menn vilja hafa einhvern skala í þessu, ákveðna híerarkíu, að það sé merkilegra að sýna í listasafni en í áhugagalleríum. Ef hver sem er getur sýnt í listasafninu þykir ekkert sérstakt að sýna þar en þegar listamönnum er boðið, og þeir eru þá í kompaníi með Matthew Barney, Sally Mann eða Ásgrími Jónssyni, þá er veigur í því og eftir því tekið. Þannig búum við í raun til nýtt þrep í listalífinu. Miðað við fjárhagsstöðuna núna er hins vegar mögulegt að við verðum einfaldlega að fækka sýningum. Það eru allar stofnanir aðþrengdar þó það sé erfitt að átta sig á því hvaða áhrif það muni hafa á menningarlífið til lengri tíma litið. Samfélagið er mjög breytt frá því fyrir hrun en breytingarnar gerast Verk úr sýningunni Misvísun eftir Kristján E. Hrafnsson sem sett var upp í Sjónlistamiðstöðinni 2012. OkkAr HlutVErk Er Að HAldA uppi lifANdi Og góðuM sýNiNguM, fyrst Og frEMst fyrir NOrðlENdiNgA EN MEð þEiM Hætti Að þær stANdist HVAðA sAMANburð sEM Er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Spássían

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spássían
https://timarit.is/publication/1454

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.